Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. september 2020 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Fundargerð

  • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1454202008012F

    Fund­ar­gerð 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 1.1. Litlikriki 37, sótt um fasta­núm­er á auka­í­búð. 202003225

      Hús­eig­enda­fé­lag­ið ósk­ar fyr­ir hönd eig­anda Litlakrika 37 að ákvörð­un skipu­lags­nefnd­ar, þar sem hafn­að var beiðni um fasta­núm­er á auka­í­búð húss­ins, verði end­urupp­tekin.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar C-, M- og S-lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 1.2. Stjórn sum­ar­húsa­eig­enda við Króka­tjörn, Myrkutjörn og Sil­unga­tjörn vegna hita­veitu­fram­kvæmda 202005346

      Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð um­sögn um er­indi sum­ar­húsa­eig­enda við Króka- og Myrk­urtjörn

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.3. Um­ferð­ar­hraði Ála­fosskvos 202006397

      Lagt fyr­ir um­beð­ið minn­is­blað fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs um úr­bæt­ur varð­andi um­ferð­ar­hraða í Ála­fosskvos.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.4. Land við Hafra­vatn nr. 208-4792 201805043

      Ósk um að Mos­fells­bær kaupi eign­ar­land­ið Óskots­land L125388. Um­sögn lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.5. Skipu­lag á Esju­mel­um - Kæra 202006563

      Úr­skurð­ur úr­skurð­ar­nefnd­ar. Máli vísað frá.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Til­laga L-lista:
      Í ljósi þeirra um­ræðna sem hér hafa far­ið fram um þetta mál sam­þykk­ir bæj­ar­stjórn að fela emb­ætt­is­mönn­um bæj­ar­ins að taka sam­an tíma­línu máls­ins ásamt öll­um fylgigögn­um og skila nið­ur­stöðu sinni til bæj­ar­ráðs svo fljótt sem verða má.

      Sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      ----

      Bók­un M-lista:
      Bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ vill árétta að Úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála bend­ir rétti­lega á að: ,,Sam­ráð ná­granna­sveit­ar­fé­laga um sam­eig­in­leg hags­muna­mál á vett­vangi skipu­lags­mála fer fram við gerð svæð­is­skipu­lags". Á 82. fundi svæð­is­skipu­lag­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2. mars 2018 mætti einn full­trúi fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar og sam­þykkti áform Reykja­vík­ur­borg­ar um þunga­iðn­að á Esju­mel­um. Því hef­ur aug­ljós­lega ver­ið sett upp leikrit fyr­ir íbúa af hálfu meiri­hlut­ans í Mos­fells­bæ bæði nú og á árum áður, þ.e. fyr­ir síð­ustu sveita­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

      Bók­un D- og V-lista:
      Bæj­ar­yf­ir­völd í Mos­fells­bæ hafa mót­mælt kröft­ug­lega áform­um Reykja­vík­ur um breyt­ingu á skipu­lagi á Esju­mel­um úr at­hafna­svæði í iðn­að­ar­svæði frá því þau komu fyrst fram.

      Það er skoð­un lög­manna að sú að­ferð Reykja­vík­ur að fara ekki með mál­ið fyr­ir svæð­is­skipu­lags­nefnd og breyta að­al­skipu­lagi held­ur að­laga deili­skipu­lag sé óheim­ilt sam­kvæmt skipu­lagslög­um. Það var því aldrei kos­ið um mál­ið á rétt­um vett­vangi sem er Svæð­is­skipu­lags­nefnd Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

      Það er ástæða fyr­ir því að Mos­fells­bær sá sig knú­inn eft­ir mörg sam­töl við full­trúa Reykja­vík­ur að kæra þessi áform Borg­ar­inn­ar.

      Þrátt fyr­ir að úr­skurð­ar­nefnd­in hafi vísað mál­inu frá á tækni­leg­um for­send­um, er Mos­fells­bær að skoða önn­ur ráð til þess að fá úr­skurð­ar­nefnd­ina til þess að taka af­stöðu í þessu mik­il­væga máli fyr­ir Mos­fells­bæ. Sú vinna í full­um gangi.

      Bók­un og mál­flutn­ing­ur bæj­ar­full­trúa Mið­flokks­ins í þessu máli er full­ur af vís­vit­andi rang­ind­um og er ekki svara­verð­ur.


      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

    • 1.6. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ-stækk­un Hamra. 201812038

      Stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra, upp­lýs­ing­ar um stöðu mála

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.7. Ráðn­ing fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs 2020 202007152

      Ráðn­ing fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar. Um­sögn bæj­ar­ráðs.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 1.8. Starfs­manna­hand­bók Mos­fells­bæj­ar 201201480

      Mannauðs­stefna Mos­fells­bæj­ar lögð fram til sam­þykkt­ar bæj­ar­ráðs. Starf­sa­manna­hand­bók lögð fram til kynn­ing­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1454. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1455202008019F

      Fund­ar­gerð 1455. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 2.1. Bari­on Há­holti 4 - ósk um úti­veit­ing­ar. 202008606

        Bari­on Há­holti 4 - ósk um úti­veit­ing­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1455. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.2. Lax­nes krá - end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi. 202008552

        Lax­nes krá - end­ur­nýj­un á rekstr­ar­leyfi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1455. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.3. Er­indi Bakka ósk um end­ur­skoð­un ákvörð­un­ar um kvöð á Þver­holti 21-23 og 27-31. 202006390

        Minn­is­blað bæj­ar­stjóra og bæj­ar­lög­manns um er­indi Bakka varð­andi end­ur­skoð­un kvaða.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Bók­un S-lista:
        Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greið­ir at­kvæði gegn þeim samn­ings­drög­um sem hér liggja fyr­ir varð­andi aflétt­ingu kvaða af leigu­íbúð­um við Þver­holt. Bæj­ar­full­trú­inn tel­ur að lang­tíma­hags­mun­um bæj­ar­búa sé bet­ur borg­ið með því að stað­ið sé við þá ákvörð­un að styðja við upp­bygg­ingu ör­uggs al­menns lang­tíma­leigu­hús­næð­is í bæn­um sam­kvæmt þeim samn­ing­um sem nú eru í gildi. Vandi fyr­ir­tæk­is­ins Bakka er ekki vandi íbúa Mos­fells­bæj­ar.

        Bók­un C-lista:
        Bæj­ar­full­trúi C-lista get­ur ekki greitt at­kvæði með til­lögu meiri­hluta V og D lista um að ganga til samn­inga við Bakka um aflétt­ingu kvaða að hluta á Þver­holti 21-23 og 27-31.

        Bæj­ar­full­trúi C-lista bend­ir sér­stak­lega á að ekk­ert í fyr­ir­liggj­andi gögn­um sýni að kann­að hafi ver­ið hvort að fjár­stuðn­ing­ur fel­ist í þess­ari aflétt­ingu og ef svo er hvort hann sam­ræm­ist ákvæð­um laga um evr­ópska efna­hags­svæð­ið og banni við op­in­ber­an stuðn­ing.

        Bók­un D- og V-lista:
        Full­trú­ar D- og V- lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkja breyt­ing­ar á kvöð­um á íbúð­um við Þver­holt 21-23 og 27-31.

        Meg­in rökin fyr­ir sam­þykki er að mið­að við þær veiga­miklu breyt­ing­ar sem hafa orð­ið á leigu- og hús­næð­is­mark­aði frá því samn­ing­ur um kvað­ir var gerð­ur árið 2016 og síð­ar breytt 2019, sé það já­kvætt skref fyr­ir fast­eigna­mark­að­inn í Mos­fells­bæ að breyta gild­andi kvöð­um að hluta til.

        Breyt­ing­ar á leigu­mark­aði í Mos­fells­bæ og hús­næð­is­mark­aðn­um al­mennt, sem byggja að stærst­um hluta til á að­gerð­um stjórn­valda, eru út­skýrð­ar með grein­ar­góð­um hætti í minn­is­blaði bæj­ar­lög­manns og bæj­ar­stjóra.

        Sam­þykkt­in fel­ur einn­ig í sér að 12 litl­ar íbúð­ir í Þver­holti 23 verða boðn­ar til leigu á hag­stæðu verði til sam­ræm­is við markmið hins upp­hafs­lega sam­komu­lags um að tryggja fram­boð á leigu­hús­næði í Mos­fells­bæ.

        Af­greiðsla 1455. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar C-, M- og S-lista greiddu at­kvæði gegn mál­inu.

      • 2.4. Sam­göngusátt­máli - stofn­un hluta­fé­lags. 202008693

        Sam­göngusátt­máli - stofn­un hluta­fé­lags.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með átta at­kvæð­um, gegn at­kvæði full­trúa M-lista, að taka þátt í að stofna op­in­bert hluta­fé­lag, Betri sam­göng­ur ohf., um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða með að­ild rík­is­sjóðs, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað­ar, Kópa­vogs­bæj­ar, Garða­bæj­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar og Seltjarn­ar­nes­bæj­ar, sbr. heim­ild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heim­ild til að stofna op­in­bert hluta­fé­lag um upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og legg­ur fé­lag­inu til hlutafé við stofn­un þess með áskrift hluta að nafn­virði kr. 51.847, í sam­ræmi við fyr­ir­hug­að­an eign­ar­hlut Mos­fells­bæj­ar eða 1,296% af hlutafé fé­lags­ins.

        Greiðsla hluta­fjár verð­ur með þeim hætti að Mos­fells­bær inn­ir af hendi kr. 51.847, með ein­greiðslu í reiðufé til fé­lags­ins sam­hliða stofn­un þess.

        Í sam­ræmi við fram­an­greint sam­þykk­ir Mos­fells­bær stofn­samn­ing og hlut­hafa­sam­komulag fyr­ir Betri sam­göng­ur ohf., sbr. hjá­lögð skjöl, og fel­ur bæj­ar­stjóra að und­ir­rita þessi skjöl fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

      • 2.5. Kæra vegna Kvísl­artungu 5. 202008427

        Deili­skipu­lagstil­laga vegna Kvíslár­tungu 5 kærð til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is og auð­linda­mála - mál nr. 74/2020.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1455. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 2.6. Minnk­andi starfs­hlut­fall - At­vinnu­leysi. 202004177

        Minnk­andi starfs­hlut­fall - At­vinnu­leysi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1455. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 296202008008F

        Fund­ar­gerð 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 3.1. Ungt fólk 2020 202005117

          Skýrsl­an Ungt fólk 2020 lögð fyr­ir. Máli frestað frá síð­asta fundi.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.2. Fé­lags­st­arf fyr­ir full­orð­ið fatlað fólk sum­ar­ið 2020 vegna COVID-19 202006457

          Staða vegna auk­ins fé­lags­starfs fatl­aðs fólks kynnt.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.3. Stefnu­mót­un í mála­flokki fatl­aðs fólks 201909437

          Far­ið yfir stöðu vegna stefnu­mót­un­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks. Mögu­leg breyt­ing á fram­kvæmd kynnt.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.4. Ósk um sam­st­arf 201912254

          Svar fjöl­skyldu­sviðs við beiðni um sam­st­arf frá Heila­brot­um end­ur­hæf­ing­ar­setri lagt fyr­ir.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.5. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - 18 202006037F

          Funda­gerð 18. fund­ar öld­unga­ráðs Mos­fells­bæj­ar lögð fyr­ir.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.6. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 1389 202008011F

          Ein­stök mál 1389. trún­að­ar­mála­fund­ar lögð fyr­ir til stað­fest­ing­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.7. Rekstr­ar­út­tekt 2020-2022 202003125

          Að­gerðaráætlun Skála­túns 2020-2022 lögð fram til kynn­ing­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 3.8. Að­al­fund­ur Skála­túns 2020 202007305

          Gögn frá að­al­fundi Skála­túns 2020 lögð fram til kynn­ing­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 296. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 379202008021F

          Fund­ar­gerð 379. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 521202008018F

            Fund­ar­gerð 521. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 5.1. Frí­stundalóð í landi Mið­dals - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201907002

              Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 515. fundi sín­um af­greiðslu deili­skipu­lags­ins í sam­ræmi við 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
              Af­stöðu Minja­stofn­un­ar og húsa­skrán­ingu skorti sem með­fylgj­andi gögn í máli.
              Lögð er fram um­sögn Minja­stofn­un­ar Ís­lands, dags. 03.07.2020. Hjá­lögð er grein­ar­gerð um skrán­ingu húsa í sam­ræmi við 37. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og regl­um um skrán­ingu menn­ing­ar­minja nr. 620/2019. Með­fylgj­andi er sam­þykki Minja­stofn­un­ar fyr­ir skrán­ing­unni, dags. 26.08.2020.
              Lögð er fram um­sögn Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is, dags. 16.07.2020. Grein­ar­gerð hef­ur ver­ið lag­færð í sam­ræmi við ábend­ingu.
              Skipu­lag­ið er lagt fram til af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.2. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202008039

              Borist hef­ur er­indi í formi kynn­ing­ar frá Guð­jóni Magnús­syni, f.h. Eir­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is, dags. 24.08.2020, með ósk um heim­ild fyr­ir gerð á deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir lóð­ir í Bjark­ar­holti. Hjálagt er sam­þykki lóð­ar­hafa á svæð­inu vegna hugs­an­legr­ar breyt­ing­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              SÓJ vék af fundi und­ir um­ræðu um þenn­an dag­skrárlið.

              Af­greiðsla 521. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um.

            • 5.3. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi - Dal­land 123625 201811119

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 517. fundi nefnd­ar­inn­ar að skipu­lags­lýs­ing fyr­ir hugs­an­lega að­al­skipu­lags­breyt­ing á Dallandi aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020.
              Um­sagn­ir bár­ust frá Skipu­lags­stofn­un, dags. 29.07.2020 , Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 19.08.2020, og Hjör­leifi B. Kvar­an, f.h. Gunn­ars B. Dung­al og Þór­dís­ar Öldu Sig­urð­ar­dótt­ur, dags. 31.07.2020.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.4. Selvatn - ósk um gerð deili­skipu­lags 201905022

              Skipu­lags­nefnd voru kynnt­ar at­huga­semd­ir Skipu­lags­stofn­un­ar í mál­inu á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar.
              Upp­drætt­ir hafa ver­ið upp­færð­ir í sam­ræmi við at­huga­semd­ir Skipu­lags­stofn­un­ar, dags. 19.06.2020.
              Hjá­lögð er um­sögn Minja­stofn­un­ar Ís­lands, dags. 22.08.2020, upp­drátt­ur hef­ur ver­ið upp­færð­ur í sam­ræmi við ábend­ingu.
              Skipu­lag­ið er lagt fram að nýju til af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.5. Dals­garð­ur í Mos­fells­dal - deili­skipu­lag 201902075

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 515. fundi nefnd­ar­inn­ar að deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir gróða­stöð­ina Dals­garð yrði aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 04.06.2020 til og með 19.07.2020.
              Um­sagn­ir bár­ust frá Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 26.08.2020, Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, dags. 21.07.2020, Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is, dags. 01.07.2020 og Jóni Jó­hanns­syni, dags. 17.07.2020. Deili­skipu­lag hef­ur ver­ið upp­fært í sam­ræmi við at­huga­semd­ir.
              Skipu­lag­ið er lagt fram til af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.6. Heið­ar­hvamm­ur - Í Mið­dalslandi l.nr. 125323, ósk um skipt­ingu í 4 lóð­ir 201605282

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 517. fundi nefnd­ar­inn­ar að deili­skipu­lag fyr­ir Heið­ar­hvamm í landi Mið­dals yrði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 06.06.2020 til og með 19.08.2020.
              Ein at­huga­semd barst frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is, dags. 19.08.2020, upp­drátt­ur hef­ur ver­ið upp­færð­ur í sam­ræmi við at­huga­semd.
              Um­sögn barst frá Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 19.08.2020. Að­r­ir skil­uðu ekki inn um­sögn­um.
              Skipu­lag­ið er lagt fram til af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.7. Breytt að­koma að Gljúfra­steini um Jón­st­ótt 202005002

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar að deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir bíla­stæði og nýja að­komu að Jón­st­ótt og Gljúfra­steini yrði aug­lýst í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020.
              Um­sagn­ir bár­ust frá Minja­stofn­un Ís­lands, dags. 23.07.2020, Kjart­ani Jóns­syni, dags. 23.08.2020 og Vega­gerð­inni, dags. 26.08.2020.
              Veit­ur skil­uðu ekki inn um­sögn.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.8. Reykja­mel­ur 12-14 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202006026

              Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar að deili­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Reykja­mel 12-14 yrði aug­lýst í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 10.07.2020 til og með 10.08.2020.
              At­huga­semd barst sam­eig­in­lega frá íbú­um í Reykja­mel 7, 8, 9, 10, 13, 15 og 17, dags. 05.08.2020.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.9. Frí­stunda­land við Hafra­vatn L125485 - ósk um bygg­ingu sum­ar­húsa 202007345

              Borist hef­ur er­indi frá Krist­ínu Norð­dahl, f.h. eig­anda af L125485, dags. 28.07.2020, með ósk um bygg­ingu og við­halds sum­ar­húsa á þrí­skiptu landi við Hafra­vatn.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.10. Leir­vogstungu­hverfi - um­ferðarör­yggi 202006262

              Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað verk­fræði­stof­unn­ar Eflu, sem Um­hverf­is­svið lét vinna, um um­ferðarör­yggi og að­gerð­ir í Leir­vogstungu­hverfi vegna gatna­móta við Voga­tungu 1.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.11. Huldu­hlíð - bíla­stæði í götu - ábend­ing­ar 202008404

              Borist hef­ur ábend­ing til skipu­lags­nefnd­ar, sem jafn­framt er um­ferð­ar­nefnd, frá Guð­brandi Sig­urðs­syni hjá Lög­reglu­stjór­an­um á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu, dags. 10.08.2020, með ábend­ingu um lagn­ingu öku­tækja í Huldu­hlíð.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.12. Reykja­hvoll 35-39 - um­ferð­ar­mál og bíla­stæði 202008698

              Borist hef­ur er­indi til skipu­lags­nefnd­ar, sem jafn­framt er um­ferð­ar­nefnd, frá Önnu Sig­ríði Vern­harðs­dótt­ur og Auðni Páli Sig­urðs­syni, dags. 19.20.2020, með ósk um frek­ari merk­ing­ar í botn­langa vegna lagn­ingu öku­tækja við Reykja­hvol 35-39.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.13. Kvísl­artunga 120 - ósk um stækk­un lóð­ar 202006042

              Borist hef­ur er­indi frá Söndru Rós Jón­as­dótt­ur, dags. 03.06.2020, með ósk um stækk­un lóð­ar í Kvísl­artungu 120.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.14. Kvísl­artunga 82 - ósk um stækk­un lóð­ar 202007320

              Borist hef­ur er­indi frá Kristó­fer Fann­ari Stef­áns­syni, dags. 24.07.2020, með ósk um stækk­un lóð­ar í Kvísl­artungu 82.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.15. Laxa­tunga 17 - ósk um stækk­un lóð­ar 202007253

              Borist hef­ur er­indi frá Elsu Mar­gréti Elías­dótt­ur og Ósk­ari Þor­gils Stef­áns­syni, dags. 14.07.2020, með ósk um stækk­un lóð­ar í Laxa­tungu 17.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.16. Laxa­tunga 76 - ósk um stækk­un lóð­ar 202007054

              Borist hef­ur er­indi frá Guð­jóni Jóns­syni og Sig­ríði H. Jak­obs­dótt­ur, dags. 15.06.2020, með ósk um stækk­un lóð­ar í Laxa­tungu 76.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.17. Til­færsla á reiðstíg - Ístaks­hring­ur 202008817

              Borist hef­ur er­indi frá Há­koni Há­kon­ar­syni, f.h. Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar, dags. 24.08.2020, með ósk um til­færslu á reiðstíg á svo­köll­uð­um Ístaks­hring, frá Tungu­bökk­um að Odds­brekk­um í sam­ræmi við hjá­lagða loft­mynd.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 5.18. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 43 202008015F

              Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 521. fund­ar bskipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            Almenn erindi

            • 6. Kosn­ing for­seta og 1. og 2. vara­for­seta bæj­ar­stjórn­ar202006372

              Kosning nýs 1. varaforseta bæjarstjórnar í stað Valdimars Birgissonar

              Fram kom til­laga um að Lovísa Jóns­dótt­ir verði 1. vara­for­seta bæj­ar­stjórn­ar til 26. fe­brú­ar 2021 með­an á leyfi Valdi­mars Birg­is­son­ar frá setu í bæj­ar­stjórn stend­ur. Að þeim tíma liðn­um taki Valdi­mar Birg­is­son við sem 1. vara­for­seti bæj­ar­stjórn­ar á nýj­an leik. Að­r­ar til­nefn­ing­ar komu ekki fram og skoð­ast Lovísa Jóns­dótt­ir því rétt kjör­inn 1. vara­for­seti bæj­ar­stjórn­ar til 26. fe­brú­ar 2021.

              • 7. Ráðn­ing fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs 2020202007152

                Á 1454. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð með þremur atkvæðum tillögu bæjarstjóra um ráðningu framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og vísaði henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar býð­ur nýj­an fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs, Sig­ur­jörgu Fjöln­is­dótt­ur, vel­komna til starfa og ósk­ar henni velfarn­að­ar í starfi.

                Bæj­ar­stjórn þakk­ar jafn­framt frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs, Unni V. Ing­ólfs­dótt­ur, kær­lega fyr­ir góð störf í þágu bæj­ar­ins og ósk­ar henni velfarn­að­ar í fram­tíð­inni.

              Fundargerðir til kynningar

              • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 406202007014F

                Fund­ar­gerð 406. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 8.1. Bugðufljót 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007219

                  Kar­ina ehf. Breiða­hvarfi 5 Kópa­vogi um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót
                  nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 318,9 m², 1.823,8 m³.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 406. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 8.2. Hraðastaða­veg­ur 17, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806054

                  Kjart­an Jóns­son Hraðastaða­vegi 17 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Hraðastaða­veg­ur nr. 17, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 406. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 8.3. Reykja­hvoll 25, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202006073

                  Víg­mund­ur Pálm­ars­son, Reykja­hvol 25 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stáli geymslu­hús á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 25 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 30 m², 117,5 m³

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 406. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 8.4. Súlu­höfði 34 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202005115

                  Daði Már Jóns­son Heið­ar­brún 100 Hvera­gerði sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Súlu­höfði nr. 34, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                  Stærð­ir: Íbúð 194,6 m², bíl­geymsla 46,5 m², 860,2 m³.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 406. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 9. Not­endaráð fatl­aðs fólks - 9202008010F

                  Fund­ar­gerð 9. fund­ar not­enda­ráði fatl­aðs fólk lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                  • 9.1. Beiðni um upp­lýs­ing­ar frá not­enda­ráði vegna starfs­leyf­is­um­sókna 202008354

                    Beiðni til not­enda­ráðs um að svara spurn­ing­um vegna öfl­un­ar starfs­leyfa.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 9. fund­ar not­enda­ráði fatl­aðs fólk lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                  • 9.2. Stefnu­mót­un í mála­flokki fatl­aðs fólks 201909437

                    Breytt fyr­ir­komulag vegna stefnu­mót­un­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks kynnt.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 9. fund­ar not­enda­ráði fatl­aðs fólk lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                  • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 43202008015F

                    Fund­ar­gerð 43. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                    • 10.1. Reykja­veg­ur-Gang­stíg­ar og götu­lýs­ing-Gatna­gerð 201912120

                      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 516. fundi nefnd­ar­inn­ar að fram­kvæmda­leyfi fyr­ir göngustíg norð­an við Reykja­veg, milli Reykja­byggð­ar og Bjargsvegs, yrði kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til nær­liggj­andi íbúa.
                      Bréf var bor­ið út í Reykja­byggð 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 15 og 16.
                      At­huga­semda­frest­ur var frá 10.06.2020 til og með 09.07.2020.
                      Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 43. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 11. Fund­ar­gerð 500. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu202008683

                      Fundargerð 500. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

                      Fund­ar­gerð 500. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                    • 12. Fund­ar­gerð 326. fund­ar Strætó bs202008692

                      Fundargerð 326. fundar Strætó bs

                      Fund­ar­gerð 326. fund­ar Strætó bs. lögð fram til kynn­ing­ar á 766. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 22:14