19. júní 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjahvoll 33 - fyrirspurn202005378
Borist hefur erindi frá Ragnheiði Þórólfsdóttur, dags. 27.05.2020, með ósk um að breyta deiliskipulagi vegna innkeyrslu á lóð Reykjahvolls 33. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 516.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um breikkun innkeyrslu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kostnaður við hugsanlegar breytingar innviða skal greiddur af lóðarhafa. Umsækjandi skal leggja inn breytta aðaluppdrætti sem sýna innkeyrslu til byggingarfulltrúa í samræmi við 4.3.1. gr. byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Erindi umsækjanda um að breyta deiliskipulagi vegna nýrrar innkeyrslu lóðar frá safnbraut Reykjahvols vestan við lóð er synjað.2. Leirvogstunguhverfi - tillaga að stækkun lóða202001285
Borist hefur erindi frá Rúnari Þór Guðbrandssyni, f.h. stjórnar Íbúasamtaka Leirvogstungu, dags. 28.05.2020 vegna skipulagsmála í Leirvogstunguhverfi. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 516.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og starfsfólki á umhverfissviði að funda með stjórn Íbúasamtaka og vinna að frekari framgangi málsins.
3. Leirvogstunga 26 - ósk um stækkun lóðar202005321
Borist hefur erindi frá Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur, dags. 23.05.2020, með ósk um stækkun lóðar í Leirvogstungu 26. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 516.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal taka mið af tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða.
4. Miðdalur - ósk um breyting á landnýtingu lóða202005398
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni þar sem hann óskar eftir að í vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði landnotkun á lóðunum L 224008 og 226500 í landi Miðdals breytt í svæði fyrir frístundabyggð. Umsækjandi fellur frá erindi sínu (málsnr. 201903466) sem vísað var til endurskoðunar aðalskipulags á 482. fundi skiplagsnefndar þann 29.03.2019. Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 516 en málsaðili hefur síðan óskað eftir að draga erindi sitt til baka.
Skipulagsnefnd vísar erindinu frá í samræmi við ósk málsaðila.
5. Ósk um breytingu á Aðalskipulag Mosfellsbæjar í landi Skeggjastaða202003407
Borist hefur erindi frá Arnóri Víkingssyni, f.h. 1904 ehf. og Grænna skóga ehf., dags. 03.06.2020, þar sem óskað er eftir aðalskipulagsbreytingu á landnýtingu Skeggjastaða L123764. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 1447. fundi bæjarráðs.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða gögn og feril máls með tilliti til skipulagslaga.
6. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625201811119
Lögð er fram lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu fyrir Dalland L123625.
Skipulagsnefnd samþykkir að lýsingin fyrir aðalskipulagsbreytingu í Dallandi skuli kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Teigsland við Reykjaveg - deiliskipulag202006276
Borist hefur erindi frá Jóni Pálmari Guðmundssyni, dags. 08.06.2020, f.h. Teigsland ehf., með ósk um að hefja deiliskipulagsferli á byggð innan Teigslands við Reykjaveg.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Heiðarhvammur - Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir201605282
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 04.06.2020, sem kynnt er með vísan í 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun hafnar staðfestingu skipulags. Málsaðili hefur gert viðeigandi breytingar á skipulagi í samræmi við bréf og óskar eftir skipulagið verði auglýst að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa að nýju deiliskipulagstillögu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202006049
Borist hefur erindi frá Viðari Austmann, dags. 30.06.2020, hjá Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf., með ósk um fjölgun íbúða og deiliskipulagsbreytingu í Uglugötu 40-46.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umsækjandi er ekki lóðarhafi.
10. Völuteigur 6 - deiliskipulag202006336
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir Völuteig 6.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum frá málsaðila.
11. Göngubrýr við Hafravatn - framkvæmdaleyfi202006217
Borist hefur erindi frá Reyni Hjálmtýssyni, dags. 08.06.2020, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á tveimur göngubrúm við Hafravatn innan L125623.
Áheyrnarfulltrúi S lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum frá málsaðila.
12. Leiksvæði í Mosfellsbæ - Framkvæmd202005062
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir leikvöll í 3. áfanga Helgafellshverfis. Leikvöllur er í samræmi við skipulag en innan hverfisverndarmarka Varmár.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áætlanir samræmast gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.
13. Framkvæmdir innan hverfisverndar í Helgafellshverfi202006320
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um umsögn vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæðis Varmár. Um ræðir yfirborðsfrágang á grænu óbyggðu svæði og uppsetningu lýsingar meðfram göngustígum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.
14. Framkvæmdir við friðlýst svæði - Álanesskógur202006341
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um umsögn vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæðis Varmár. Um er að ræða framkvæmdir við Álanesskóg innan friðlýsts svæðis við Álafoss og hverfisverndar. Göngustígur verður lagfærður og aðgengi að skóginum bætt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.
15. Framkvæmdir við göngustíg milli Stekkjarflatar og Álafosskvosar202006343
Borist hefur erindi frá umhverfissviði með ósk um umsögn vegna framkvæmda innan hverfisverndarsvæðis Varmár. Um er að ræða framkvæmdir við göngustíg milli Stekkjarflatar og Álafosskvosar þar sem göngustígur verður lagfærður og lýsingu komið upp. Er þetta í samræmi tillögu sem kosin var inn í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umrædda framkvæmd innan hverfisverndar.
16. Reykjahvoll 4 / Ásar 6 - Deiliskipulag202003237
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 4, áður Ása 6, í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 510.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
17. Reykjahvoll 31 - breyting á deiliskipulagi201912220
Lögð er fram til kynningar deiliskipulagsbreyting fyrir Reykjahvol 31, í samræmi við bókun skipulagsnefndar á fundi nr. 504.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. Hjallahlíð 23 - Breytingar á húsnæði202003416
Byggingarfulltrúa hefur borist fyrirspurn frá Sveini Fjalari Ágústssyni varðandi breytta notkun áður samþykktrar geymslu/vinnustofu í auka íbúð á lóðinni Hjallahlíð 23. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 402. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
19. Hlíðarás 9 - skipting eignar202004083
Borist hefur erindi frá Kristínu Valgerði Ólafsdóttur, dags. 06.04.2020, með ósk um að skipta upp Hlíðarás 9 í tvo eingarhluta á sitthvoru fastanúmerinu.
Skipulagsnefnd heimilar skiptingu eignar. Sækja þarf um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðra breytinga, umsókn skulu fylgja viðeigandi hönnunargögn.
20. Laxatunga 161, 163, 165 - ósk um stækkun lóðar202006020
Borist hefur erindi frá Kára Pétri Ólafssyni, dags. 01.06.2020, fyrir hönd lóðarhafa í Laxatunugu 161, 163 og 165 með ósk um stækkun lóðar.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal taka mið af tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða.
21. Reykjamelur 12-14 - deiliskipulagsbreyting202006026
Borist hefur erindi frá KR-Ark, f.h. lóðarhafa Reykjamels 12-14 Flott mál ehf., þar sem lögð er fram til kynningar tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðirnar.
Frestað vegna tímaskorts.
22. Austurheiði í Reykjavík - rammaskipulag202006203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 10.06.2020, með ósk um umsagnir við kynntri tillögu að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar í Reykjavík. Athugasemdafrestur er til 28.07.2020.
Frestað vegna tímaskorts.
23. Nýi Skerjafjörður - drög að tillögu202006068
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 vegna breytinga á landnotkun og fjölgun íbúða í Skerjafirði. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020.
Frestað vegna tímaskorts.
24. Sérstök búsetuúrræði - breytingartillaga202006064
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 þar sem skerpt er á heimildum sem varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins, m.a. varðandi húsnæðislausnir fyrir heimilislausa. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020.
Frestað vegna tímaskorts.
25. Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir202006066
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 varðandi skilgreiningar nýrra reita fyrir íbúðarbyggð. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020.
Frestað vegna tímaskorts.
26. Elliðavogur smábátahöfn - breytingartillaga202006065
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 04.06.2020, með ósk um athugasemdir við auglýstum drögum að tillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, tillagan felur í sér lítislháttar breytingar á hafnargarði við smábátahöfn Snarfara. Athugasemdafrestur er til 24.06.2020.
Frestað vegna tímaskorts.
27. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - Iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík2018084560
Lögð eru fram til kynningar staðfest gögn frá Skipulagsstofnun vegna breytingar á svæðisskipulagi í Álfsnesvík.
Frestað vegna tímaskorts.
28. Kæra Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201803283
Lagður er fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 117/2019 - kæra á ákvörðun bæjarráðs Mosfellsbæjar um að synja umsókn kærenda um skiptingu lóðar í tvo hluta og byggingu húss á þeim.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerðir til staðfestingar
29. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 39202006025F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
29.1. Lynghóll í landi Miðdals, breyting á deiliskipulagi 202003245
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 15. april til 29. maí 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur á vef og á upplýsingatorgi.
Engar athugasemdir bárust.
30. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 400202005040F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
30.1. Reykjahvoll 8, Umsókn um byggingarleyfi 2018084786
Eyjólfur Sigurjónsson Dvergholti 16 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
30.2. Asparlundur 11, Umsókn um byggingarleyfi 202004066
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum Asparlundur nr. 11-13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Asparlundur 11, 165,5 m², 543,0 m³. Asparlundur 13, 165,5 m², 543,0 m³.
31. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 401202006006F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
31.1. Súluhöfði 37, Umsókn um byggingarleyfi 202004065
Úlfar Þórðarson Rauðagerði 39 Rvk. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 37, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 185,2 m², bílgeymsla 34,3m², 752,7 m³.
32. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 402202006022F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
32.1. Brattahlíð 40-42, Umsókn um byggingarleyfi. 201804390
Tré-Búkki ehf kt.500204-2730 Suðurhúsum 2, 112 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga innra skipulags íbúða á 1.hæð 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Brattahlíð 40-42, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
32.2. Brattahlíð 44-46, Umsókn um byggingarleyfi. 201806250
Tré-Búkki ehf kt.500204-2730 Suðurhúsum 2, 112 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga innra skipulags íbúða á 1.hæð 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Brattahlíð 44-46, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
32.3. Brattahlíð 48-50, Umsókn um byggingarleyfi. 201811149
Tré-Búkki ehf kt.500204-2730 Suðurhúsum 2, 112 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga innra skipulags íbúða á 1.hæð 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Brattahlíð 48-50, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
32.4. Fossatunga 8-10-10a-12 / Umsókn um byggingarleyfi 202005032
Byggbræður ehf. Ólafsgeisla 97 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr byggingarefni steinsteypu 4 raðhús á lóðunum Fossatungu nr.8-12, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Hús nr. 8, íbúð 112,0 m², bílgeymsla 23,0 m², 454,32 m³. Hús nr. 10, íbúð 111,0 m², 378,88 m³. Hús nr. 10a, íbúð 127,2 m², bílgeymsla 231,8 m², 554,38 m³. Hús nr. 12, íbúð 112,0 m², bílgeymsla 23,0 m², 454,32 m³.32.5. Furubyggð 18-28 /Umsókn um byggingarleyfi 202004329
Jónína Sigurgeirsdóttir Furubyggð 28 sækir um, fyrir hönd eigenda Furubyggðar 18-28, leyfi til að breyta útfærslum þaka garðskála á suð-vestur hlið raðhúsa á lóðinni Furubyggð 18-28, í samræmi við framlögð gögn.
32.6. Hjallahlíð 23 - Breytingar á húsnæði 202003416
Byggingarfulltrúa hefur borist fyrirspurn frá Sveini Fjalari Ágústssyni varðandi breytta notkun áður samþykktrar geymslu/vinnustofu í auka íbúð á lóðinni Hjallahlíð nr. 23.
32.7. Hlaðgerðarkot - Umsókn um byggingarleyfi 201904317
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
32.8. Lágholt 13 / Umsókn um byggingarleyfi 202001117
Jóhannes V. Gunnarsson Lágholti 13 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lágholt nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 19,46 m², 55,85 m³.
32.9. Liljugata 1. Umsókn um byggingarleyfi 202006097
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Liljugata nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 504,4 m², 1.614,6 m³.
32.10. Liljugata 3, Umsókn um byggingarleyfi 202006098
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 5 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Liljugata nr. 1, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 504,4 m², 1.656,6 m³.
32.11. Skák, sumarhús í landi Hraðastaða, Umsókn um byggingarleyfi 202003061
Guðmundur Þór GunnarssonReiðvaði 7 Reukjavík sækir um leyfi til að byggja við frístundahús viðbyggingu úr timbri á frístundalóð nr. 123664 úr landi Hraðastaða. Stækkun: 110,4 m², 277,6 m³.
32.12. Súluhöfði 57, Umsókn um byggingarleyfi 202004186
Stefán Gunnar Jósaftsson Smárarima 44 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Súluhöfði nr. 57, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 211,2 m², bílgeymsla 35,2 m², 882,37 m³.32.13. Sveinsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi 202005147
Guðbjörg Magnúsdóttir Sveinsstöðum sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhús viðbyggingu úr timbri á lóðinni Sveinsstaðir í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 24,4 m², 100,7 m³