Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. júní 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfusson Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Funda­dagskrá 2022202110424

    Lögð verður fram til kynningar starfsáætlun skipulagsnefndar út árið 2022. Skipulagsfulltrúi fer yfir helstu yfirstandandi skipulagsverkefni auk annarra verka sem eru í undirbúningi.

    Lagt fram og kynnt.

    • 2. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

      Lögð er fram til afgreiðslu breyting á aðalskipulagi fyrir Dalland í Miðdal þar sem óbyggðu landi er breytt í landbúnaðarland. Hjálögð er minjaskráning landsins og umsögn Minjastofnunar Íslands um hana og skipulagið dags. 07.06.2022.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og skal hún hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 3. Kæra til ÚUA vegna ákvörð­un­ar bygg­inga­full­trúa vegna Leiru­tanga 10202110356

      Lögð er fram til kynningar niðurstaða í kærumáli nr. 159/2021, vegna samþykktar byggingarfulltrúa á byggingaráformum fyrir Leirutanga 10, dags. 22.09.2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar. Hjálögð er kæra auk athugasemda Mosfellsbæjar.

      Lagt fram og kynnt.

    • 4. Íþróttamið­stöð við Varmá - deili­skipu­lags­breyt­ing202206051

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi fyrir íþróttamiðstöðina við Varmá. Breytingin byggir á að auka leyfilegt byggingarmagn nýrrar þjónustubyggingar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una óveru­lega með til­liti til gild­andi skipu­lags og um­fangs bygg­inga. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins sveit­ar­fé­lag­ið sjálft hags­muna­að­ila máls. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

    • 5. Suð­ur­lands­veg­ur inn­an Mos­fells­bæj­ar og Kópa­vogs - sam­eig­in­legt deili­skipu­lag202205199

      Lögð eru fram til kynningar drög að sameiginlegu deiliskipulagi Kópavogs og Mosfellsbæjar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Geitháls við Hólmsá að Lögbergsbrekku við Lækjarhlíð. Stærsti hluti skipulagsins tilheyrir Kópavogsbæ. Gögn eru unnin af Eflu verkfræðistofu.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls.

      • 6. Leiru­tangi 13A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202205045

        Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jónu Magneu Magnúsdóttur, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 13A. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 473. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Hjálagt er skriflegt samþykki annarra húseigenda 13A og 13B.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

      • 7. Nýi Skerja­fjörð­ur- Reykja­vík­ur­borg- breyt­ing á deili­skipu­lagi202205017

        Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.4.2022, vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Athugasemdafrestur er frá 27.04.2022 til og með 13.06.2022.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd­ir við til­lög­una.

      • 8. Rýni­hóp­ar Gallup vegna þjón­ustu við aldr­aða, fatl­aða og á sviði skipu­lags­mála202201442

        Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021. Málinu er vísað til kynningar nefndarinnar af 1535. fundi bæjarráðs. Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengill bæjarstjóra, kynnir gögn og niðurstöður.

        Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd legg­ur til að for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­mála verði fal­ið að koma með til­lögu að þjón­ustu­könn­un hjá þjón­ustu­þeg­um Um­hverf­is­sviðs.

        Gestir
        • Arnar Jónsson

        Fundargerðir til kynningar

        • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 469202204032F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 9.1. Lerki­byggð 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202203168

            Sum­ar­byggð ehf. Engja­vegi 10 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús úr timbri á lóð­inni Lerki­byggð nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: Íbúð 65,7 m², 214,8 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.2. Sölkugata 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202202200

            Halldór Ein­ars­son Stórakrika 46 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða einý­l­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Sölkugata nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
            Stærð­ir: Íbúð 279,9 m², bíl­geymsla 43,8 m², 963,1 m³.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 9.3. Vind­hóll opið skýli Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202105157

            Sig­ur­dór Sig­urðs­son Vindóli sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu opna 135,1 m² tækja­geymslu á lóð­inni Vind­hóll í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Lagt fram.

          • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 470202205010F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            • 10.1. Hjalla­hlíð 23 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202204265

              Sveinn Fjal­ar Ág­ústs­son sæk­ir um leyfi fyr­ir breyttri út­færslu ut­an­húss­frá­gangs áður sam­þykktr­ar vinnu­stofu á lóð­inni Hjalla­hlíð nr. 23. Stærð­ir breyt­ast ekki.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Lagt fram.

            • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 471202205014F

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

              • 11.1. Haga­land 2 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa 202105009

                Brynj­ar Elef­sen Ósk­ars­son Hagalandi 2 ósk­ar eft­ir um­sögn um áformaða stækk­un svala og við­bygg­ingu neðri hæð­ar ein­býl­is­húss á lóð­inni Haga­land nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stækk­un: Sval­ir 12,6 m², Íbúð 19,9 m², 55,6 m³.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram.

              • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 472202205019F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                • 12.1. Ála­foss 125136 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202204245

                  Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og stáli yf­ir­byggt útis­við á lóð­inni Ála­foss 125136 í sam­ræmi fram­lögð gögn. Stærð­ir: 21,7 m², 75,2 m³.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 12.2. Há­holt 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202204408

                  Festi hf. Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags veit­inga­sölu á lóð­inni Há­holt nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 12.3. Í Helga­fellslandi 125260 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202204455

                  Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf.Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til nið­urrifs og förg­un­ar frí­stunda­húss á lóð­inni Í Helga­fellslandi 125260 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                  Stærð­ir: -54,1 m².

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 12.4. Lund­ur 123710 - MHL 06 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006498

                  Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf.Lambhaga­vegi 23 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 06, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 12.5. Sölkugata 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205153

                  SBG & syn­ir ehf. Uglu­götu 34 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóð­inni Sölkugata nr. 13 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                  Stærð­ir: Íbúð 292,3 m², auka Íbúð 75,1 m², bíl­geymsla 28,4 m², 1.310,4 m³.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Lagt fram.

                • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 473202205031F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                  • 13.1. Arn­ar­tangi 18 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011385

                    Arn­ar Þór Björg­vins­son heim­ili sæk­ir um leyfi til að byggja við­bygg­ingu úr timbri ásamt breyt­ing­um innra skipu­lags ein­býl­is­húss á lóð­inni Arn­ar­tangi nr. 18, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bygg­ingaráform voru grend­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. At­huga­semda­frest­ur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust. Stækk­un: Íbúð og bíl­geymsla 52,1 m², 169,4 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 13.2. Leiru­tangi 13A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205045

                    Jóna Magnea Magnús­dótt­ir Han­sen sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús sól­skála úr stein­steypu, timbri og gleri á lóð­inni Leiru­tangi nr. 13A, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Sól­skáli 13,2 m², 35,5 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  • 13.3. Stóri­teig­ur 20 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202204084

                    Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son Stóra­teig 20 sæk­ir um leyfi til breyt­inga frá­rennslis­kerf­is og lagn­ingu nýrra dren­lagna á lóð­inni Stóri­teig­ur nr.20-26, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Lagt fram.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00