10. júní 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfusson Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundadagskrá 2022202110424
Lögð verður fram til kynningar starfsáætlun skipulagsnefndar út árið 2022. Skipulagsfulltrúi fer yfir helstu yfirstandandi skipulagsverkefni auk annarra verka sem eru í undirbúningi.
Lagt fram og kynnt.
2. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625201811119
Lögð er fram til afgreiðslu breyting á aðalskipulagi fyrir Dalland í Miðdal þar sem óbyggðu landi er breytt í landbúnaðarland. Hjálögð er minjaskráning landsins og umsögn Minjastofnunar Íslands um hana og skipulagið dags. 07.06.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi og skal hún hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Kæra til ÚUA vegna ákvörðunar byggingafulltrúa vegna Leirutanga 10202110356
Lögð er fram til kynningar niðurstaða í kærumáli nr. 159/2021, vegna samþykktar byggingarfulltrúa á byggingaráformum fyrir Leirutanga 10, dags. 22.09.2021. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar. Hjálögð er kæra auk athugasemda Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
4. Íþróttamiðstöð við Varmá - deiliskipulagsbreyting202206051
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi fyrir íþróttamiðstöðina við Varmá. Breytingin byggir á að auka leyfilegt byggingarmagn nýrrar þjónustubyggingar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega með tilliti til gildandi skipulags og umfangs bygginga. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið sjálft hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
5. Suðurlandsvegur innan Mosfellsbæjar og Kópavogs - sameiginlegt deiliskipulag202205199
Lögð eru fram til kynningar drög að sameiginlegu deiliskipulagi Kópavogs og Mosfellsbæjar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Geitháls við Hólmsá að Lögbergsbrekku við Lækjarhlíð. Stærsti hluti skipulagsins tilheyrir Kópavogsbæ. Gögn eru unnin af Eflu verkfræðistofu.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
6. Leirutangi 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202205045
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jónu Magneu Magnúsdóttur, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 13A. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 473. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið. Hjálagt er skriflegt samþykki annarra húseigenda 13A og 13B.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
7. Nýi Skerjafjörður- Reykjavíkurborg- breyting á deiliskipulagi202205017
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 29.4.2022, vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Athugasemdafrestur er frá 27.04.2022 til og með 13.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
8. Rýnihópar Gallup vegna þjónustu við aldraða, fatlaða og á sviði skipulagsmála202201442
Samantekt um helstu umbótaaðgerðir á sviði þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2021 og niðurstöður frekari rannsókna Gallup í lok árs 2021. Málinu er vísað til kynningar nefndarinnar af 1535. fundi bæjarráðs. Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengill bæjarstjóra, kynnir gögn og niðurstöður.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur til að forstöðumanni þjónustu- og samskiptamála verði falið að koma með tillögu að þjónustukönnun hjá þjónustuþegum Umhverfissviðs.
Gestir
- Arnar Jónsson
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 469202204032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Lerkibyggð 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203168
Sumarbyggð ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús úr timbri á lóðinni Lerkibyggð nr. 6, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 65,7 m², 214,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Sölkugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202200
Halldór Einarsson Stórakrika 46 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Sölkugata nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 279,9 m², bílgeymsla 43,8 m², 963,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.3. Vindhóll opið skýli Umsókn um byggingarleyfi 202105157
Sigurdór Sigurðsson Vindóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna 135,1 m² tækjageymslu á lóðinni Vindhóll í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 470202205010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Hjallahlíð 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204265
Sveinn Fjalar Ágústsson sækir um leyfi fyrir breyttri útfærslu utanhússfrágangs áður samþykktrar vinnustofu á lóðinni Hjallahlíð nr. 23. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 471202205014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Hagaland 2 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa 202105009
Brynjar Elefsen Óskarsson Hagalandi 2 óskar eftir umsögn um áformaða stækkun svala og viðbyggingu neðri hæðar einbýlishúss á lóðinni Hagaland nr. 2, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: Svalir 12,6 m², Íbúð 19,9 m², 55,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 472202205019F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Álafoss 125136 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204245
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli yfirbyggt útisvið á lóðinni Álafoss 125136 í samræmi framlögð gögn. Stærðir: 21,7 m², 75,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Háholt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204408
Festi hf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga innra skipulags veitingasölu á lóðinni Háholt nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Í Helgafellslandi 125260 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204455
Byggingafélagið Bakki ehf.Þverholti 2 sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar frístundahúss á lóðinni Í Helgafellslandi 125260 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: -54,1 m².Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.4. Lundur 123710 - MHL 06 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006498
Laufskálar fasteignafélag ehf.Lambhagavegi 23 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 06, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.5. Sölkugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205153
SBG & synir ehf. Uglugötu 34 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á neðri hæð á lóðinni Sölkugata nr. 13 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 292,3 m², auka Íbúð 75,1 m², bílgeymsla 28,4 m², 1.310,4 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 473202205031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011385
Arnar Þór Björgvinsson heimili sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri ásamt breytingum innra skipulags einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn. Byggingaráform voru grendarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021, engar athugasemdir bárust. Stækkun: Íbúð og bílgeymsla 52,1 m², 169,4 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Leirutangi 13A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205045
Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús sólskála úr steinsteypu, timbri og gleri á lóðinni Leirutangi nr. 13A, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Sólskáli 13,2 m², 35,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.3. Stóriteigur 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204084
Sveinn Óskar Sigurðsson Stórateig 20 sækir um leyfi til breytinga frárennsliskerfis og lagningu nýrra drenlagna á lóðinni Stóriteigur nr.20-26, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.