13. maí 2020 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Tillaga um heimild til að halda fjarfundi í bæjarstjórn og nefndum.202003310
Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi að fundir bæjarstjórnar og fastanefnda skuli fara fram með rafrænum hætti. Í ljósi tilslakana af hálfu Almannavarna er lögð til breytt tillaga sem felur í sér heimild til fjarfunda. Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 18. maí 2020 á þeim grundvelli að ríkislögreglusstjóri hefur lýst yfir neyðarástandi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid 19. Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins. Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað. Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti og undirritaðar með hefðbundnum hætti þegar nefndir koma að nýju saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi. Samþykkt þessi gildir til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillögu um að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins í samræmi við tillöguna.
2. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019201912352
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2019.
Bókun L-lista:
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir sínar, sem fram voru settar við fyrri umræðu um ársreikning Mosfellsbæjar þann 29. apríl sl. Þakkir til stjórnsýslu og endurskoðanda Mosfellsbæjar fyrir framsetningu ársreikningsins fyrir árið 2019 og ekki síður þakkir til stjórnenda sveitarfélagsins fyrir góða eftirfylgni og passasemi í rekstri þeirra stofnana Mosfellsbæjar, sem þeir veita forstöðu.A hluti ársreikningsins 2019 sýnir að aukning rekstrartekna umfram aukningu rekstrargjalda er um 23 milljónir króna. Afskriftir til gjalda aukast um 64 milljónir króna og fjármagnsgjöld lækka um 136 milljónir króna.
Summa þessara talna, eru 95 milljónir króna, gerir það að verkum að áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2019 fer úr afgangi uppá 218 milljónir krónar í afgang uppá 313 milljónir króna sem alfarið er að þakka lækkandi fjármagnskostnaði á árinu 2019.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnti á það við afgreiðslu ársreiknings fyrir árið 2018 sem fram fór á 737. fundi bæjarstjórnar fyrir um ári síðan að einskiptistekjur eins og gatnagerðartekjur gætu lækkað snarlega. Það hefur einmitt gerst á árinu 2019 að gatnagerðartekjur minnkuðu milli áranna 2018 og 2019 um 450 milljónir króna.
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins bendir á að veltufjárhlutfall A B hluta í rekstri bæjarins, skv. ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir starfsárið 2019, lækkar úr 0,62 árið 2018 niður í 0,45 2019 (27% lækkun) sem og veltufé frá rekstri lækkar úr 1,75 árið 2018 í 1,26 fyrir árið 2019 (28% lækkun). Bent skal á að veltufjárhlutfall A hluta lækkar úr 0,48 árið 2018 í 0,37 árið 2019 sem er graf alvarleg staða (23% lækkun). Þetta lýsir talsvert verri fjárhagslegri afkomu Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 en fyrir árið 2018. Þessi þróun vekur miklar áhyggjur í ljósi þess sem framundan er vegna áhrifa á COVID-19 faraldrinum. Samkvæmt ábendingu í ársreikningnum sjálfum sem hér er til umræðu er ljóst að COVID 19 muni leiða til mikils samdráttar í tekjum sveitarfélagsins. Svokallað skuldaviðmið, skv. tilsvarandi reglugerð, fer úr 77,6% fyrir árið 2018 í 84,7%. Sé litið til allra skulda Mosfellsbæjar óháð framangreindri reglugerð fer það úr 109% í 113% sem vekur einnig miklar áhyggjur í ljósi ástandins. Útsvarstekjur einar og sér nema 71% af tekjum Mosfellsbæjar utan framlags Jöfnunarsjóðs. Sé hlutur Jöfnunarsjóðs tekinn með nema útsvarstekjur um 60% af heildartekjum bæjarfélagsins. Í dag, skv. tölum Vinnumálastofnunar, eru 16,2% (frá apríl 2020) atvinnulausir í Mosfellsbæ. Þetta atvinnuleysi nú mun hafa umtalsverð áhrif á tekjur bæjarins. Heildarskuldir A B hluta í rekstri bæjarins hafa aukist umtalsvert og sé miðað við heildarskuldir á hvern íbúa (sbr. tölur um fjölda íbúa frá Hagstofu Íslands) hækka þær um 15% á milli ára, þ.e. frá árinu 2018 til 2019. Þetta er mesta aukning skulda á hvern íbúa frá árinu 2011. Þakkir eru færðar til starfsmanna Mosfellsbæjar sem unnið hafa að daglegum störfum í bænum og hér að frágangi ársreiknings en samhliða er bent á að þessi niðurstaða er á ábyrgð pólitísks meirihluta í Mosfellsbæ eðli máls samkvæmt.Bókun S-lista:
Starfsfólk Mosfellsbæjar á þakkir skildar fyrir að halda rekstrinum innan þess ramma sem settur er í stefnumörkun þess pólitíska meirihluta sem ræður ferðinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Rekstrarumhverfið hefur verið hagfellt sveitarfélaginu, lítil verðbólga og stór aukin fjölgun íbúa annað árið í röð. Íbúafjölguninni fylgja auknar útsvartekjur fyrir bæjarsjóð en líka aukin þjónustuþörf og innviðir sem þarf að huga að. Í ársreikningnum bendir KPMG á í skýringu 21 að áhrif Covid-19 heimsfaraldursins verði umtalsverð fyrir rekstur sveitarfélagsins. Sveitarfélagið stendur nú frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum vegna þess áfalls sem Covid-19 heimsfaraldurinn veldur almenningi og sveitarfélaginu og er mjög brýnt að haldið verði þétt um þá mikilvægu þjónustu sem sveitarfélagið veitir sínu fólki.Bókun C-lista:
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019 hefur verið lagður fram til síðari umræðu. Hann er í samræmi við upphaflegar áætlanir sem lagðar voru fram í fjárhagsáætlun og er ástæða til þess að þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf á síðasta ári. Áætlunin endurspeglar það góðæri sem hefur ríkt undanfarinn ár þótt aðeins hafi verið farið að halla undan fæti miðað við árið þar á undan. Skuldir hafa aukist á milli árana 2018 og 2019 en það er enþá svigrúm til skuldsetningar til þess að klára þær fjárfestingar sem hafnar eru og mæta þeim tekjumissi sem framundan er, Það er mikilvægt í þeim þrengingum og óvissu sem framundan er.Bókun D- og V- lista:
Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 416 milljónir sem er um 26 milljóna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifum í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaði en ráð var gert fyrir.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun. Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 9.626 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 9.345 milljónum til reksturs málaflokka.
Rekstrarárangur síðustu ára þar sem sveitarfélagið hefur verið rekið með góðum afgangi er nú hluti af getu Mosfellsbæjar til að taka á móti þeim mótvindi sem ríkir vegna neikvæðra efnahagslegra áhrifa af Covid 19 faraldrinum. Árangurinn styður því við þá endurreisn sem nú stendur fyrir dyrum.
Sem fyrr viljum við nota þetta tilefni til að þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar, kjörnum fulltrúum og nefndarfólki fyrir þeirra þátt í þessari góðu rekstrarniðurstöðu hjá Mosfellsbæ.****
Tillaga S-lista:
Geri að tillögu minni að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins séu lagðar fyrir bæjarráð til kynningar.Tillaga S-lista er samþykkt með 9 atkvæðum.
****
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2019 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar: Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 12.422 mkr. Laun og launatengd gjöld 5.445 mkr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 131 mkr. Annar rekstrarkostnaður 5.418 mkr. Afskriftir 453 mkr. Fjármagnsgjöld 542 mkr. Tekjuskattur 15 mkr. Rekstrarniðurstaða jákvæð um 416 mkr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 21.257 mkr. Skuldir og skuldbindingar: 14.059 mkr. Eigið fé: 7.197 mkr.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild
- Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
- Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1441202004025F
Fundargerð 1441. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 761. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020. 201912076
Minnisblað um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Sumarstörf 2020 202004287
Sumarstörf hjá Mosfellsbæ. Tímabundin átaksstörf í sumar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Endurskoðun skipulags og stjórnarhátta byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu. 202004304
Kynning frá Strategíu á fyrstu drögum að tillögum að endurskoðun á skipulagi og stjórnarháttum byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags. 201905159
Lagt fyrir bæjarráð minnisblað umhverfissviðs vegna uppbyggingar á Æsustaðalandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Göngustígar Mosfellsdal. 202004176
Ósk um gerð gönguleiða í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17. 201912244
Máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625 201811119
Á 512. fundi skipulagsnefndar og á 758. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja skyldi drög að samkomulagi fyrir bæjarráð. Meðfylgjandi eru drög að samkomulagi og afsali á spildu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Minnkandi starfshlutfall - atvinnuleysi. 202004177
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitafélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Vatnstjón í Lágafellslaug. 202004305
Vatnstjón varð í Lágafellslaug 25 apríl 2020. Upplýsingar veittar um stöðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn. 202004271
Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1441. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1442202005001F
Fundargerð 1442. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 761. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2019. 201912352
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar 2019 lagður fram til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur 2020 202003482
Fjárhagsleg áhrif Covid-19 á rekstur Mosfellbæjar. Minnisblað um áætlun skatttekna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Framkvæmdir 2020. 202002307
Yfirlitskynning framkvæmda fyrir árið 2020 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Kæra til Yfirfasteignamatsnefndar vegna Völuteigs 17. 201912244
Til upplýsingar - máli vísað frá yfirfasteignamatsnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - beiðni um umsögn 202004362
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna - beiðni um umsögn fyrir 21. maí nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra - beiðni um umsögn. 202004361
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna launa þingmanna og ráðherra - beiðni um umsögn fyrir 21. maí.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn 202004271
Á 1441. fundi bæjarráðs var mannauðsstjóra, í samráði við framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjórafræðslusviðs, falið að rita umsögn um tillögu til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Umsögnin er meðfylgandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalUmsögn um þingsályktun um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.pdfFylgiskjalSamband íslenskra sveitarfélaga - Umsögn mál S-25 2020.pdfFylgiskjalTillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - beiðni um umsögn fyrir 6. maí
4.8. Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi 202004177
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitafélaga um fjölda sem nýtt hefur minnkandi starfshlutfall og upplýsingar um hlutfall atvinnuleysis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1442. fundar bæjarráðs samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 514202004030F
Fundargerð 514. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 761. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bugðufljót 9 - stækkun húss 202004201
Borist hefur erindi frá Emil Þór Guðmundssyni, f.h. lóðarhafa Bugðufljóts 9, með ósk um óverulega breytingu skipulags vegna stækkunar húss.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Fossatunga 17-19 - breyting á deiliskipulagi 202001154
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Kristni Ragnarssyni KR-Ark, f.h. lóðarhafa, fyrir Fossatungu 17-19. Erindi dags. 23.03.2020.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Skák, sumarhús í landi Hraðastaða - umsókn um byggingarleyfi 202003061
Borist hefur erindi frá, Guðmundi Þór Gunnarssyni, um umsókn vegna stækkunar á sumarhúsi í landi Hraðastaða L123664, í samræmi við framlögð gögn.
Erindinu var vísað til afgreiðslu nefndarinnar á 396. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Súluhöfði 53 - fyrirspurn 202004106
Borist hefur erindi dagsett 06.04.2020 frá Trípólí arkitektun, f.h. lóðarhafa, með fyrirspurn um byggingarskilmála í Súluhöfða. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Súluhöfði 34 - fyrirspurn 202004107
Borist hefur erindi frá Guðbirni Guðmundssyni, fh. lóðarhafa, vegna skilmálabreytinga fyrir lóðina að Súluhöfða 34.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Leirvogstunga 7 - ósk um stækkun lóðar 202003443
Stefán Þór Finnsson óskar eftir stækkun lóðar í Leirvogstungu 7.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Laxatunga 27 - ósk um stækkun lóðar 202004108
Borist hefur erindi frá Þórunni Vilmarsdóttur og Sigurpáli Torfasyni, dags. 7. apríl 2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 27.
Málinu var vísað til skipulagsnefndar á 1439. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Laxatunga 72, 74 og 102 - frágangur á lóðarmörkum 201907217
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 16.07.2019.
Erindið var síðast tekið fyrir á 492. fundi skipulagsnefndar. Nefndin vísaði til bókunar um yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi. Þeirri vinnu er nú lokið.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Laxatunga 102-106 - frágangur á lóðarmörkum 201907026
Borist hefur ósk frá Hildi Fransiska Bjarnadóttur um endurupptöku á erindi um stækkun lóðar, dags. 27.06.2018.
Erindið var síðast tekið fyrir á 501. fundi skipulagsnefndar. Nefndin bókaði "Skipulagsnefnd vísar erindinu til yfirstandandi vinnu hvað lóðarstækkanir varðar í Leirvogstunguhverfi." Þeirri vinnu er nú lokið.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Þokkabakki 2 - byggingarskilmálar 202004187
Borist hefur erindi frá Svölu Ágústsdóttur, f.h. eiganda að Þokkabakka 2, með ósk um óverulega breytingu á byggingarskilmálum skipulags. Erindi dags. 26.01.2020.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Desjamýri 10 - ósk um stækkun lóðar 201911298
Borist hefur erindi frá lóðarhafa Desjamýri 10, þar sem óskað er eftir lóðarstækkun. Erindið var fyrir bæjarráði 28.11.2019 og var því vísað til skipulagsfulltrúa til umsagnar. Ítrekun barst frá lóðarhafa 25.03.2020.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.12. Helgadalsvegur 60 - aðalskipulag 202004229
Borist hefur erindi, dags. 25.03.2020, frá Jens Páli Hafsteinssyni vegna endurskoðunar aðalskipulags. Óskað er eftir að breyta landi L229080 úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði.
Málinu var frestað vegan tímaskorts á fundi 513.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.13. Prufuholur vegna lagfæringa á fráveitulögnum við Varmá 202004262
Lagt fram erindi Mannvits um leyfi til að taka prufuholur innan hverfisverndar Varmár vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.14. Samgöngustígur og varmárræsi - Ævintýragarður - Nýframkvæmdir 201810370
Lög er fram ósk um framkvæmdaleyfi í samræmi við tillögu að hönnun um legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.15. Skemmd á göngustíg við Varmá hjá Eyrarhvammi 202004372
Borist hefur erindi frá umhverfisstjóra um skemmdir á göngustíg meðfram Varmá við Eyrarhvamm. Óskað er eftir heimild skipulagsnefndar vegna hverfisverndar fyrir úrbótum á svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.16. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi 201809062
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir og athugasemdir vegna auglýstrar tillögu að deiliskipulagsbreytingu hesthúsasvæðis við Varmárbakka. Umsagnarfrestur var til 10. apríl sl.
Umsögn barst frá Umhverfisstofnun, dags. 18. mars. 2020
Aðrar athugasemdir íbúa bárust 6. mars, 30. mars, 6. apríl, 8. apríl, 9. apríl og 10. apríl.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalUmsögn UmhverfisstofnunarFylgiskjalAthugasemdir - nafnalisti.pdfFylgiskjalAthugasemd 6. marsFylgiskjalAthugasemd 30. marsFylgiskjalUndirskriftarlisti 6. apríl - Nr.1FylgiskjalUndirskriftarlisti 6. apríl - Nr.2FylgiskjalAthugasemd 8. apríl.pdfFylgiskjalAthugasemd 9. aprílFylgiskjalAthugasemd 10. aprílFylgiskjalAthugasemd 10. apríl - FramhliðFylgiskjalAthugasemd 10. apríl - Bakhlið
5.17. Flugubakki 4F - stækkun hesthúss 202003222
Borist hefur erindi frá Hólmfríði Halldórsdóttur, f.h. eiganda að Flugubakka 4F, dags. 11.03.2020, með ósk um stækkun á hesthúsi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.18. Lundur í Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi 201908422
Lögð eru fram svör við athugasemdum sem bárust vegna auglýstrar tillögu. Deiliskipulagið lagt fram til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.19. Bílastæði við Mosfellskirkju - framkvæmdaleyfi 202004307
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. sóknarnefndar Lágafellskirkju, dags. 12.04.2020. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna yfirborðsfrágangs á bílastæðum austan kirkjunnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.20. Gróðurstöðvar Skeggjastöðum 202003407
Borist hefur erindi frá Einari Gunnarssyni, f.h. Grænna Skóga ehf., dags. 24.04.2020, með ósk um heimild til að taka prufuholur vegna uppbyggingar á Skeggjastöðum L123764.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.21. Laxnes 2 - nafnabreyting 202004296
Borist hefur erindi frá Þórarni Jónssyni, dags. 24.04.2020, um nafnabreytingu á Laxnesi 2 L203324.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.22. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík 2010-2030 - iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík 2018084560
Borist hefur útskrift úr gerðarbók skipulags- og samönguráðs Reykjavíkurborgar, dags. 15.04.2020.
Skipulagsráð samþykkti 01.04.2020 aðalskipulagsbreytingu á Álfsnesi skv. 1. og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.23. Leirutanga 10 - kæra vegna útgáfu byggingaleyfis 201902406
Lögð er til endurupptaka máls við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á byggingarleyfi sem gefið var út 01.02.2019.
Endurupptaka er á grundvelli nýrra gagna.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.24. Stígur meðfram Varmá 201511264
Starfsmenn Alta, Halldóra Hrólfsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir, kynna umhverfisskipulag og hugmyndir um þróun gönguleiðar meðfram Varmá.
Kynning hefst klukkan 8:40.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.25. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 37 202004031F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 514. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 208202004026F
Fundargerð 208. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 761. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Kynning á drögum að umhverfisskipulagi Varmár frá upphafi til ósa. Ráðgjafar Alta koma á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Áætlun um refaveiðar fyrir árin 2020-2022 202003081
Erindi Umhverfisstofnunar um áætlun um refaveiðar sveitarfélaga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Stofnhjólanet höfuðborgarsvæðisins - forgangsröðun verkefna 202004043
Kynning á drögum vinnuhóps um stofnhjólanet höfuðborgarsvæðisins um samræmingu og uppbyggingu stofnhjólanets höfuðborgarsvæðisins og forgangsröðun framkvæmda til ársins 2033.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal4913-006-MIN-V02-Stofnleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.pdfFylgiskjalVIÐAUKI A - Fundargerðir.pdfFylgiskjalVIÐAUKI B - Stofnleiðanet 2020-2033.pdfFylgiskjalVIÐAUKI C - Forgangsröðun yfirlitskort.pdfFylgiskjalVIÐAUKI D - Verkefnalisti og kostnaðarmat.pdfFylgiskjalVIÐAUKI D - Verkefnalisti og kostnaðarmat.pdf
6.4. Samgöngustígur & varmárræsi, Ævintýragarði - Nýframkvæmdir 201810370
Lögð fram til kynningar tillaga að hönnun og legu stofnstígs í gegnum Ævintýragarð með tengingum við Leirvogstungu og Háholt með þverun hverfisverndarsvæða við Köldukvísl og Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Prufuholur vegna lagfæringa á fráveitulögnum við Varmá 202004262
Lagt fram erindi Mannvits um leyfi til að taka prufuholur innan hverfisverndar Varmár vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Friðland við Varmrárósa, endurskoðun á mörkum 202002125
Erindi Umhverfisstofnunar um skipun í vinnuhóp vegna endurskoðunar á afmörkun friðlands við Varmárósa m.t.t. útbreiðslu fitjasefs og óska um beitarhólf, í tengslum við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ 201912163
Lögð fram drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Álafoss og Tungufoss í Mosfellsbæ, í framhaldi af vinnu samráðshóps um gerð stjórnunar- og verndaráætluna fyrir friðlýst svæði í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFridlysingar_Alafoss_hnitasett_kort_Ust_stadfest.pdfFylgiskjalFridlysing_Alafoss_friðlýsingarskilmálar_loka.pdfFylgiskjalFridlysingar_Tungufoss_friðlýsingarskilmalar_loka.pdfFylgiskjalFridlysingar_Tungufoss_hnitasett_kort_Ust_stadfest.pdfFylgiskjalDrög fyrir Tungufoss og Álafoss.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Álafoss DRÖG.pdfFylgiskjalstjórnunar og verndaráætlun Tungufoss DRÖG.pdf
6.8. Vatnaáætlun fyrir Ísland 2022 202004270
Bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar fyrir Ísland. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur nú verið auglýst til kynningar. Hér gefst tækifæri til að koma með ábendingar eða athugasemdir um verndun vatns sem gætu nýst við gerð vatnaáætlunarinnar sem mun taka gildi árið 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Skemmd á göngustíg við Varmá hjá Eyrarhvammi 202004372
Erindi um skemmdir á göngustíg meðfram Varmá við Eyrarhvamm
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 208. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 761. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 37202004031F
Fundargerð 37. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Reykjahvoll 5 og 7 (Efri-Reykir) - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201911088
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 4. mars til og með 24. apríl 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur í þjónustuveri.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi 201909399
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 10. mars til og með 24. apríl 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur í þjónustuveri.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Leiksvæði Snæfríðargötu 202001377
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 10. mars til og með 24. apríl 2020. Auglýsing birtist í Lögbirtingarblaðinu, Fréttablaðinu og á heimasíðu Mosfellsbæjar, uppdráttur var aðgengilegur í þjónustuveri.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 37. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 320. fundar Strætó bs202004155
Leiðrétt - Fundargerð 320. fundar Strætó bs
Fundargerð 320. fundar Strætó bs lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202004317
Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 486. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004318
Fundargerð 486. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 486. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 487. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004319
Fundargerð 487. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 487. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 488. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004320
Fundargerð 488. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 488. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 489. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004321
Fundargerð 489. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 489. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 490. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004322
Fundargerð 490. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 490. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 491. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004323
Fundargerð 491. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 491. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 492. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004324
Fundargerð 492. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 492. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
17. Fundargerð 493. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004325
Fundargerð 493. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 493. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
18. Fundargerð 494. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202004326
Fundargerð 494. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 494. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.
19. Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202005003
Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 761. fundi bæjarstjórnar.
20. Fundargerð 52. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis202005090
Fundargerð 52. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Fundargerð 52. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 761. fundi bæjarstjórnar.