Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. maí 2020 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Til­laga um heim­ild til að halda fjar­fundi í bæj­ar­stjórn og nefnd­um.202003310

    Bæjarstjórn samþykkti á 757. fundi að fundir bæjarstjórnar og fastanefnda skuli fara fram með rafrænum hætti. Í ljósi tilslakana af hálfu Almannavarna er lögð til breytt tillaga sem felur í sér heimild til fjarfunda. Tillaga: Bæjarstjórn Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi samþykkt með vísan til VI. bráðabirgðaákvæðis sveitastjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020 og 1., 2. og 5. tölul. auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, dags. 18. maí 2020 á þeim grundvelli að ríkislögreglusstjóri hefur lýst yfir neyðarástandi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid 19. Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrði 3. mgr. 17. gr. sveitastjórnarlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins. Notkun fjarfundarbúnaðar skal að jafnaði vera í samræmi við ákvæði í leiðbeiningum um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013, þó þannig að meirihluti nefndarmanna þarf ekki að vera á boðuðum fundarstað. Þá skal staðfesting fundargerða, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með tölvupósti og undirritaðar með hefðbundnum hætti þegar nefndir koma að nýju saman samkvæmt hefðbundnu fundarformi. Samþykkt þessi gildir til 18. júlí 2020 eða þar til önnur ákvörðun verður tekin.

    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með níu at­kvæð­um til­lögu um að heim­ilt verði að halda fundi bæj­ar­stjórn­ar og ann­arra fasta­nefnda sveit­ar­fé­lags­ins með fjar­fund­ar­bún­aði og víkja þann­ig frá skil­yrði 3. mgr. 17. gr. sveita­stjórn­ar­laga þar sem áskiln­að­ur er um mikl­ar fjar­lægð­ir eða erf­ið­ar sam­göng­ur inn­an sveit­ar­fé­lags­ins í sam­ræmi við til­lög­una.

    • 2. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2019201912352

      Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2019.

      Bók­un L-lista:
      Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar þakk­ir sín­ar, sem fram voru sett­ar við fyrri um­ræðu um árs­reikn­ing Mos­fells­bæj­ar þann 29. apríl sl. Þakk­ir til stjórn­sýslu og end­ur­skoð­anda Mos­fells­bæj­ar fyr­ir fram­setn­ingu árs­reikn­ings­ins fyr­ir árið 2019 og ekki síð­ur þakk­ir til stjórn­enda sveit­ar­fé­lags­ins fyr­ir góða eft­ir­fylgni og passa­semi í rekstri þeirra stofn­ana Mos­fells­bæj­ar, sem þeir veita for­stöðu.

      A hluti árs­reikn­ings­ins 2019 sýn­ir að aukn­ing rekstr­ar­tekna um­fram aukn­ingu rekstr­ar­gjalda er um 23 millj­ón­ir króna. Af­skrift­ir til gjalda aukast um 64 millj­ón­ir króna og fjár­magns­gjöld lækka um 136 millj­ón­ir króna.

      Summa þess­ara talna, eru 95 millj­ón­ir króna, ger­ir það að verk­um að áætluð rekstr­arnið­ur­staða árs­ins 2019 fer úr af­gangi uppá 218 millj­ón­ir krón­ar í af­gang uppá 313 millj­ón­ir króna sem al­far­ið er að þakka lækk­andi fjár­magns­kostn­aði á ár­inu 2019.

      Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar minnti á það við af­greiðslu árs­reikn­ings fyr­ir árið 2018 sem fram fór á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar fyr­ir um ári síð­an að ein­skiptis­tekj­ur eins og gatna­gerð­ar­tekj­ur gætu lækkað snar­lega. Það hef­ur ein­mitt gerst á ár­inu 2019 að gatna­gerð­ar­tekj­ur minnk­uðu milli ár­anna 2018 og 2019 um 450 millj­ón­ir króna.

      Bók­un M-lista:
      Full­trúi Mið­flokks­ins bend­ir á að veltu­fjár­hlut­fall A B hluta í rekstri bæj­ar­ins, skv. árs­reikn­ingi Mos­fells­bæj­ar fyr­ir starfs­ár­ið 2019, lækk­ar úr 0,62 árið 2018 nið­ur í 0,45 2019 (27% lækk­un) sem og veltufé frá rekstri lækk­ar úr 1,75 árið 2018 í 1,26 fyr­ir árið 2019 (28% lækk­un). Bent skal á að veltu­fjár­hlut­fall A hluta lækk­ar úr 0,48 árið 2018 í 0,37 árið 2019 sem er graf al­var­leg staða (23% lækk­un). Þetta lýs­ir tals­vert verri fjár­hags­legri af­komu Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2019 en fyr­ir árið 2018. Þessi þró­un vek­ur mikl­ar áhyggj­ur í ljósi þess sem framund­an er vegna áhrifa á COVID-19 far­aldr­in­um. Sam­kvæmt ábend­ingu í árs­reikn­ingn­um sjálf­um sem hér er til um­ræðu er ljóst að COVID 19 muni leiða til mik­ils sam­drátt­ar í tekj­um sveit­ar­fé­lags­ins. Svo­kallað skulda­við­mið, skv. til­svar­andi reglu­gerð, fer úr 77,6% fyr­ir árið 2018 í 84,7%. Sé lit­ið til allra skulda Mos­fells­bæj­ar óháð fram­an­greindri reglu­gerð fer það úr 109% í 113% sem vek­ur einn­ig mikl­ar áhyggj­ur í ljósi ástand­ins. Út­svar­s­tekj­ur ein­ar og sér nema 71% af tekj­um Mos­fells­bæj­ar utan fram­lags Jöfn­un­ar­sjóðs. Sé hlut­ur Jöfn­un­ar­sjóðs tek­inn með nema út­svar­s­tekj­ur um 60% af heild­ar­tekj­um bæj­ar­fé­lags­ins. Í dag, skv. töl­um Vinnu­mála­stofn­un­ar, eru 16,2% (frá apríl 2020) at­vinnu­laus­ir í Mos­fells­bæ. Þetta at­vinnu­leysi nú mun hafa um­tals­verð áhrif á tekj­ur bæj­ar­ins. Heild­ar­skuld­ir A B hluta í rekstri bæj­ar­ins hafa auk­ist um­tals­vert og sé mið­að við heild­ar­skuld­ir á hvern íbúa (sbr. töl­ur um fjölda íbúa frá Hag­stofu Ís­lands) hækka þær um 15% á milli ára, þ.e. frá ár­inu 2018 til 2019. Þetta er mesta aukn­ing skulda á hvern íbúa frá ár­inu 2011. Þakk­ir eru færð­ar til starfs­manna Mos­fells­bæj­ar sem unn­ið hafa að dag­leg­um störf­um í bæn­um og hér að frá­gangi árs­reikn­ings en sam­hliða er bent á að þessi nið­ur­staða er á ábyrgð póli­tísks meiri­hluta í Mos­fells­bæ eðli máls sam­kvæmt.

      Bók­un S-lista:
      Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar á þakk­ir skild­ar fyr­ir að halda rekstr­in­um inn­an þess ramma sem sett­ur er í stefnu­mörk­un þess póli­tíska meiri­hluta sem ræð­ur ferð­inni í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Rekstr­ar­um­hverf­ið hef­ur ver­ið hag­fellt sveit­ar­fé­lag­inu, lít­il verð­bólga og stór aukin fjölg­un íbúa ann­að árið í röð. Íbúa­fjölg­un­inni fylgja aukn­ar út­svar­tekj­ur fyr­ir bæj­ar­sjóð en líka aukin þjón­ustu­þörf og inn­við­ir sem þarf að huga að. Í árs­reikn­ingn­um bend­ir KPMG á í skýr­ingu 21 að áhrif Covid-19 heims­far­ald­urs­ins verði um­tals­verð fyr­ir rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins. Sveit­ar­fé­lag­ið stend­ur nú frammi fyr­ir brýn­um úr­lausn­ar­efn­um vegna þess áfalls sem Covid-19 heims­far­ald­ur­inn veld­ur al­menn­ingi og sveit­ar­fé­lag­inu og er mjög brýnt að hald­ið verði þétt um þá mik­il­vægu þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lag­ið veit­ir sínu fólki.

      Bók­un C-lista:
      Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2019 hef­ur ver­ið lagð­ur fram til síð­ari um­ræðu. Hann er í sam­ræmi við upp­haf­leg­ar áætlan­ir sem lagð­ar voru fram í fjár­hags­áætlun og er ástæða til þess að þakka starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir vel unn­in störf á síð­asta ári. Áætl­un­in end­ur­spegl­ar það góðæri sem hef­ur ríkt und­an­far­inn ár þótt að­eins hafi ver­ið far­ið að halla und­an fæti mið­að við árið þar á und­an. Skuld­ir hafa auk­ist á milli ár­ana 2018 og 2019 en það er enþá svigrúm til skuld­setn­ing­ar til þess að klára þær fjár­fest­ing­ar sem hafn­ar eru og mæta þeim tekjum­issi sem framund­an er, Það er mik­il­vægt í þeim þreng­ing­um og óvissu sem framund­an er.

      Bók­un D- og V- lista:
      Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins er já­kvæð um 416 millj­ón­ir sem er um 26 millj­óna betri af­koma en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun árs­ins. Það skýrist af aukn­um tekj­um vegna hærri launa­tekna íbúa, meiri um­svif­um í sveit­ar­fé­lag­inu og lægri fjár­magns­kostn­aði en ráð var gert fyr­ir.
      Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í ágætu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Rekstr­ar­gjöld án af­skrifta og fjár­magnsliða námu 9.626 millj­ón­um en sam­kvæmt fjár­hags­áætlun var gert ráð fyr­ir að verja 9.345 millj­ón­um til rekst­urs mála­flokka.
      Rekstr­ar­ár­ang­ur síð­ustu ára þar sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur ver­ið rek­ið með góð­um af­gangi er nú hluti af getu Mos­fells­bæj­ar til að taka á móti þeim mótvindi sem rík­ir vegna nei­kvæðra efna­hags­legra áhrifa af Covid 19 far­aldr­in­um. Ár­ang­ur­inn styð­ur því við þá end­ur­reisn sem nú stend­ur fyr­ir dyr­um.
      Sem fyrr vilj­um við nota þetta til­efni til að þakka starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar, kjörn­um full­trú­um og nefnd­ar­fólki fyr­ir þeirra þátt í þess­ari góðu rekstr­arnið­ur­stöðu hjá Mos­fells­bæ.

      ****
      Til­laga S-lista:
      Geri að til­lögu minni að all­ar ábend­ing­ar end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins sem berast bæj­ar­stjóra og fjalla um mál­efni tengd innra eft­ir­liti, fjár­hags­kerfi og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins séu lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð til kynn­ing­ar.

      Til­laga S-lista er sam­þykkt með 9 at­kvæð­um.

      ****

      For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur árs­ins 2019 ásamt ábyrgða- og skuld­bind­inga­yf­ir­liti stað­fest­ur með níu at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur eru þess­ar: Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta: Rekstr­ar­tekj­ur: 12.422 mkr. Laun og launa­tengd gjöld 5.445 mkr. Hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar 131 mkr. Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 5.418 mkr. Af­skrift­ir 453 mkr. Fjár­magns­gjöld 542 mkr. Tekju­skatt­ur 15 mkr. Rekstr­arnið­ur­staða já­kvæð um 416 mkr. Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta: Eign­ir alls: 21.257 mkr. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 14.059 mkr. Eig­ið fé: 7.197 mkr.

      Gestir
      • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
      • Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild
      • Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
      • Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri
      • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
      • Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

    Fundargerð

    Fundargerðir til kynningar

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 22:05