7. desember 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) varamaður
- Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Á fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu og áréttar fyrri bókun sína frá fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 þar sem m.a. kemur fram að nefndin heimili umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni." Borist hefur viðbótarerindi.Frestað á 472. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
2. Bugðufljót 2 - breyting á deiliskipulagi201812044
Borist hefur erindi frá Guðmundi Bragasyni fh. Akralindar ehf. dags. 5. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Bugðufljóti 2.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
3. Teigsland - breyting/endurskoðun á aðalskipulagi201812045
Borist hefur erindi frá Jóni Pálma Gumundssyni fh. Teigslands dags. 27. nóvember 2018 varðandi breytingu/endurskoðun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu.
4. Bjargslundur 17- ósk um stækkun á núv. húsi og bygging bílskúrs.201805046
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum Skipulagsstofnunar á framfæri við skipulagshöfund með ósk um lagfæringu í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar, þannig að hægt verði að auglýsa tillöguna að nýju." Lögð fram ný tillaga.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
5. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um aðrar mögulegar útfærslur aðkomu." Lögð fram tillaga skipulagshönnuðar um aðra útfærslu aðkomu.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
6. Breyting á deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Borist hefur erindi frá eigendum lögbýlis Dalland landnr. 123625 dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lögbýlið Dalland.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með bréfriturum.
7. Dalland í Mosfellssveit - tillaga að nýju deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.201804237
Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi breyting: "Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsingar og felur skipulagsfulltrúa að kynna þær og afla viðeigandi umsagna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Nefndin samþykkir jafnframt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillögur verða auglýstar samhliða.
8. Framkvæmdaleyfi - reiðgötur í hesthúsahverfi á Varmárbökkum201609031
Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggur til við skipulagsnefnd að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem ma. kemur fram að ekki skuli leggja ræsi á stað þessum."
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við ákvæði deiliskipulags skv. 15. gr. skipulagslaga.
9. Sumarhús í landi Hrísbrúar, landnr. 123679201811031
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir frekari upplýsingum um stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð:"Umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurbótum og viðbyggingu á núverandi húsi að því gefnu að þær séu í samræmi við kvaðir aðalskipulags."
Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til málsins fyrr en áður umbeðin gögn varðandi stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar hafa borist nefndinni.
10. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu201804104
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða hvort breyting deiliskipulags fyrir Þverholt 21-23 og 25-27 sé í samræmi við skipulagslög." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
Bókun Þórunnar Magneu Jónsdóttur fulltrúa M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í skipulagsnefnd áréttar fyrri áform Mosfellsbæjar um að fjölga úrræðum fyrir leigjendur í bænum. Þær breytingar sem hafa verið gerðar og/eða eru áformaðar eru ekki í þeim anda sem lagt var upp með í upphafi. Hefur því leikreglum vegna þessa verkefnis verið breytt sem orkar tvímælis. Öll umræða um vöntun á minni og hagkvæmari íbúðum til sölu á fasteignamarkað mun ekki svara þörfum fyrir íbúðir á leigjendamarkaði sem lagt var upp með í upphafi.
Bókun Ólafs Inga ÓSkarssonar áheyrnarfulltrúa S-lista: Bæjarstjórn fól Skipulagsnefnd að fjalla um breytt deiliskipulag (m.a. varðandi fjölda íbúða og breytta nýtingu) að Þverholti 21-23 vegna óska frá Byggingarfélaginu Bakka. Bakki fer fram á að kvöð sem hvílir á Þverholti 27, og var auglýst sem skilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar, um að þar skuli bara byggja og standa leiguíbúðir verði flutt yfir á óbyggt hús á lóð nr. 21 og 23 og íbúðum þar fjölgað. Rök Bakka fyrir þessu eru, að markaðurinn sé að kalla eftir minni og ódýrari íbúðum sem geti hentað vel fyrir stúdenta- og iðnnema þar sem leiguverð verði hóflegt. Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar getur ekki fallist á þessi rök, sem byggjast ekki á neinu haldbæru öðru en að vísað sé til einhverrar umræðu eða óljósra markaðsaðstæðna hverju sinni. Hugsa beri til lengri tíma með það að markmiði að byggja upp virkan leigumarkað í Mosfellsbæ með mismunandi þarfir íbúa í huga.
Einnig beri að líta til þess að umræddar lóðir voru auglýstar með þessum kvöðum á sínum tíma og því skuli gæta jafnræðis milli byggingaraðila og breyta ekki skilmálum eftir á. Ætla má að ef leitað hefði verið eftir tilboðum í þessar lóðir á sínum tíma án núverandi kvaða hefðu umsækjendur um lóðina verið fleiri og gjald fyrir þær verið til muna hærra en raun bar vitni.
Ekki verður séð að neitt sé því til fyrirstöðu að skoðað verði að breyta skilmálum hvað varðar lóðirnar nr. 21 og 23 með það fyrir augum að fjölga þar íbúðum sem geti hentað vel fyrir stúdenta og iðnnema og e.t.v. fleiri, án þess að skilmálum lóðarinnar nr. 27 sé breytt.
Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista, fulltrúar L og M lista sitja hjá.11. Kortlagning hávaða og gerð aðgerðaætlunar 2018201809279
Á 193. fundi umhverfisnefndar 22. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Umhverfisnefnd vísar málinu til skipulagsnefndar til upplýsinga og hvetur til að upplýsingar þessar verði nýttar í skipulagsmálum bæjarins í framtíðinni."
Lagt fram, umræður um málið.
12. Reykjahvoll 9a - ósk um breytingu á deiliskipulagi201810273
Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár. Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggst gegn því að veitt verði heimild til að reist verði bygging á lóðinni þar sem unnið er að umhverfisskipulagi Varmár."
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem lóðin er á hverfiverndarsvæði Varmár, einnig er Varmá á náttúruminjaskrá.
13. Skarhólabraut 1 - breyting á deiliskipulagi201811313
Lögð fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarhólabraut 1.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa, að beiðni Mosfellsbæjar, að hefja vinnu við breytingu deiliskipulags lóðarinnar.
14. Tvöföldun aðreina inná Vesturlandsveg201812058
Borist hefur erindi frá Stefáni Ómari Jónssyni dags. 4. desember 2018 varðandi aðrein inná Vesturlandsveg.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til gerðar deiliskipulags fyrir Vesturlandsveg. Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að hún samþykki að beina þeirri ósk til Vegagerðarinnar, að samhliða tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Reykjavegar, verði hugað að tvöföldun aðreina inn í hringtorg móts við Reykjaveg og Þverholt.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 350201811036F
Samþykkt.
15.1. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi 201805260
Laugar ehf. Sundlaugavegur 30a 105 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu íþróttahús sem viðbyggingu við núverandi íþróttamannvirki á lóðinni Lækjarhlíð nr.1A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 924,1 m², 2.881,659 m³.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 351201811042F
Samþykkt.
16.1. Hafravík (lóð í Úlfarsfellslandi), Umsókn um byggingarleyfi 201806025
Daníel Þórarinsson Stapaseli 311 Borgarbyggð sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi frístundahús á lóð í Úlfarsfellslandi, landeignarnr. 125503, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Fyrir breytingu 59,0 m², 194,7 m³, eftir breytingu 90,8 m², 378,4 m³.16.2. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi 201806286
Bjarni Össurarson og Sigrún Ó. Þorgeirsdóttir Suðurgötu 35 Reykjavík sækja um leyfi til að rífa og farga núverandi frístundahúsi á Laut, landeignarnr. 123752, í samræmi við framlögð gögn. Hafa skal samráð við Heilbrigðiseftirlit áður en framkvæmdir hefjast.
16.3. Brattahlíð 48-50, Umsókn um byggingarleyfi. 201811149
Tré-Búkki ehf Suðurhúsum 2, 112 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Brattahlíð 48-50, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.hæð 222,8 m2, 2.hæð 222,8 m2. Brúttórúmmál 1.196,960 m3