Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. desember 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) varamaður
 • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varamaður
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hlíð­ar­tún 2a - bygg­ing par­húss á lóð­inni að Hlíð­ar­túni 2a201609159

  Á fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu og áréttar fyrri bókun sína frá fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 þar sem m.a. kemur fram að nefndin heimili umsækjanda að leggja fram tillögu að einbýlishúsi á lóðinni." Borist hefur viðbótarerindi.Frestað á 472. fundi.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

 • 2. Bugðufljót 2 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201812044

  Borist hefur erindi frá Guðmundi Bragasyni fh. Akralindar ehf. dags. 5. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Bugðufljóti 2.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

 • 3. Teigs­land - breyt­ing/end­ur­skoð­un á að­al­skipu­lagi201812045

  Borist hefur erindi frá Jóni Pálma Gumundssyni fh. Teigslands dags. 27. nóvember 2018 varðandi breytingu/endurskoðun aðalskipulags.

  Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ingu á mál­inu.

 • 4. Bjarg­slund­ur 17- ósk um stækk­un á núv. húsi og bygg­ing bíl­skúrs.201805046

  Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum Skipulagsstofnunar á framfæri við skipulagshöfund með ósk um lagfæringu í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar, þannig að hægt verði að auglýsa tillöguna að nýju." Lögð fram ný tillaga.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

 • 5. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma201809165

  Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin felur skipulagsfulltrúa að ræða við skipulagshönnuð um aðrar mögulegar útfærslur aðkomu." Lögð fram tillaga skipulagshönnuðar um aðra útfærslu aðkomu.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

 • 6. Breyt­ing á deili­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

  Borist hefur erindi frá eigendum lögbýlis Dalland landnr. 123625 dags. 8. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lögbýlið Dalland.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að funda með bréf­rit­ur­um.

 • 7. Dal­land í Mos­fells­sveit - til­laga að nýju deili­skipu­lagi og breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.201804237

  Á 464. fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi breyting: "Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsingar og felur skipulagsfulltrúa að kynna þær og afla viðeigandi umsagna." Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi verði send Skipu­lags­stofn­un til at­hug­un­ar og síð­an aug­lýst í sam­ræmi við 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga. Nefnd­in sam­þykk­ir jafn­framt að til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Til­lög­ur verða aug­lýst­ar sam­hliða.

 • 8. Fram­kvæmda­leyfi - reið­göt­ur í hest­húsa­hverfi á Varmár­bökk­um201609031

  Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggur til við skipulagsnefnd að framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ákvæði deiliskipulags þar sem ma. kemur fram að ekki skuli leggja ræsi á stað þessum."

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við ákvæði deili­skipu­lags skv. 15. gr. skipu­lagslaga.

 • 9. Sum­ar­hús í landi Hrís­brú­ar, landnr. 123679201811031

  Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem húsið stendur á hverfisverndarsvæði Köldukvíslar. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir frekari upplýsingum um stærð fyrirhugaðrar viðbyggingar." Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð:"Umhverfisnefnd leggst ekki gegn endurbótum og viðbyggingu á núverandi húsi að því gefnu að þær séu í samræmi við kvaðir aðalskipulags."

  Skipu­lags­nefnd get­ur ekki tek­ið af­stöðu til máls­ins fyrr en áður um­beð­in gögn varð­andi stærð fyr­ir­hug­aðr­ar við­bygg­ing­ar hafa borist nefnd­inni.

 • 10. Þver­holt 21-23 og 25-27 - um­sókn um deili­skipu­lags­breyt­ingu201804104

  Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni Mosfellsbæjar að skoða hvort breyting deiliskipulags fyrir Þverholt 21-23 og 25-27 sé í samræmi við skipulagslög." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu deili­skipu­lags.
  Bók­un Þór­unn­ar Magneu Jóns­dótt­ur full­trúa M-lista:
  Full­trúi Mið­flokks­ins í skipu­lags­nefnd árétt­ar fyrri áform Mos­fells­bæj­ar um að fjölga úr­ræð­um fyr­ir leigj­end­ur í bæn­um. Þær breyt­ing­ar sem hafa ver­ið gerð­ar og/eða eru áform­að­ar eru ekki í þeim anda sem lagt var upp með í upp­hafi. Hef­ur því leik­regl­um vegna þessa verk­efn­is ver­ið breytt sem ork­ar tví­mæl­is. Öll um­ræða um vönt­un á minni og hag­kvæm­ari íbúð­um til sölu á fast­eigna­markað mun ekki svara þörf­um fyr­ir íbúð­ir á leigj­enda­mark­aði sem lagt var upp með í upp­hafi.
  Bók­un Ólafs Inga ÓSk­ars­son­ar áheyrn­ar­full­trúa S-lista: Bæj­ar­stjórn fól Skipu­lags­nefnd að fjalla um breytt deili­skipu­lag (m.a. varð­andi fjölda íbúða og breytta nýt­ingu) að Þver­holti 21-23 vegna óska frá Bygg­ing­ar­fé­lag­inu Bakka. Bakki fer fram á að kvöð sem hvíl­ir á Þver­holti 27, og var aug­lýst sem skil­yrði fyr­ir út­hlut­un lóð­ar­inn­ar, um að þar skuli bara byggja og standa leigu­íbúð­ir verði flutt yfir á óbyggt hús á lóð nr. 21 og 23 og íbúð­um þar fjölgað. Rök Bakka fyr­ir þessu eru, að mark­að­ur­inn sé að kalla eft­ir minni og ódýr­ari íbúð­um sem geti hentað vel fyr­ir stúd­enta- og iðnnema þar sem leigu­verð verði hóf­legt. Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar get­ur ekki fall­ist á þessi rök, sem byggjast ekki á neinu hald­bæru öðru en að vísað sé til ein­hverr­ar um­ræðu eða óljósra mark­aðs­að­stæðna hverju sinni. Hugsa beri til lengri tíma með það að mark­miði að byggja upp virk­an leigu­markað í Mos­fells­bæ með mis­mun­andi þarf­ir íbúa í huga.
  Einn­ig beri að líta til þess að um­rædd­ar lóð­ir voru aug­lýst­ar með þess­um kvöð­um á sín­um tíma og því skuli gæta jafn­ræð­is milli bygg­ing­ar­að­ila og breyta ekki skil­mál­um eft­ir á. Ætla má að ef leitað hefði ver­ið eft­ir til­boð­um í þess­ar lóð­ir á sín­um tíma án nú­ver­andi kvaða hefðu um­sækj­end­ur um lóð­ina ver­ið fleiri og gjald fyr­ir þær ver­ið til muna hærra en raun bar vitni.
  Ekki verð­ur séð að neitt sé því til fyr­ir­stöðu að skoð­að verði að breyta skil­mál­um hvað varð­ar lóð­irn­ar nr. 21 og 23 með það fyr­ir aug­um að fjölga þar íbúð­um sem geti hentað vel fyr­ir stúd­enta og iðnnema og e.t.v. fleiri, án þess að skil­mál­um lóð­ar­inn­ar nr. 27 sé breytt.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D og V lista, full­trú­ar L og M lista sitja hjá.

 • 11. Kort­lagn­ing há­vaða og gerð að­gerða­ætl­un­ar 2018201809279

  Á 193. fundi umhverfisnefndar 22. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Umhverfisnefnd vísar málinu til skipulagsnefndar til upplýsinga og hvetur til að upplýsingar þessar verði nýttar í skipulagsmálum bæjarins í framtíðinni."

  Lagt fram, um­ræð­ur um mál­ið.

 • 12. Reykja­hvoll 9a - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201810273

  Á 470. fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar umhverfisnefndar þar sem lóðin stendur á hverfisverndarsvæði Varmár. Umhverfisnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 22. nóvember 2018 og var eftirfarandi bókun gerð: "Umhverfisnefnd leggst gegn því að veitt verði heimild til að reist verði bygging á lóðinni þar sem unnið er að umhverfisskipulagi Varmár."

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem lóð­in er á hverfi­vernd­ar­svæði Var­már, einn­ig er Varmá á nátt­úru­m­inja­skrá.

 • 13. Skar­hóla­braut 1 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811313

  Lögð fram tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skarhólabraut 1.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa, að beiðni Mos­fells­bæj­ar, að hefja vinnu við breyt­ingu deili­skipu­lags lóð­ar­inn­ar.

  • 14. Tvö­föld­un að­reina inná Vest­ur­landsveg201812058

   Borist hefur erindi frá Stefáni Ómari Jónssyni dags. 4. desember 2018 varðandi aðrein inná Vesturlandsveg.

   Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til gerð­ar deili­skipu­lags fyr­ir Vest­ur­landsveg. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að leggja til við bæj­ar­stjórn að hún sam­þykki að beina þeirri ósk til Vega­gerð­ar­inn­ar, að sam­hliða tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar milli Skar­hóla­braut­ar og Reykja­veg­ar, verði hug­að að tvö­föld­un að­reina inn í hringtorg móts við Reykja­veg og Þver­holt.

  Fundargerðir til kynningar

  • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 350201811036F

   Sam­þykkt.

   • 15.1. Lækj­ar­hlíð 1A, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201805260

    Laug­ar ehf. Sund­lauga­veg­ur 30a 105 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu íþrótta­hús sem við­bygg­ingu við nú­ver­andi íþrótta­mann­virki á lóð­inni Lækj­ar­hlíð nr.1A, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 924,1 m², 2.881,659 m³.

   • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 351201811042F

    Sam­þykkt.

    • 16.1. Hafra­vík (lóð í Úlfars­fellslandi), Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201806025

     Daníel Þór­ar­ins­son Stapa­seli 311 Borg­ar­byggð sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við nú­ver­andi frí­stunda­hús á lóð í Úlfars­fellslandi, land­eign­arnr. 125503, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð­ir: Fyr­ir breyt­ingu 59,0 m², 194,7 m³, eft­ir breyt­ingu 90,8 m², 378,4 m³.

    • 16.2. Laut-Dælu­stöðv­arveg­ur 4B, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201806286

     Bjarni Öss­ur­ar­son og Sigrún Ó. Þor­geirs­dótt­ir Suð­ur­götu 35 Reykja­vík sækja um leyfi til að rífa og farga nú­ver­andi frí­stunda­húsi á Laut, land­eign­arnr. 123752, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Hafa skal sam­ráð við Heil­brigðis­eft­ir­lit áður en fram­kvæmd­ir hefjast.

    • 16.3. Bratta­hlíð 48-50, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201811149

     Tré-Búkki ehf Suð­ur­hús­um 2, 112 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 4 íbúða fjöl­býl­is­hús á lóð­inni Bratta­hlíð 48-50, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 1.hæð 222,8 m2, 2.hæð 222,8 m2. Brúttó­rúm­mál 1.196,960 m3

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00