27. mars 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Verkefnastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunguhverfi - tillaga að stækkun lóða202001285
Lagt er fyrir skipulagsnefnd minnisblað og uppdráttur vegna lóðarstækkana í Leirvogstunguhverfi.
Uppdráttur og tillögur kynntar og ræddar. Uppdráttinn má mögulega nýta til viðmiðunar við stækkun lóða berist slíkar óskir frá íbúum.
2. Kvíslartunga 32 - ósk um stækkun lóðar201905281
Íris Wigelund Petursdottir óskar eftir stækkun lóðar í Kvíslartungu 32.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal taka mið af tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða.
3. Kvíslartunga 118 - ósk um stækkun lóðar201906050
Vilhjálmur Bjarnason óskar eftir stækkun lóðar í Kvíslartungu 118.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd heimilar að umsækjandi leggi fram tillögu um stækkun fyrir svæði 1 og 2, sbr. umsókn.
4. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar201902109
Magnús Kristinsson óskar eftir stækkun lóðar í Kvíslartungu 84.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin skal taka mið af tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða.
5. Leirvogstunga 35 - ósk um stækkun lóðar201812221
Óskar Jóhann Sigurðsson óskar eftir stækkun lóðar í Leirvogstungu 35.
Skipulagsnefnd getur ekki heimilað umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem hugmyndir samræmast ekki tillögum deiliskipulagshöfunda um stækkanir lóða í hverfinu.
6. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625201811119
Lagt er fram minnisblað Esterar Petru Gunnarsdóttur, lögfræðings á Umhverfissviði, vegna Dallands. Á 508. fundi skipulagsnefndar 31. janúar 2020 samþykkti skipulagsnefnd að taka fyrir að nýju beiðni umsækjanda um breytingu aðalskipulags.
Minnisblaðið er kynnt og lögmanni bæjarins skal falið að ganga frá samkomulagi við málsaðila.
7. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur201912217
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ með ósk um umsögn vegna vinnslutillögu að breytingu aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Í breytingunni felst þróun og þétting byggðar á Fannborgarreit og Traðarreitur-vestur.
Lagt fram. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við gögn.
- FylgiskjalBr-ASK-nr8_Fannborgarreitur-Traðarreitur-vestur_Vinnslutillaga_2019_kynning-2mgr30gr_25.2.2020.pdfFylgiskjalFylgiskjal 1 - 19171_k190507_Hamraborg_Samgongur.pdfFylgiskjalFylgiskjal 2 - Minnisblað - Deiliskipulag miðbæjar Kópavogs ? Reitir B1-1 og B4-umhverfismat .pdfFylgiskjalFylgiskjal 3 - Hávaðakort - drög 27feb.pdfFylgiskjalFW: Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun - Breyting á aðalskipulagi - Fannborgarreitur - Traðarreitur-vestur. Vinnslutillaga..pdf
8. Lynghóll í landi Miðdals, breyting á deiliskipulagi202003245
Borist hefur erindi og uppdráttur til kynningar frá Arkís arkitektum, f.h. landeiganda í landi Lynghóls, þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu á L125346 þar sem mörk deiliskipulags eru stækkuð fyrir L125351.
Skipulagsnefnd samþykkir að deilskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Lynghóll úr landi Miðdals II - breyting á deiliskipulagi2019081000
Borist hefur uppdráttur til kynningar frá Arkís Arkitektum, f.h. landeiganda, dags. 10.03.2019, breytingu á deiliskipulagi L125325. Deiliskipulagsmörk eru stækkuð og ná einnig utan um L125364 og L125338. Sjö nýjar lóðir eru skilgreindar.
Skipulagsnefnd felur starfsfólki umhverfissviðs Mosfellsbæjar að funda með málsaðila vegna uppbyggingu innviða.
10. Markholt 2 - stækkun húss202003234
Borist hefur erindi frá Ólafi Sigurðssyni, dags. 15. mars 2020. Hann óskar eftir að byggja við núverandi hús lageraðstöðu um 95 fermetra.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna skuli erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Súluhöfði 55 - fyrirspurn202003317
Borist hefur erindi frá Pro-Ark ehf., f.h. lóðarhafa, um að byggja hús með mishæðóttu flötu þaki á lóð Súluhöfða 55.
Heimilt er að byggja hús með flötu þaki en vegghæð skal miða við 3,5 m skv. skipulagi. Innsendum teikningum er synjað.
12. Litlikriki 37, sótt um fastanúmer á aukaíbúð.202003225
Borist hefur erindi frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni dags. 12.03.2020 þar sem hann sækir um að fá fastanúmer á aukaíbúð að Litlakrika 73.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Laxatunga 121 - skipulagsskilmálar202003091
Borist hefur erindi frá Hrönn Ingólfsdóttur með ósk um heimild að byggja einbýlishús á lóðinni án bílskúrs.
Frestað vegna tímaskorts.