Gæðastund með börnunum
Það er ekki of oft kveðin vísa að heilbrigð og góð tengsl milli foreldra/forráðamanna og barna eru mikilvæg þroska og líðan barna. Barn sem fær allar sínar grunnþarfir uppfylltar eða nýtur ástar og umhyggju, fær næga næringu og finnur fyrir öryggi myndar að öllum líkindum góð tengsl við foreldra sína eða umönnunaraðila.
Þjónusta við eldri íbúa vekur athygli
Eldri Mosfellingum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár.
Hátíðin Heimsljós stækkar og stækkar
Ein stærsta heilsuhátíð landsins, Heimsljós, verður haldin í heilsubænum Mosfellsbæ helgina 18.-20. september. Hátíðin hefur virkilega fest sig í sessi sem góð aðsókn í fyrra staðfesti, þar sem fjöldi gesta tvöfaldaðist frá fyrra ári. „Dagskráin í ár er þéttari og flottari en nokkru sinni fyrr, spannar mjög breitt svið andlegrar sem líkamlegrar heilsu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir sem skipuleggur hátíðina ásamt Guðmundi Konráðssyni.
Vettvangskönnun á heiðinni
Undanfarin misseri hefur starfshópur verið að störfum á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það hlutverk að skilgreina betur notkun á stígum og slóðum í landi bæjarins. Þann 1. september hélt hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum bæjarins í vettvangskönnun á Mosfellsheiði og skoðaði meðal annars gamla Þingvallaveginn sem lagður var frá Geithálsi til Þingvalla seint á 19. öld.
Fyrstu umferðarljósin
Fyrstu umferðarljósin í Mosfellsbæ voru sett upp við Baugshlíð á dögunum. Þeim er ætlað að bæta umferðaröryggi skólabarna og íbúa á svæðinu. Ljósin eru staðsett við Lágafellsskóla og voru starfsmenn Rafgæða í óða önn að tengja búnaðinn þegar ljósmyndara bar að garði.
Þjóðarsáttmáli um læsi
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri í Mosfellsbæ undirrituðu á dögunum Þjóðarsáttmála um læsi. Undirritunin, sem fór fram á Gljúfrasteini, skuldbindur ríkið og sveitarfélagið til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Fjöldi viðburða í alþjóðlegri samgönguviku
Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16. – 22. september á hverju ári um alla Evrópu.
Miðsvæði við Sunnukrika, óveruleg breyting á aðalskipulagi 2011-2030
Bæjarstjórn samþykkti þann 9. september óverulega breytingu, sem felst í því að á miðsvæði við Sunnukrika verða heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum. Breytingin bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Kynning á deildum Aftureldingar 24. september 2015
Fimmtudaginn 24. september er opin kynning á starfsemi Aftureldingar milli kl. 17.00-19.00 fyrir foreldra og/eða forráðamenn.
Heimanámsaðstoð fyrir börn í 3. - 6. bekk hjá Mosfellsbæjardeild Rauða Kross Íslands
Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 3.- 6. bekk með heimanám og skólaverkefni frá kl.15:00-17:00 alla mánudaga í vetur. Nokkrir háskólanemar standa vaktina og viðveran er auðvitað þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika, eða hafa íslensku sem annað tungumál, nú eða bara vilja klára lærdóminn snemma í vikunni. þetta er nýtt verkefni innan Mosfellsbæjardeildar Rauða Krossins.
Ókeypis stærðfræðinámskeið fyrir grunnskólanemendur í Mosfellsbæ
Nýverið gaf Betra nám grunnskólabörnum í Mosfellsbæ (6.-10.bekk) kost á ókeypis grunnnámskeiði í stærðfræði.
Bíllausi dagurinn 22. september 2015 - Frítt í strætó
Þriðjudagurinn 22. september er bíllausi dagurinn í samgönguvikunni í Mosfellsbæ.
BMX partí 21. september 2015
Hjólreiðastígar víðs vegar um Mosfellsbæ
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli.
2 breytingartillögur: Golfvöllur, aðkoma og golfskáli og ný gata í Leirvogstunguhverfi
Á golfvelli er fyrirhugaður golfskáli færður vestar og bílastæði skilgreind. Fyrir Leirvogstunguhverfi er lagt til að ný gata komi austan Kvíslartungu og hverfið með því stækkað til austurs. Athugasemdafrestur er til 30. október.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2015 haldinn hátíðlegur í FMOS
Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í dag, föstudaginn 18. september, kl. 14:00 – 15:30.
Gjöf til bæjarbúa
Næstu helgi mun frjálsíþróttadeild Aftureldingar dreifa fjölnota innkaupapokum inn á öll heimili í Mosfellsbæ.
Hreyfivika UMFÍ 2015 - Göngur á fellin í Mosfellsbæ í fylgd með Ferðafélagi Íslands
Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi.
Betra grenndargámakerfi - Aukin flokkun og stærri gámar árið 2016
Þjónusta við grenndargáma í Mosfellsbæ er í útboði og er stefnt að því að nýtt og betra kerfi taki við í febrúar 2016. Breytingar verða á söfnunargámum frá 1. september og því mögulegar raskanir á þjónustu meðan verið er að skipta út gámum. Nýtt grenndargámakerfi, sem tekur við í febrúar, byggir á stærri gámum og auknum flokkunarmöguleikum þar sem gámar fyrir glerumbúðir munu bætast við á hluta grenndarstöðvanna. Á stærstu grenndarstöðvunum verður því hægt að flokka pappír, plastumbúðir, glerumbúðir, föt og klæði, dósir og flöskur.
Ný hjólaleiðakort fyrir Mosfellsbæ
Í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ hafa verið gefin út ný hjólakort fyrir íbúa og gesti bæjarins. Annars vegar hefur verið gefin út ný útgáfa af hjólastígakorti fyrir bæinn, sem sýnir alla helstu hjólastíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar hefur nú verið gefið út nýtt hjólastígakort með sérmerktum hjólaleiðum í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. er að finna áhugaverða 18 km fjallahjólaleið í Mosfellsdal.