Undanfarin misseri hefur starfshópur verið að störfum á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það hlutverk að skilgreina betur notkun á stígum og slóðum í landi bæjarins. Þann 1. september hélt hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum bæjarins í vettvangskönnun á Mosfellsheiði og skoðaði meðal annars gamla Þingvallaveginn sem lagður var frá Geithálsi til Þingvalla seint á 19. öld.
Undanfarin misseri hefur starfshópur verið að störfum á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það hlutverk að skilgreina betur notkun á stígum og slóðum í landi bæjarins.
Þann 1. september hélt hópurinn ásamt nokkrum starfsmönnum bæjarins í vettvangskönnun á Mosfellsheiði og skoðaði meðal annars gamla Þingvallaveginn sem lagður var frá Geithálsi til Þingvalla seint á 19. öld. Myndin er tekin við steinhlaðna brú á veginum. Fremstir eru Haukur Níelsson og Örn Jónasson en uppi á brúnni standa Úrsúla Jünemann, Guðrún Birna Sigmarsdóttir, Bjarki Bjarnason, Samson Bjarnar Harðarson og Bjarni Ásgeirsson. Tómas G. Gíslason tók myndina.
(Mosfellingur)