Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. september 2015

Eldri Mos­fell­ing­um hef­ur fjölgað um­tals­vert und­an­farin ár.

Það á við um eldri borg­ara sem aðra að fé­lags­legt sam­neyti og virkni er horn­steinn vellíð­un­ar. Það hef­ur fjöldi rann­sókna sýnt fram á. Þessi leið­ar­ljós, ásamt því að stuðla að mögu­leik­um eldra fólks til að búa við eðli­legt heim­il­is­líf eins lengi og unnt er, hafa ver­ið sem rauð­ur þráð­ur við mót­un þjón­ustu við þá sem komn­ir eru á efri ár.

„Það sem ein­kenn­ir þjón­ust­una í Mos­fells­bæ er að­gengi­leg og fjöl­breytt starf­semi. Í þjón­ustumið­stöð­inni Eir­hömr­um er fé­lags­st­arf eldri borg­ara og Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni (FaMos) til húsa og standa fyr­ir fjöl­breyttri starf­semi flesta virka daga árs­ins,“ seg­ir Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Einn­ig er þar hár­greiðslu­stofa og fóta­að­gerð­ar­fræð­ing­ur, mið­stöð fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu og dagdvöl.

Nauð­syn­leg þjón­ustu­keðja

Með þess­ari þjón­ustu stend­ur eldri borg­ur­um til boða fé­lags­skap­ur, mat­ur og hress­ing, að­staða til hreyf­ing­ar og tóm­stunda­iðju, skemmt­un og heilsu­fars­legt eft­ir­lit. Íbú­ar húss­ins í Eir­hömr­um, en þar eru 53 íbúð­ir, njóta sól­ar­hrings­þjón­ustu frá starfs­mönn­um fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu sem hef­ur gert mörg­um íbúa húss­ins kleift að búa leng­ur á eig­in heim­ili en ella.

„Segja má að opn­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra síðla árs 2013 hafi ver­ið síð­asti hlekk­ur­inn í nauð­syn­legri þjón­ustu­keðju við eldri borg­ara í bæj­ar­fé­lag­inu, en inn­an­gengt er á milli hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins og þjón­ustumið­stöðv­ar­inn­ar,“ seg­ir Unn­ur.

„Nú er svo kom­ið að horft er til Mos­fells­bæj­ar þeg­ar þjón­usta við eldri borg­ara er ann­ars veg­ar. Sem dæmi um það má nefna heim­sókn stjórn­enda öldrun­ar­þjón­ustu í Slóveníu í sum­ar sem kynntu sér upp­bygg­ingu og þjón­ustu við eldri borg­ara. Sama gerði fram­kvæmda­stjórn Vest­mann­eyja með bæj­ar­stjór­ann í broddi fylk­ing­ar.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00