Fimmtudaginn 24. september er opin kynning á starfsemi Aftureldingar milli kl. 17.00-19.00 fyrir foreldra og/eða forráðamenn.
Í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá kynna deildir félagsins starfsemi sína og svara spurningum um starfið. Bæklingar og æfingatöflur liggja frammi. Nýjar Aftureldingarvörur verða til sölu. Intersport verður með tilboð á Aftureldingarbúningum á liðadögum í verslun sinni þessa daga.
Hvetjum við áhugasama að koma og kynna sér hvað er í boði fyrir stóra og smáa.
Tengt efni
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ