Nýverið gaf Betra nám grunnskólabörnum í Mosfellsbæ (6.-10.bekk) kost á ókeypis grunnnámskeiði í stærðfræði.
Um er að ræða vandað stærðfræðinámskeið fyrir nemendur í 6.-10. bekk sem standa illa og þurfa hjálp og er þeim að kostnaðarlausu.
Ef barnið þitt fær sjaldan yfir 7 í einkunn í stærðfræði þá er þetta kjörið tækifærið að nýta sér og skrá barnið að kostnaðarlausu. Athugið að námskeiðið er ekki ætlað nemendum sem eru að jafnaði með 7 eða hærra í einkunn og þurfa einungis upprifjun.
Óðum styttist í samræmd próf og líklegt að margir þurfi og vilji herða róðurinn fyrir veturinn og því um að gera að skrá barnið.
Eins og áður sagði er skráning á námskeiðið ókeypis en í óákveðinn tíma.
Tengt efni
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.
Líf og fjör í Mosó í allt sumar
Það er nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar.
Barnadjasshátíð í Mosfellsbæ sú fyrsta sinnar tegundar
Dagana 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti.