Sjálfboðaliðar aðstoða börn í 3.- 6. bekk með heimanám og skólaverkefni frá kl.15:00-17:00 alla mánudaga í vetur. Nokkrir háskólanemar standa vaktina og viðveran er auðvitað þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika, eða hafa íslensku sem annað tungumál, nú eða bara vilja klára lærdóminn snemma í vikunni. þetta er nýtt verkefni innan Mosfellsbæjardeildar Rauða Krossins.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða börn í 3.- 6. bekk með heimanám og skólaverkefni frá kl.15:00-17:00 alla mánudaga í vetur. Nokkrir háskólanemar standa vaktina og viðveran er auðvitað þátttakendum að kostnaðarlausu. Létt og afslappað andrúmsloft þar sem hver og einn fer á eigin hraða.