Ein stærsta heilsuhátíð landsins, Heimsljós, verður haldin í heilsubænum Mosfellsbæ helgina 18.-20. september. Hátíðin hefur virkilega fest sig í sessi sem góð aðsókn í fyrra staðfesti, þar sem fjöldi gesta tvöfaldaðist frá fyrra ári. „Dagskráin í ár er þéttari og flottari en nokkru sinni fyrr, spannar mjög breitt svið andlegrar sem líkamlegrar heilsu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir sem skipuleggur hátíðina ásamt Guðmundi Konráðssyni.
Ein stærsta heilsuhátíð landsins, Heimsljós, verður haldin í heilsubænum Mosfellsbæ helgina 18.-20. september.
Hátíðin hefur virkilega fest sig í sessi sem góð aðsókn í fyrra staðfesti, þar sem fjöldi gesta tvöfaldaðist frá fyrra ári.
„Dagskráin í ár er þéttari og flottari en nokkru sinni fyrr, spannar mjög breitt svið andlegrar sem líkamlegrar heilsu,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir sem skipuleggur hátíðina ásamt Guðmundi Konráðssyni.
„Margir mjög flottir fyrirlestrar verða fluttir af okkar þekktasta heilsufólki. Svo sem Sollu Eiríksdóttur heilsukokk, 5 einföld skref að bættu mataræði, Matthildi Þorláksdóttur náttúrulækni, Auði Bjarnadóttur jógakennara og Haraldi Magnússyni osteopat. Þá verður mikið af meðferðaraðilum að gefa 20 mínútna prufutíma og yfir 30 kynningarborð verða á svæðinu.“ Dagskráin fer fram í Lágafellsskóla en nánari upplýsingar má finna á www.heimsljos.is.
Heilsuhátíð er haldin í Lágafellsskóla 18. – 20. september
(Mosfellingur)