Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, sem fram fer dagana 16. – 22. september á hverju ári um alla Evrópu.
Mosfellsbær tók að venju virkan þátt í samgönguvikunni með ýmsum viðburðum, eins og opnum fundum um heilsueflandi lífsstíl, málþingi um vistvænar samgöngur, útgáfu hjólastígakorta og BMX hátíðar á miðbæjartorginu. Þar sýndu BMX snillingar listir sýnar og leystu margvíslegar þrautir sem Mosfellsk ungmenni lögðu fyrir þá.