Bæjarstjórn samþykkti þann 9. september óverulega breytingu, sem felst í því að á miðsvæði við Sunnukrika verða heimilar allt að 100 íbúðir auk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum. Breytingin bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjarhefur þann 9. september 2015 samþykkt tillögu að óverulegri breytingu áAðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Í breytingunnifelst að á miðsvæði 401-M norðan Krikahverfis verða heimilar allt að 100 íbúðirauk annarrar starfsemi sem almennt er heimil á miðsvæðum, en samkvæmt fyrriskilgreiningu einskorðaðist landnotkunin við blandaða starfsemi atvinnu- ogþjónustufyrirtækja á stórum lóðum. Breytingin ásamt rökstuðningi er sett framá uppdrætti í A3 stærð, dagsettum 28. ágúst 2105.
Breytinginhefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsingageta snúið sér til undirritaðs.
25. september 2015
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar