Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. september 2015

Hreyfi­vika UMFÍ fer fram dag­ana 21.-27.sept­em­ber næst­kom­andi.

Hreyfi­vik­an er hluti af stóru lýð­heilsu­verk­efni sem fram fer um gjörv­alla Evr­ópu á sama tíma. Mark­mið­ið er að fá hundrað millj­ón­ir fleiri Evr­ópu­búa til að hreyfa sig reglu­lega fyr­ir árið 2020. UMFÍ tek­ur verk­efn­ið sem lang­hlaup og hvet­ur alla til að finna sína upp­á­halds hreyf­ingu.

Göng­ur á fellin í Mos­fells­bæ í fylgd með FÍ

Far­ar­stjór­ar: Ævar og Örv­ar Að­al­steins­syn­ir.

  • Mánu­dag­ur 21. sept­em­ber kl. 17.30. Lága­fell.
    Há­holt við Krón­una, Lága­fell 105 m. 2,5 km. Hækk­un 60 m. Göngu­tími 1 – 1,5 klst.
    Upp­hafstað­ur göngu: Bíla­stæði við Krón­una.
  • Þriðju­dag­ur 22, sept­em­ber kl. 17.30. Reykja­borg.
    Syðri Reyk­ir, Reykja­borg 252m. 5 km. Hækk­un 160 m. Göngu­tími 2 – 2,5 klst.
    Upp­hafstað­ur göngu: Bíla­stæði/strætó­stöð við Suð­ur-Reyki efst í Reykja­hverfi.
  • Mið­viku­dag­ur 23. sept­em­ber kl. 17.30. Helga­fell.
    Ásar, Helga­fell 216 m. 2,5 km. Hækk­un 120 m. Göngu­tími 1,5 – 2 klst.
    Upp­hafstað­ur göngu: Bíla­stæði á Ásum við Þing­valla­veg vest­an und­ir Helga­felli.
  • Fimmtu­dag­ur 24. sept­em­ber kl. 17.30. Reykja­fell.
    Suð­ur Reyk­ir, Reykja­fell 269m. 3 km. Hækk­un 170 m. Göngu­tími 1,5 – 2 klst.
    Upp­hafstað­ur göngu: Bíla­stæði/strætó­stöð við Suð­ur-Reyki efst í Reykja­hverfi.
  • Föstu­dag­ur 25. sept­em­ber kl.17.30. Mos­fell.
    Mos­fells­kirkja, Mos­fell 276m. 3,5 km. Hækk­un 190 m. Göngu­tími 2 – 2,5 klst.
    Upp­hafstað­ur göngu: Bíla­stæði við Mos­fells­kirkju.
  • Laug­ar­dag­ur 26. sept­em­ber kl. 10.00. Grím­manns­fell.
    Vind­hóll í Helga­dal, Grí­manns­fell, Stór­hóll 484 m. 8 km. Hækk­un 380 m. Göngu­tími 4,5 – 5 klst.
    Upp­hafstað­ur göngu: Við Vind­hól á Helga­dals­vegi.

Klæð­ast hlýj­um, vind- og vatns­þoln­um klæðn­að og vera í góð­um skóm. Hafa vatn og smá nesti eða orku­bita með í ferð­irn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00