Jafnréttisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í hátíðarsal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í dag, föstudaginn 18. september, kl. 14:00 – 15:30.
Yfirskrift dagsins er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Dagskrá:
- 14:00 – Ávarp formanns fjölskyldunefndar
Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar og bæjarfulltrúi. - 14:05 – Metnaðarfullir feður – Jafnrétti í uppeldi
Hermann Jónsson, einstæður tveggja barna faðir með brennandi áhuga á uppeldis-, skóla- og samfélagsmálum. - 14:35 – Jafnréttisfræðsla í Lágafellsskóla
Ásdís Valsdóttir, kennari í Lágafellsskóla. Ásdís er jafnframt annar tveggja kennara í skólanum sem hlutu Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2014. - 14:45 – Kaffihlé
- 14:55 – Nýttu réttinn þinn til að velja
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Suðvesturkjördæmis og fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ. - 15:30 – Dagskrárlok
Fundarstjóri er Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar.
Íbúar Mosfellsbæjar og öll áhugasöm um jafnréttismál eru velkomin á fundinn.
Tengt efni
FMOS tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023
Fimm skólar eða aðrar menntastofnanir eru tilnefndar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023.
Einstakt samstarf í baráttunni gegn einelti
Hátt í 200 ungmenni úr Varmárskóla og Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ unnu saman í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti, á vel heppnuðu nemendaþingi um einelti.
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.