Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. september 2015

    Það er ekki of oft kveð­in vísa að heil­brigð og góð tengsl milli for­eldra/for­ráða­manna og barna eru mik­il­væg þroska og líð­an barna. Barn sem fær all­ar sín­ar grunn­þarf­ir upp­fyllt­ar eða nýt­ur ást­ar og um­hyggju, fær næga nær­ingu og finn­ur fyr­ir ör­yggi mynd­ar að öll­um lík­ind­um góð tengsl við for­eldra sína eða umönn­un­ar­að­ila.

    Það er ekki of oft kveð­in vísa að heil­brigð og góð tengsl milli for­eldra/for­ráða­manna og barna eru mik­il­væg þroska og líð­an barna.

    Barn sem fær all­ar sín­ar grunn­þarf­ir upp­fyllt­ar eða nýt­ur ást­ar og um­hyggju, fær næga nær­ingu og finn­ur fyr­ir ör­yggi mynd­ar að öll­um lík­ind­um góð tengsl við for­eldra sína eða umönn­un­ar­að­ila.

    Góð tengslamynd­un í bernsku er grund­völl­ur allr­ar tengsla í fram­tíð­inni og stuðl­ar að heil­brigð­um þroska barns­ins.

    Til að styðja við góða tengslamynd­un er nánd og leik­ur við barn­ið mik­il­væg­ur hlut­ur. Dag­leg­ur lest­ur fyr­ir börn þeim til skemmt­un­ar get­ur því ver­ið mjög góð leið til að bæta eða styrkja tengslin við þau. Það er gæða­stund sem býð­ur upp á alúð og nánd.
    Barn­ið lær­ir mest af lestr­in­um ef það fær að taka virk­an þátt í hon­um til dæm­is með spurn­ing­um og áhorfi á mynd­ir.

    Gott er að ræða inni­hald lest­urs­ins og hvetja barn­ið til að spyrja út í inni­hald text­ans. Reyn­ið að örva áhuga og for­vitni barns­ins. Slík stund býð­ur einn­ig oft upp á líf­leg­ar sam­ræð­ur um hitt og þetta sem barn­inu ligg­ur á hjarta. Þar er því boð­ið upp á ör­ugg­ar að­stæð­ur til að ræða málin í ró­leg­heit­um. 

    Í anna­söm­um nú­tím­an­um er fólk oft með mörg járn í eld­in­um og at­hygli þess því oft dreifð. Snjallsím­ar sjá svo til þess að skila­boð­in berast jafn óðum til fólks og dreg­ur at­hygli þess til sín aft­ur og aft­ur. Mik­il­vægt er að gefa barni sínu reglu­lega óskipta at­hygli án þess að vera með aug­un á sím­an­um. Lest­ur­inn er því gott tæki­færi til að leggja snjallsím­ann frá sér og gefa barn­inu nokkr­ar mín­út­ur af beinni og óhindr­aðri at­hygli. Slík stund er barn­inu dýr­mæt gjöf.

    Jó­hanna Dag­bjarts­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur
    Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00