Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. september 2015

    Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ und­ir­rit­uðu á dög­un­um Þjóð­arsátt­mála um læsi. Und­ir­rit­un­in, sem fór fram á Gljúfra­steini, skuld­bind­ur rík­ið og sveit­ar­fé­lag­ið til að vinna að því með öll­um til­tæk­um ráð­um að ná settu mark­miði um læsi.

    Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í Mos­fells­bæ und­ir­rit­uðu á dög­un­um Þjóð­arsátt­mála um læsi.

    Und­ir­rit­un­in, sem fór fram á Gljúfra­steini, skuld­bind­ur rík­ið og sveit­ar­fé­lag­ið til að vinna að því með öll­um til­tæk­um ráð­um að ná settu mark­miði um læsi.

    Mark­mið­ið er að öll börn sem hafa til þess getu, lesi sér til gagns við út­skrift úr grunn­skóla. Ráð­herra lagði þó áherslu á að það væru áfram skóla­stjórn­end­ur sem veldu þær að­ferð­ir sem þeim þykja væn­leg­ar til ár­ang­urs á hverj­um stað.

    Á mynd­inni má sjá full­trúa Mos­fells­bæj­ar, Kjós­ar­hrepps og Heim­il­is og skóla ásamt ráð­herra og börn­um með Ís­lands­lík­an sem varð­veit­ir ein­tak af agn­arsmá­um samn­ingi sem hvert sveit­ar­fé­lag stað­fest­ir vegna sátt­mál­ans.

    (Frétt/ Mos­fell­ing­ur )

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00