Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. nóvember 2013

    Mos­fells­bær og Strætó hvet­ur far­þega sína til þess að njóta “ljóð­anna í leið­inni” á ferð­um sín­um um borg­ina og von­ast til að þau eigi eft­ir að gera Strætó­ferð­irn­ar skemmti­legri en Strætó tek­ur þátt í hinni ár­legu lest­ar­há­tíð sem að þessu sinni nefn­ist “Ljóð í leið­inni” og munu ljóð og ljóð­lín­ur verða birt utan á strætó, inni í stræt­is­vögn­um, á bið­skýl­um og á vegg­spjöld­um hér og þar um borg­ina. Það er einn­ig hægt að vera með ljóð­in í sím­an­um á leið um borg­ina, því þau munu birt­ast á farsíma­vef Bók­mennta­borg­ar­inn­ar, m.bok­mennta­borg­in.is.

    Mos­fells­bær og Strætó hvet­ur far­þega sína til þess að njóta “ljóð­anna í leið­inni” á ferð­um sín­um um borg­ina og von­ast til að þau eigi eft­ir að gera Strætó­ferð­irn­ar skemmti­legri en Strætó tek­ur þátt í hinni ár­legu lest­ar­há­tíð sem að þessu sinni nefn­ist “Ljóð í leið­inni” og munu ljóð og ljóð­lín­ur verða birt utan á strætó, inni í stræt­is­vögn­um, á bið­skýl­um og á vegg­spjöld­um hér og þar um borg­ina. Það er einn­ig hægt að vera með ljóð­in í sím­an­um á leið um borg­ina, því þau munu birt­ast á farsíma­vef Bók­mennta­borg­ar­inn­ar, m.bok­mennta­borg­in.is.

    Strætó til og frá Mos­fells­bæ
    Mos­fells­bær er eitt af 7 sveita­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem reka Strætó bs. Ferð­ir um Mos­fells­bæ eru á leið 15, 27,57 og 18.

    Um há­tíð­ina
    Lestr­ar­há­tíð­in í Reykja­vík, Bók­mennta­borg UNESCO var sett á Hlemmi í dag. Borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Jón Gn­arr setti há­tíð­ina sem í ár nefn­ist Ljóð í leið­inni og er til­einkuð borg­ar­ljóð­um. Eins og áður mun Strætó taka þátt í há­tíð­inni og munu ljóð og ljóð­lín­ur verða birt utan á strætó, inni í stræt­is­vögn­um, á bið­skýl­um og á vegg­spjöld­um hér og þar um borg­ina. Það er einn­ig hægt að vera með ljóð­in í sím­an­um á leið um borg­ina, því þau munu birt­ast á farsíma­vef Bók­mennta­borg­ar­inn­ar, m.bok­mennta­borg­in.is.

    Í til­efni há­tíð­ar­in­ar opn­ar borg­ar­stjóri Ljóða­kort Reykja­vík­ur, sem er verk­efni á veg­um Borg­ar­bóka­safns­ins, þar sem starfs­fólk safns­ins hef­ur kort­lagt ljóð­in í borg­inni. Kort­ið geym­ir staði í Reykja­vík sem skáld hafa ort um, hvort sem er göt­ur, hverfi eða hús. Nem­end­ur í 6. bekk Lang­holts­skóla frum­flytja nýtt Reykja­vík­ur­lag sem þeir sömdu fyr­ir til­efn­ið og ljóða­bókin, Ljóð í leið­inni: Skáld um Reykja­vík, kem­ur form­lega út, en hún hef­ur að geyma 27 borg­ar­ljóð eft­ir jafn mörg skáld, flest ort fyr­ir til­efn­ið. Einn­ig mun kvart­ett­inn Kvika syngja fyr­ir gesti

    Lestr­ar­há­tíð er mán­að­ar­löng há­tíð og er henni ætlað að verða ár­leg­ur við­burð­ur í Bók­mennta­borg­inni.

    Strætó hvet­ur far­þega sína til þess að njóta ljóð­anna á ferð­um sín­um um borg­ina og von­ast til að þau eigi eft­ir að gera Strætó­ferð­irn­ar skemmti­legri.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar um há­tíð­ina er að finna hér

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00