Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn hátðíð­leg­ur 19. sept­em­ber síð­ast­lið­inn í eldri deild Varmár­skóla.

Yf­ir­skrift dags­ins var Ung­ling­ar og fræðsla um jafn­rétti. Að­al­fyr­ir­les­ari dags­ins var Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir kenn­ari í Borg­ar­holts­skóla. Nem­end­ur á ung­linga­stigi í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar voru sér­stak­ir heið­urs­gest­ir ásamt kenn­ur­um sín­um.

Við sama tæki­færi var af­hent jafn­réttisvið­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar árið 2013 en hana hlaut að þessu sinni Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ, FMOS, fyr­ir að vinna öt­ul­lega að jafn­rétt­is­mál­um bæði með­al nem­enda sinna og starfs­fólks. Vor­ið 2013 hófst kennsla í kynja­fræði við skól­ann og í haust er sá áfangi kennd­ur í ann­að sinn við góð­ar und­ir­tekt­ir.

Kol­brún Þor­steins­dótt­ir formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar af­henti við­ur­kenn­ing­una en með henni vill fjöl­skyldu­nefnd hvetja Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ áfram til góðra verka.

Einn­ig fengu Lága­fells­skóli og Varmár­skóli sér­stök hvatn­ing­ar­verð­laun til að halda áfram því góða starfi sem þar er unn­ið í jafn­rétt­is­mál­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00