Í gær var vígð, við hátíðlega athöfn, leikskóladeild frá leikskólanum Huldubergi sem staðsett er vestan Þrastarhöfða.
Leikskóladeildin hefur fengið nafnið Höfðaberg.
Börn, foreldrar, starfsfólk og aðrir gestir fjölmenntu í húsið. Hópur 5 ára barna frá Huldubergi söng fyrir viðstadda, Sr. SkírnirGarðarsson blessaði húsið og Máni Andersen frá verktakafyrirtækiStálnagla afhenti Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra lyklana af fullbúnuhúsinu.Þar eru nú þegar komin inn 26 börn og von er á fleirum í vetur.
Starfið fer vel af stað og börn og starfsmenn kunna ákaflega vel við sig í þessu góða húsi í einstaklega fallegu umhverfi.