Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2013 verður haldinn hátíðlegur í eldri deild Varmárskóla, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 19. september kl. 13 – 14. Yfirskrift dagsins er: Unglingar og fræðsla um jafnrétti. Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar eru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum. Starfsfólk Mosfellsbæjar og íbúar í Mosfellsbæ eru einnig hjartanlega velkomnir
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2013 verður haldinn hátíðlegur í eldri deild Varmárskóla, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 19. september kl. 13 – 14.
Yfirskrift dagsins er: Unglingar og fræðsla um jafnrétti
Dagskrá:
13.00 Ávarp formanns fjölskyldunefndar Kolbrún Þorsteinsdóttir
13.05 Unglingar og jafnrétti – Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla verður með erindi sem er tileinkað unglingum.
13.50 Afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013 Fulltrúar fjölskyldunefndar
14.00 Dagskrárlok
Fundarstjóri er Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúi Mosfellsbæjar.
Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar eru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum.
Starfsfólk Mosfellsbæjar og íbúar í Mosfellsbæ eru einnig hjartanlega velkomnir.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar