Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hand­verk­stæð­ið Ás­garð­ur og Ís­lands­banki tóku hönd­um sam­an í til­efni af 20 ára af­mæli Ás­garðs og færðu börn­um í Mos­fells­bæ leik­tæki að gjöf sem stað­sett eru í Æv­in­týra­garð­in­um.

Ás­garð­ur hand­verk­stæði var stofn­að fyr­ir 20 árum í Lækj­ar­botn­um ofan við Lög­bergs­brekku en árið 2003 var starf­sem­in flutt í Ála­fosskvos. Í Ás­garði starfa um 30 þroska­haml­að­ir ein­stak­ling­ar og þeim til halds og trausts eru sjö verk­stjór­ar. Und­an­farna mán­uði hef­ur starfs­fólk Ás­garðs unn­ið af full­um krafti við að smíða leik­tæki, sem eru stækk­uð mynd af þeim leik­föng­um sem eru fram­leidd í Ás­garði. Þetta eru kind­ur, hest­ar, kýr, kol­krabb­ar, dreka­hest­ur og drátt­ar­vél. Leik­tækin voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn í upp­hafi bæj­ar­há­tíð­inn­ar Í tún­inu heima.

„Hér hafa marg­ir rúllað í gegn þessi tutt­ugu ár sem við höf­um starfað. Ég hef ver­ið hér frá upp­hafi og við erum mjög sátt­ir við þessa stað­setn­ingu og hér er gott að vera,“ seg­ir Ósk­ar Al­berts­son, tals­mað­ur hóps­ins og bend­ir yfir Ála­fosskvos­ina bros­andi. Karen Rún­ars­dótt­ir, úti­bús­stjóri í Mos­fells­bæ og Ólaf­ur Ólafs­son, úti­bús­stjóri við Gull­in­brú, sem munu stýra nýja sam­ein­aða úti­bú­inu á Höfða­bakka segja bæði að Ás­garð­ur sé góð­ur og skemmti­leg­ur við­skipta­vin­ur. Heim­ir tek­ur í sama streng. „Þau hafa fært okk­ur kon­fekt og það fer vel í mann­skap­inn. Við höf­um unn­ið með Ís­lands­banka síð­an við flutt­um hing­að í Kvos­ina og þau hafa ver­ið mjög lið­leg við okk­ur,“ seg­ir Heim­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00