Mosfellsbærer orðið, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, heilsueflandi samfélag. Það ervel við hæfi að bærinn okkar sem er þekktur fyrir öflugt íþróttalíf ogfallega náttúru taki þar með forystuna í þessu verkefni. Miðvikudaginn2. október undirrituðu Mosfellsbær, Embætti landlæknis og heilsuklasinnHeilsuvin samstarfssamning um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.Samningurinn er gerður í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnarMosfellsbæjar sem ákvað á 25 ára kaupstaðarafmæli bæjarins að verðafyrsta Heilsueflandi samfélagið með formlegum hætti í samstarfi viðEmbætti landlæknis.
Undirritunin fór fram á málþingi í Lágafellsskóla undiryfirskriftinni „Vitund, virkni og vellíðan – í Heilsueflandi samfélagi“Við það tilefni tilkynnti Lágafellsskóli um þátttöku sína í verkefninuHeilsueflandi grunnskóli. Ýmis verkefni eru á döfinni í skólanum semlúta að heilsueflingu, að sögn Jóhönnu Magnúsdóttur skólastjóra.Verkefnið, Heilsueflandi samfélag, sem inniheldur helstu áhersluþættilandlæknis, miðar að því að setja heilsueflingu í forgrunn í allriþjónustu sveitarfélagsins hvort sem um ræðir t.d. fræðslu- menningar-eða skipulagsmál. Ætlunin er að ná til allra aldurshópa, fyrirtækja ogfélagsamtaka. Sambærileg verkefni eru þekkt erlendis en er nú í fyrstaskipti tekið upp hér á landi.
Heilsueflandi samfélag miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utanum markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að nátil allra aldurshópa í samfélaginu m.a. í gegnum heilsueflandi leik-,grunn- og framhaldsskóla, vinnustaði og starf eldri borgara og stuðlaþannig að góðri heilsu, vellíðan og auknum lífsgæðum.
Myndir frá kvöldinu
Geir Gunnlaugsson landlæknir, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir |
Ólafur Stefánsson var fyrirlesari kvöldsins
|
Nemendur úr lágafellsskóla blása í flautur
|
Samstarfsaðilar í Nordplus verkefninu „Vitund, virkni og vellíðan“. Heilsueflingarverkefni sem Skólar ehf. og Lágafellsskóli hafa unnið að frá haustinu 2011 ásamt tveimur skólum frá Lettlandi og Eistlandi. Lágafellsskóli tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. |