Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Dag­ana 16. – 22. sept­em­ber fer fram Evr­ópsk sam­göngu­vika í Mos­fells­bæ.

Mos­fells­bær og önn­ur sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taka virk­an þátt og bjóða uppá ýmsa við­burði í til­efni sam­göngu­vik­unn­ar. Með­al við­burða má nefna heilsu­átak­ið Hjól­um í skól­ann fer fram í fram­halds­skól­um lands­ins þessa vik­una og hjóla­ráð­stefn­an Hjól­um til fram­tíð­ar sem hald­in verð­ur föstu­dag­inn 20. sept­em­ber í Iðnó, en þar munu er­lend­ir gesta­fyr­ir­les­ar­ar halda er­indi um rétt barna til hjól­reiða.

Í Mos­fells­bæ verð­ur m.a. boð­ið uppá hjóla­þrauta­braut fyr­ir ung­menni og Dr. Bæk mun að­stoða við hjólastill­ing­ar og við­hald á hjól­um bæj­ar­búa mið­viku­dag­inn 18. sept­em­ber.  Einn­ig verð­ur nýtt hjóla­skýli vígt við stræt­is­vagna­bið­stöð­ina við Há­holt fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber, sem ætti að gera sam­göngu­hjól­reið­ar að betri val­kosti.

Strætó bs. mun einn­ig taka virk­an þátt í sam­göngu­vik­unni og efna til leiks á Face­book­síðu fyr­ir­tæk­is­ins þar sem veg­leg verð­laun eru í boði. Einn­ig verð­ur boð­ið upp á marg­vís­leg­ar hjóla­ferð­ir víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Dagskrá evr­ópskr­ar sam­göngu­viku 16. – 22. sept­em­ber 2013

Mánu­dag­ur 16. sept­em­ber

Hjól­um í skól­ann – Fram­halds­skóla­keppni / ljós­mynda­sam­keppni
Heilsu­átak ÍSÍ í fram­halds­skól­um lands­ins hefst form­lega. Ljós­mynda­sam­keppni á Face­book­síðu átaks­ins, þar sem veg­leg verð­laun eru í boði.

Dag­ur ís­lenskr­ar nátt­úru og fræðslu­ganga í  Heið­mörk kl. 13:30 – Ell­iða­vatns­bær­inn

Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ing Sig­ríð­ar í Bratt­holti af­hent við Ell­iða­vatns­bæ­inn

Boð­ið uppá fræð­andi göngu­ferð í Heið­mörk
Göngu­ferð­in hefst um kl. 15:00 og geng­ið er frá Ell­iða­vatns­bæn­um. Göngu­ferð­in er í sam­starfi við Skóg­rækt­ar­fé­lag Ís­lands, Fugla­vernd og Land­vernd.


Þriðju­dag­ur 17. sept­em­ber

Hjóla­stíg­ar í Mos­fells­bæ
Íbú­ar í Mos­fells­bæ hvatt­ir til að nýta sér fjöl­breytt úr­val hjóla­stíga í Mos­fells­bæ til úti­vist­ar.


Mið­viku­dag­ur,  18. sept­em­ber

Af­hend­ing Um­ferð­arsátt­mála kl. 14:00 – Fjöl­skyldu- og hús­dýragarð­ur
For­seta Ís­lands af­hend­ur Um­ferða­sátt­mála, regl­ur um já­kvæða um­ferð­ar­menn­ingu, sem er sam­starfs­verk­efni Lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sam­göngu­stofu.

Hjóla­þrauta­braut og BMX sýn­ing við Varmár­skóla kl. 15:00 – Mos­fells­bær
Sett upp hjóla­þrauta­braut fyr­ir ung­menni og BXM kapp­ar sýna list­ir sín­ar við íþróttamið­stöð­ina við Varmá.  Dr. Bæk mæt­ir á stað­inn og að­stoð­ar við hjólastill­ing­ar og minni­hátt­ar lag­fær­ing­ar hjóla.


Fimmtu­dag­ur 19. sept­em­ber

Vígsla hjóla­skýl­is við Há­holt kl. 15:00 – Mos­fells­bær
Nýtt hjóla­skýli við stræt­is­vagna­bið­stöð­ina við Há­holt tek­ið form­lega í notk­un.

Hjóla­ferð um mið­borg­ina og klúbba­kvöld hjóla­klúbba kl. 18:00 – Loft Hostel
Hjóla­ferð um mið­borg­ina ásamt gesta­fyr­ir­les­ur­um mál­þings um hjól­reið­ar.


Föstu­dag­ur 20. sept­em­ber

Mál­þing Hjól­um til fram­tíð­ar kl. 9:00-16:00 – Iðnó
Mál­þing í Iðnó um vist­væn­ar sam­göng­ur í um­sjón Lands­sam­taka hjól­reiða­manna og Hjóla­færni. Yf­ir­skrift­in í ár er Rétt­ur barna til hjól­reiða og munu m.a. er­lend­ir gesta­fyr­ir­les­ar­ar halda er­indi.

Laug­ar­dag­ur 21. sept­em­ber

Sam­göngu­hjól­reið­ar kl. 10:00 – Hlemm­ur
Hjóla­ferð Lands­sam­taka hjól­reiða­manna frá Hlemmi að Ell­iða­árós­um þar sem göngu­brú yfir Ellið­ár verð­ur opn­uð.   Hjóla­ferð­ir frá Hlemmi verða í boði á hverj­um laug­ar­deg í vet­ur.

Fræðslu­hjól­reiða­ferð kl. 11:30 – Ell­iða­árós­ar
Hjólað um ná­grenni Ell­ið­aá og ýms­ar nátt­úruperl­ur skoð­að­ar í fylgd sér­fræð­inga.


Sunnu­dag­ur 22. sept­em­ber

Bíl­lausi dag­ur­inn
Al­menn­ing­ur hvatt­ur til að skilja bíl­inn eft­ir heima og nýta aðra sam­göngu­máta þenn­an dag.

Strætó bs. efn­ir til leiks í til­efni sam­göngu­vik­unn­ar þar sem veg­leg verð­laun eru í boði

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00