Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, og í tengslum við hana tillaga að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar við gatnamót Skólabrautar.
Varmárskólasvæði – Tunguvegur
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að nýju deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga tillögu að breytingum á deiliskipulagi, sem hér segir:
Varmárskólasvæði, nýtt deiliskipulag
Tillagan fjallar aðallega um lóð skólans en nær einnig yfir Skólabraut og nærliggjandi svæði að lóðum við Lágholt í suðri og Tunguvegi í vestri. Í tillögunni er kveðið á um tilhögun umferðar, biðstöðvar strætisvagna, bílastæði, gönguleiðir, byggingarreiti fyrir hugsanlegar við- og tengibyggingar við skólann, landslagsmótun og leiksvæði á lóð.
Skeiðholt – Tunguvegur, breytingar á deiliskipulagi
Í tengslum við ofannefnda tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis er auglýst tillaga að breytingum á deiliskipulagi Skeiðholts – Tunguvegar á kafla beggja vegna Skólabrautar. Breytingar felast í breyttri afmörkun skipulagssvæðis, tengingu aðkomugötu að „efri deild“ niður á Tunguveg, og breyttri legu göngustíga til samræmis við fyrirliggjandi hönnun Tunguvegar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 11. nóvember 2013.
24. september 2013,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar