Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. nóvember 2013

Til­laga að deili­skipu­lagi Varmár­skóla­svæð­is, og í tengsl­um við hana til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Tungu­veg­ar við gatna­mót Skóla­braut­ar.

Varmár­skóla­svæði – Tungu­veg­ur

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 41.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að nýju deili­skipu­lagi og skv. 1. mgr. 43.gr. sömu laga til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, sem hér seg­ir:

Varmár­skóla­svæði, nýtt deili­skipu­lag

Til­lag­an fjall­ar að­al­lega um lóð skól­ans en nær einn­ig yfir Skóla­braut og nær­liggj­andi svæði að lóð­um við Lág­holt í suðri og Tungu­vegi í vestri. Í til­lög­unni er kveð­ið á um til­hög­un um­ferð­ar, bið­stöðv­ar stræt­is­vagna, bíla­stæði, göngu­leið­ir, bygg­ing­ar­reiti fyr­ir hugs­an­leg­ar við- og tengi­bygg­ing­ar við skól­ann, lands­lags­mót­un og leik­svæði á lóð.

Skeið­holt – Tungu­veg­ur,  breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi

Í tengsl­um við of­an­nefnda til­lögu að deili­skipu­lagi Varmár­skóla­svæð­is er aug­lýst til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Skeið­holts – Tungu­veg­ar á kafla beggja vegna Skóla­braut­ar. Breyt­ing­ar felast í breyttri af­mörk­un skipu­lags­svæð­is, teng­ingu að­komu­götu að „efri deild“ nið­ur á Tungu­veg, og breyttri legu göngu­stíga til sam­ræm­is við fyr­ir­liggj­andi hönn­un Tungu­veg­ar.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 11. nóv­em­ber 2013.

24. sept­em­ber 2013,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00