Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir í Grafarvogskirkju laugardaginn 28. september kl. 16.
Allur ágóði tónleikanna rennur til Hagbarðar Valssonar og barnanna hans fjögurra í Noregi. Guðrún G. Sigurðardóttir, eiginkona Hagbarðar og móðir barnanna, andaðist á sviplegan hátt í júní síðastliðnum. Hún var uppalinn í Mosfellsbæ og því ákvað kórinn að fjölskylda hennar nyti góðs af tónleikunum í ár.
Fram koma m.a. KK, Ragnheiður Gröndal, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Karlakórinn Þrestir, Kirkjukórinn og strengjasveit Hjörleifs Valssonar.
Aðgangseyrir er 3.000 kr. Ókeypis fyrir tólf ára og yngri, posi á staðnum.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar