Stóra upplestrarkeppnin 2014
Fer fram í Varmárskóla fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00.
Leiksýning í Lágafellsskóla
Leiklistarval 9. og 10. bekkjar í Lágafellsskóla hefur í mars sýnt leikritið Konung ljónanna fyrir nær fullu húsi á þeim 7 sýningum sem búnar eru.
Seljadalsnáma, tillaga að matsáætlun
Efla verkfræðistofa f.h. malbikunarstöðvarinnar Höfða hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat á efnistöku í Seljadal. Um er að ræða áform um framhald grjótnáms sem hófst 1985, en hefur legið niðri síðan 2012 þar sem nauðsynleg leyfi skorti. Samningur malbikunarstöðvarinnar við Mosfellsbæ um vinnsluna gildir hinsvegar til 2015, og gerir matsáætlunin ráð fyrir að í væntanlegu umhverfismati verði einungis fjallað um vinnslu út þann tíma.
OPIÐ HÚS - SJÁLFSMYND BARNA
Síðasta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu, miðvikudaginn 26. mars klukkan 20:00 í Listasal. Að þessu sinni er fjallað um hvernig hægt er að stuðla að sterkri sjálfsmynd barna og unglinga. Rætt verður um mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar og hvernig sjálfsmynd þróast.
Hefurðu séð hesta í fótbolta?
Hestafjör er sýning fyrir alla grunnskólanema í Mosfellsbæ sem samanstendur af atriðum sem veita innsýn inn í hestamennsku, ásamt því að blanda saman fjörugum atriðum og tónlist.
Höfuðborgarsvæðið verði leiðandi í skólamálum á Norðurlöndunum
Sameiginleg framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í menntamálum kynnti í dag helstu niðurstöður tveggja verkefna: Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði og Samvinnu skólastiga, sem tengjast menntamálahluta Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins: Skólar og menntun í fremstu röð.
Frítt í sund fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ
Framhaldsskólanemendum í Mosfellsbæ er boðið að fara frítt í sund gegn framvísun skólaskírteinis á meðan verkfall framhaldskólakennara stendur yfir. Einnig er vert að benda á lesaðstöðu á Bókasafninu en þar er opið alla virka daga frá klukkan 12-18 nema á miðvikudögum þá opnar safnið klukkan 10.
Íbúar í Brekkutanga athugið
Heitavatnslaust verður í Brekkutanga vegna viðgerðar á hitaveitu, frá klukkan 10 og fram eftir degi, mánudaginn 17.mars.
Mosfellsbær styrkir afreksfólk í íþróttum árið 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í gær styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um.
Helgafellshverfi - miðsvæði, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Breytingarnar varða lóðirnar nr 13-23 við Gerplustræti og felast m.a. í færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrirkomulagi bílastæða og innkeyrslna í bílakjallara. Athugasemdafrestur er til og með 24. apríl 2014.
Opnað fyrir umsóknir um vinnuskóla
Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning nemenda í vinnuskólann stendur til 30.03.2014. Skráningin fer fram í gegn um íbúagátt Mosfellsbæjar .
Stærðfræði, nálgun og leiðir í Krikaskóla
Við bjóðum alla velkomna til okkar miðvikudaginn 19. mars kl. 17:00 til 20:00 í Krikaskóla til að sjá og heyra af vinnu í stærðfræði með börnum á aldrinum 2ja til 9 ára.
Opinn fundur skipulagsnefndar Mosfellsbæjar
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar boðar til opins fundar þar sem einkum verður fjallað um almenningssamgöngur í bænum.
Umsóknarfrestur fyrir sumarstörf er til og með 30. mars 2014
Mosfellsbær auglýsir sumarstörf laus til umsóknar fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2014.
Dagur Listaskólans 15. mars 2014
Opið hús kl. 11:00 – 13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð og kl. 10:00 – 12:00 hjá Skólahljómsveitinni, í kjallara Varmárskóla.
Styrkir til efnilegra ungmenna 2014
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stundir á íþróttir, tómstundir eða listir.
Helgafellshverfi – 2. og 3. áfangi, tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Tillögur að breytingum við Efstaland (2. áf.) og Uglu- og Sölkugötu (3. áf.). Tillögurnar snúast um það að breyta einbýlislóðum í lóðir fyrir par- eða raðhús, auk nokkurra breytinga á götum og almennum bílastæðum. Athugasemdafrestur er til 16. apríl 2014.
Óskað eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2014
HEIMILI OG SKÓLI ÓSKA EFTIR TILNEFNINGUM TIL FORELDRAVERÐLAUNA 2014. Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða afhent fimmtudaginn 8. maí 2014, kl. 13.00, við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Tilnefningar sendist á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er 25. apríl 2014.
Auglýst er eftir tónlistarfólki sem vill taka þátt í stofutónleikum í sumar
Framkvæmdir við Skeiðholt
Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skeiðholts og Skólabrautar. Framkvæmdirnar eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði. Til stendur að tengja göturnar saman með hringtorgi og ennfremur verður umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur bætt til muna með undirgöngum undir Skeiðholt.