Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. mars 2014

    Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir við gatna­mót Skeið­holts og Skóla­braut­ar. Fram­kvæmd­irn­ar eru hluti af teng­ingu Tungu­veg­ar við Skóla­braut og Skeið­holt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mán­uði. Til stend­ur að tengja göt­urn­ar sam­an með hring­torgi og enn­frem­ur verð­ur um­ferðarör­yggi fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur bætt til muna með und­ir­göng­um und­ir Skeið­holt.

    Hafn­ar eru fram­kvæmd­ir við gatna­mót Skeið­holts og Skóla­braut­ar. Fram­kvæmd­irn­ar eru hluti af teng­ingu Tungu­veg­ar við Skóla­braut og Skeið­holt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mán­uði. Til stend­ur að tengja göt­urn­ar sam­an með hring­torgi og enn­frem­ur verð­ur um­ferðarör­yggi fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur bætt til muna með und­ir­göng­um und­ir Skeið­holt.

    Á með­fylgj­andi mynd er hægt að sjá hjá­leið fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur til og frá Varmár­skóla og Íþróttamið­stöð­inni við Varmá með­an á fram­kvæmd­um stend­ur (merkt með rauð­um lit). Hjá­leið fyr­ir öku­tæki kem­ur fram með gul­um lit.

    Mik­il­vægt er að all­ir kynni sér merkt­ar leið­ir og fari yfir þær með skóla­börn­um og sjái til þess að merkt­um leið­um sé fylgt.

    Göngu­stíg­ur neð­an Dverg­holts verð­ur lok­að­ur og um­ferð beint um Dverg­holt. Gang­braut­ar­varsla verð­ur við gang­braut­ina efst í brekk­unni við Skeið­holt á morgn­ana þeg­ar um­ferð gang­andi skóla­barna er sem mest.

    All­ir veg­far­end­ur ak­andi, gang­andi og hjólandi eru hvatt­ir til að sýna sér­staka til­lit­semi og að­gát á með­an á fram­kvæmd­um stend­ur.

    sjá kort af hjáleiðum

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00