Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. mars 2014

Leik­list­ar­val 9. og 10. bekkj­ar í Lága­fells­skóla hef­ur í mars sýnt leik­rit­ið Kon­ung ljón­anna fyr­ir nær fullu húsi á þeim 7 sýn­ing­um sem bún­ar eru.

Hér er á ferð­inni  leik­sýn­ing sem eng­inn ætti að láta fram­hjá sér fara og nú fer hver að verða síð­astu því ein­ung­is tvær sýn­ing­ar eru eft­ir, upp­selt er þann 22. mars en loka­sýn­ing er 25. mars kl 20.

Gam­an er að segja frá því að nem­andi sem út­skrif­að­ist úr skól­an­um síð­ast­lið­ið vor, Arn­þór Víð­ir, bauð sig fram sem að­stoð­ar­tón­list­ar­stjóri. María Páls­dótt­ir leik­kona er leik­stjóri og hef­ur Árni Pét­ur Reyn­is­son, kenn­ari við skól­ann, einn­ig kom­ið að upp­setn­ing­unni.

Verk­ið var sett upp í Haga­skóla í fyrra og listi­leg­ir bún­ing­arn­ir voru fengn­ir að láni það­an. Leik­mynd­in er unn­in af krökk­un­um sjálf­um og frá­bær­um Mos­fell­ingi, Halli Árna­syni, sem töfr­aði fram for­láta tveggja hæða pall. Leikskrá, vegg­spjöld, dans­ar og förð­un er allt hann­að og unn­ið af krökk­un­um sjálf­um og sjá þeir einn­ig um tækn­i­stjórn.

Verk­ið var frum­sýnt þann 13. mars og var þá ung­linga­deild skól­ans boð­ið en átta opn­ar sýn­ing­ar voru í kjöl­far­ið

Hvetj­um Mos­fell­inga til að fjöl­menna. Miða­verð er 1000 kr. og 500 kr. fyr­ir 5 ára og yngri.

Síð­ustu sýn­ing­ar:

  • 8. sýn­ing 22. mars kl. 16 – upp­selt
  • Loka­sýn­ing 25. mars kl 20

Hægt er að panta miða á skrif­stofu skól­ans á skóla­tíma í síma 525-9200.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00