Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í gær styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um.
Um er að ræða stuðning við það afreksíþróttafólk sem á lögheimili í Mosfellsbæ og hlotið hefur styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Styrkurinn tekur ekki til flokkaíþrótta.
Að þessu sinni voru það þrjú ungmenni sem hlutu eingreiðslustyrk Afrekssjóðs ÍSÍ sem fá styrk að fjárhæð 80.000 krónur hvert frá Mosfellsbæ:
- Alexander Jóhannesson
- Sævar Birgisson
- Telma Rut Frímannsdóttir
Íþrótta og tómstundanefnd Mosfellsbæjar óskar þessu glæsilega íþróttafólki innilega til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Sævar Birgisson, Alexander Jóhannesson og Telma Rut Frímannsdóttir.
Tengt efni
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa 2024
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2024.
Erna Sóley afreksíþróttamaður 2024