Hestafjör er sýning fyrir alla grunnskólanema í Mosfellsbæ sem samanstendur af atriðum sem veita innsýn inn í hestamennsku, ásamt því að blanda saman fjörugum atriðum og tónlist.
Haldnar eru tvær sýningar 21. mars fyrir grunnskólanema, kl. 19 – 20 fyrir 1. – 4. bekk og kl. 20:30 – 21:30 fyrir 5. – 10. bekk í Reiðhöll Harðar, Varmárbökkum.
Sýningin er aðeins 60 mín. hvor og er frítt inn fyrir alla.
Foreldrar hvattir til að koma með nemendum og eiga skemmtilega kvöldstund saman.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Foreldrafundur í kvöld
Fræðslu og frístundavið Mosfellsbæjar stendur fyrir foreldrafundi í kvöld, þriðjudag 22. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17:30 og er haldinn á Teams.
Frístundaávísun hækkar
Þann 15. ágúst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ.