Hestafjör er sýning fyrir alla grunnskólanema í Mosfellsbæ sem samanstendur af atriðum sem veita innsýn inn í hestamennsku, ásamt því að blanda saman fjörugum atriðum og tónlist.
Haldnar eru tvær sýningar 21. mars fyrir grunnskólanema, kl. 19 – 20 fyrir 1. – 4. bekk og kl. 20:30 – 21:30 fyrir 5. – 10. bekk í Reiðhöll Harðar, Varmárbökkum.
Sýningin er aðeins 60 mín. hvor og er frítt inn fyrir alla.
Foreldrar hvattir til að koma með nemendum og eiga skemmtilega kvöldstund saman.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024