Hestafjör er sýning fyrir alla grunnskólanema í Mosfellsbæ sem samanstendur af atriðum sem veita innsýn inn í hestamennsku, ásamt því að blanda saman fjörugum atriðum og tónlist.
Haldnar eru tvær sýningar 21. mars fyrir grunnskólanema, kl. 19 – 20 fyrir 1. – 4. bekk og kl. 20:30 – 21:30 fyrir 5. – 10. bekk í Reiðhöll Harðar, Varmárbökkum.
Sýningin er aðeins 60 mín. hvor og er frítt inn fyrir alla.
Foreldrar hvattir til að koma með nemendum og eiga skemmtilega kvöldstund saman.