Við bjóðum alla velkomna til okkar miðvikudaginn 19. mars kl. 17:00 til 20:00 í Krikaskóla til að sjá og heyra af vinnu í stærðfræði með börnum á aldrinum 2ja til 9 ára.
Fyrst munu nokkrir kennarar skólans segja frá sinni vinnu í máli og myndum.
Svo kemur til okkar dr. Ólöf Björg Steinþórsdóttir sem starfar við háskóla í Bandaríkjunum og hefur verið okkar ráðgjafi í uppbyggingu þróunarstarfsins í Krikaskóla. Hún mun skýra út fyrir okkur fræðilegan bakgrunn þeirrar hugmyndafræði sem við störfum eftir en hér eru nýttar þrautir í starfi með börnum ásamt Einingu sem er aðalviðfangsefni barna 6 til 9 ára.
Við hvetjum foreldra, kennara og alla sem áhugasamir eru um fjölbreyttar námsleiðir í stærðfræði að koma og hitta okkur þessa kvöldstund.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar