Breytingarnar varða lóðirnar nr 13-23 við Gerplustræti og felast m.a. í færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrirkomulagi bílastæða og innkeyrslna í bílakjallara. Athugasemdafrestur er til og með 24. apríl 2014.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðsvæðis Helgafellshverfis sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 12.3.2008. Tillagan tekur til lóða nr. 13-23 við Gerplustræti.
Helstu breytingar samkvæmt tillögunni eru þessar:
- Byggingarreitir húsa eru færðir fjær götu og bil milli þeirra aukið.
- Staðsetningu innkeyrslna í bílakjallara er breytt og byggingarreitir kjallara sýndir.
- Áformuð bílastæði milli húsa á sömu lóð eru felld niður en í staðinn koma stæði við lóðarmörk og bílastæðum í kjöllurum er fjölgað lítillega.
- Bílastæði innan lóðar við hringtorg eru felld niður.
- Lóðir stækka með því að þær lengjast meðfram Gerplustræti um samtals 4 m.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 24. apríl 2014.
7. mars 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: