Breytingarnar varða lóðirnar nr 13-23 við Gerplustræti og felast m.a. í færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrirkomulagi bílastæða og innkeyrslna í bílakjallara. Athugasemdafrestur er til og með 24. apríl 2014.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi miðsvæðis Helgafellshverfis sem samþykkt var 13.12.2006 og síðast breytt 12.3.2008. Tillagan tekur til lóða nr. 13-23 við Gerplustræti.
Helstu breytingar samkvæmt tillögunni eru þessar:
- Byggingarreitir húsa eru færðir fjær götu og bil milli þeirra aukið.
- Staðsetningu innkeyrslna í bílakjallara er breytt og byggingarreitir kjallara sýndir.
- Áformuð bílastæði milli húsa á sömu lóð eru felld niður en í staðinn koma stæði við lóðarmörk og bílastæðum í kjöllurum er fjölgað lítillega.
- Bílastæði innan lóðar við hringtorg eru felld niður.
- Lóðir stækka með því að þær lengjast meðfram Gerplustræti um samtals 4 m.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 24. apríl 2014.
7. mars 2014,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Breyting á deiliskipulagi Helgafellshverfis: Ný grenndarstöð við Vefarastræti
Grenndarkynning á umsókn um byggingaleyfi – Hjarðarland 1
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Leirvogstungu – Laxatunga 43
Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxatungu 43.