Opið hús kl. 11:00 – 13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð og kl. 10:00 – 12:00 hjá Skólahljómsveitinni, í kjallara Varmárskóla.
Komið og kynnið ykkur starfsemina og það sem í boði er fyrir bæjarbúa á sviði listnáms í deildum Listaskólans. Tónlist í öllum stofum og vöfflur í Listaskólanum. Myndlistarskólinn sýnir myndverk á göngum Listaskólans.
Kennarar Skólahljómsveitarinnar bjóða foreldrum barna í A, B og C sveit að koma í spilatíma og samspil, þar sem foreldrarnir spila á hljóðfæri barna sinna. Dagskráin fer fram í æfingarhúsnæði Skólahljómsveitarinnar í Varmárskóla og hefst kl. 10:00. Eftir u.þ.b. 60 mín. hóptíma verður samæfing. Samspilinu lýkur kl. 12:00.
Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir nýtt íslenskt leikrit í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 14. mars kl. 20:00.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.