Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. mars 2014

    Sam­eig­in­leg fram­tíð­ar­sýn og að­gerða­áætlun Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Verk­efna­stjórn Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mennta­mál­um kynnti í dag helstu nið­ur­stöð­ur tveggja verk­efna: Gæði skólastarfs í al­þjóð­leg­um sam­an­burði og Sam­vinnu skóla­stiga, sem tengjast mennta­mála­hluta Sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: Skól­ar og mennt­un í fremstu röð.

    Frétta­til­kynn­ing

    Höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði leið­andi í skóla­mál­um á Norð­ur­lönd­un­um

    Sam­eig­in­leg fram­tíð­ar­sýn og að­gerða­áætlun Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

    Helstu nið­ur­stöð­ur:

    • Kenn­ar­ar verði metn­ir að verð­leik­um. Efnt til sam­starfs við Kenn­ara­sam­band Ís­lands og fleiri um að­gerð­ir til að auka virð­ingu fyr­ir kenn­ara­starf­inu, sam­hliða bætt­um kjör­um kenn­ara og að­bún­aði í skól­um. 
    • Bætt­ur ár­ang­ur í læsi og lesskiln­ingi verði for­gangs­verk­efni næstu ára með það að mark­miði að all­ur þorri nem­enda geti les­ið sér til gagns fyr­ir lok þriðja bekkj­ar.
    • Mik­ill meiri­hluti nem­enda og for­eldra er ánægð­ur með starf leik­skóla og grunn­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu- ánægju­hlut­fall er vel yfir með­al­tali Norð­ur­landa.
    • Áhersla á nem­enda­mið­að­an skóla þar sem all­ir nem­end­ur nái ár­angri í námi og byggt verði á styrk­leik­um og auk­inni virkni nem­enda sem hafi meira sjálfræði og val um eig­ið nám og náms­fram­vindu. Beitt verði snemm­tækri íhlut­un í þágu nem­enda sem þurfa á sér­stakri að­stoð að halda, til að efla náms­lega stöðu þeirra til fram­tíð­ar.
    • Sveit­ar­fé­lög­in bjóða til sam­starfs við rík­is­vald­ið um að­gerð­ir til að draga úr brott­hvarfi fram­halds­skóla­nem­enda um helm­ing á næstu sjö árum. Ávinn­ing­ur gæti hlaup­ið á tug­um millj­arða króna.
    • Brott­hvarf fram­halds­skóla­nema kost­ar sam­fé­lag­ið 52 millj­arða króna þar af 32 millj­arða króna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, skv. nið­ur­stöð­um hagrænn­ar grein­ing­ar.
    • Hvatt til til­rauna­verk­efna um að sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu taki að sér rekst­ur fram­halds­skóla. Þrjú sveit­ar­fé­lag­anna hafa þeg­ar lýst form­lega yfir áhuga á að taka að sér rekst­ur fram­halds­skóla á sínu svæði.
    • Fram­halds­skóli á for­ræði sveit­ar­fé­laga myndi auka sam­fellu náms, skil­virkni skólastarfs og gera þjón­ustu við nem­end­ur mark­viss­ari, þar á með­al nem­end­ur í brott­hvarfs­hættu. Hins veg­ar gæti að­gerð­in dreg­ið úr fjöl­breytni náms og bregð­ast þarf við áhyggj­um skóla­fólks af því að að­gerð­in gæti dreg­ið úr sjálf­stæði fram­halds­skóla.

    Verk­efna­stjórn Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mennta­mál­um kynnti í dag helstu nið­ur­stöð­ur tveggja verk­efna: Gæði skólastarfs í al­þjóð­leg­um sam­an­burði og Sam­vinnu skóla­stiga, sem tengjast mennta­mála­hluta Sókn­aráætl­un­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: Skól­ar og mennt­un í fremstu röð. Á fund­in­um í Aust­ur­bæj­ar­skóla í dag kynntu full­trú­ar verk­efna­stjórn­ar sam­eig­in­lega fram­tíð­ar­sýn og að­gerða­áætlun verk­efna­stjórn­ar auk nið­ur­staðna úr grein­ing­ar­verk­efn­um sem stjórn­in lét vinna í tengsl­um við verk­efn­in.

    Þar má nefna nið­ur­stöð­ur grein­ing­ar á sam­an­burði á náms­ár­angri grunn­skóla­nem­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og jafn­aldra þeirra á Norð­ur­lönd­un­um í lestri, stærð­fræði og nátt­úru­fræði; sam­an­burð á við­horf­um fram­halds­skóla­nema á Ís­landi og Norð­ur­lönd­un­um til náms, fé­lags­legra þátta o.s.frv.; nið­ur­stöð­ur grein­ing­ar á þjóð­hags­leg­um áhrif­um brott­hvarfs nem­enda úr fram­halds­skól­um og nið­ur­stöð­ur grein­ing­ar á fýsi­leika þess að færa um­sjón og ábyrgð á rekstri fram­halds­skóla frá ríki til sveit­ar­fé­laga.

    Gæði kennslu skipt­ir sköp­um um ár­ang­ur í námi
    Al­þjóð­leg­ar rann­sókn­ir á mennta­kerf­um í fremstu röð leiða í ljós mik­il­vægi gæða­kennslu fyr­ir ár­ang­ur nem­enda. SSH leggja áherslu á sam­st­arf við Kenn­ara­sam­band Ís­lands um að­gerð­ir til að auka virð­ingu fyr­ir kenn­ara­starf­inu í sam­fé­lag­inu og gera það eft­ir­sókn­ar­vert, sam­hliða bætt­um kjör­um kenn­ara og að­bún­aði í skól­um.

    All­ur þorri nem­enda geti les­ið sér til gagns
    Nið­ur­stöð­ur PISA kann­ana sýna að þörf er á átaki til að bæta læsi og lesskiln­ing nem­enda, ekki síst drengja en allt að þriðj­ung­ur nem­enda í 10. bekk grunn­skóla í Reykja­vík geta ekki les­ið sér til gagns. Eitt meg­in­markmið SSH í skóla­mál­um verð­ur að efla læsi og lesskiln­ing með það að mark­miði að 90% barna í grunn­skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi náð við­mið­um lesskimun­ar fyr­ir lok 2. bekkj­ar og all­ur þorri nem­enda geti les­ið sér til gagns fyr­ir lok þriðja bekkj­ar.

    Nem­enda­mið­að­ur skóli – virk­ir og skap­andi nem­end­ur
    Þær þjóð­ir sem fremst standa í mennta­mál­um búa vel að sín­um kenn­ur­um og tryggja virkni og sjálfræði nem­enda í námi. Verk­efna­stjórn­in legg­ur til að ís­lensk­ir skól­ar miði sín­ar áhersl­ur við að auka virkni nem­enda, sjálfræði yfir skip­an og fram­vindu náms og frum­kvæði í vinnu­brögð­um. Aukin áhersla verði lögð á verk- og list­grein­ar í grunn- og fram­halds­skól­um og sér­stak­lega verði skoð­að hvort gefa megi nem­end­um í 9.- 10. bekk grunn­skóla kost á að hefja starfs­nám til að minnka brott­hvarf og auka vægi verk­náms til sam­ræm­is við mennt­un­ar­þarf­ir at­vinnu­lífs­ins.

    Að­gerð­ir gegn brott­hvarfi gætu skilað 30 millj­arða ávinn­ingi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu
    Ný grein­ing á þjóð­hags­leg­um áhrif­um brott­hvarfs leið­ir í ljós að þjóð­fé­lags­leg­ur kostn­að­ur brott­hvarfs fram­halds­skóla­nema nem­ur 14 millj­ón­um á hvern nem­anda eða 52 millj­örð­um króna fyr­ir nem­enda­hóp­inn í heild mið­að við að tæp­lega 20% nem­enda falli var­an­lega frá námi. Hlut­ur höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er þar 32 millj­arð­ar króna. Verk­efna­stjórn SSH legg­ur til að efnt verði til sjö ára verk­efn­is til að minnka brott­hvarf­ið um helm­ing og er tal­ið að þær að­gerð­ir gætu skilað allt að 30 millj­arða króna ávinn­ingi á tíma­bil­inu.

    Áhugi sveit­ar­fé­laga að taka að sér rekst­ur fram­halds­skóla
    Fýsi­leika­grein­ing leið­ir í ljós að yf­ir­færsla fram­halds­skóla til sveit­ar­fé­lags­ins gæti skilað auk­inni sam­fellu náms í þágu nem­enda, betri sam­þætt­ingu ým­iss kon­ar stoð­þjón­ustu og mark­viss­ari eft­ir­fylgni með t.d. nem­end­um í brott­hvarfs­hættu. Hins veg­ar gæti yf­ir­færsla dreg­ið úr fjöl­breytni náms og bregð­ast þarf við áhyggj­um stjórn­enda og kenn­ara fram­halds­skóla um að hún kynni að draga úr sjálf­stæði fram­halds­skóla. Þrjú sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu: Garða­bær, Reykja­vík og Hafn­ar­fjörð­ur hafa lýst yfir áhuga á því að taka að sér rekst­ur fram­halds­skóla með ósk um við­ræð­ur við mennta- og menn­ing­ar-mála­ráðu­neyt­ið um heim­ild til að taka að sér rekst­ur ein­stakra fram­halds­skóla.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veita:
    Gunn­ar Ein­ars­son, formað­ur verk­efn­is­stjórn­ar SSH í mennta­mál­um s. 820-8541
    Skúli Helga­son, verk­efna­stjóri SSH í mennta­mál­um, s. 695-6901.

    Sjá nán­ar á heima­síðu SSH

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00