Halldór Laxness var fagurkeri og áhugasamur um tónlist og tónlistarflutning. Hann lék sjálfur prýðilega vel á píanó og t.d. var J. S. Bach í miklu uppáhaldi hjá skáldinu. Þau hjónin Halldór og Auður efndu oft til tónleika heima í stofunni á Gljúfrasteini á meðan þau bjuggu þar. Fjölmargir þekktir listamenn komu fram á þeim tónleikum. Eftir að Gljúfrasteinn varð safn hefur þess verið minnst frá 2006 með því að halda stofutónleika í húsi skáldsins á sunnudögum á sumrin.
Hér með er auglýst eftir tónlistarfólki sem vill halda tónleika á Gljúfrasteini sumarið 2014. Tónleikarnir fara fram alla sunnudaga kl. 16, frá 1. júní – 31. ágúst og er miðað við að þeir séu að jafnaði hálftíma langir. Á vef Gljúfrasteins má finna upplýsingar um þá stofutónleika sem haldnir hafa verið til þessa.
Vinsamlega sendið upplýsingar um dagskrá og ferilskrá á netfangið gljufrasteinn[hja]gljufrasteinn.is fyrir 22. mars 2014. Staðfesting móttöku umsóknar verður send í tölvupósti.
Tengt efni
100 ára afmæli Auðar og stofutónleikar á Gljúfrasteini
Með hækkandi sól færist meira líf í húsið á Gljúfrasteini. Skólahópum, ferðamönnum og öðrum gestum fjölgar.
Áfram lokað á Gljúfrasteini
Safnið á Gljúfrasteini verður lokað út þetta ár.
Gljúfrasteinn fær Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2015
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar var afhent á Bókasafni Mosfellsbæjar síðastliðið þriðjudagskvöld að viðstöddu fjölmenni.