Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. mars 2014

Halldór Lax­ness var fag­ur­keri og áhuga­sam­ur um tónlist og tón­listar­flutn­ing. Hann lék sjálf­ur prýði­lega vel á pí­anó og t.d. var J. S. Bach í miklu upp­á­haldi hjá skáld­inu. Þau hjón­in Halldór og Auð­ur efndu oft til tón­leika heima í stof­unni á Gljúfra­steini á með­an þau bjuggu þar. Fjöl­marg­ir þekkt­ir lista­menn komu fram á þeim tón­leik­um. Eft­ir að Gljúfra­steinn varð safn hef­ur þess ver­ið minnst frá 2006 með því að halda stofu­tón­leika í húsi skálds­ins á sunnu­dög­um á sumrin.

Hér með er aug­lýst eft­ir tón­listar­fólki sem vill halda tón­leika á Gljúfra­steini sum­ar­ið 2014. Tón­leik­arn­ir fara fram alla sunnu­daga kl. 16, frá 1. júní – 31. ág­úst og er mið­að við að þeir séu að jafn­aði hálf­tíma lang­ir. Á vef Gljúfra­steins má finna upp­lýs­ing­ar um þá stofu­tón­leika sem haldn­ir hafa ver­ið til þessa.

Vin­sam­lega send­ið upp­lýs­ing­ar um dagskrá og fer­il­skrá á net­fang­ið glju­fra­steinn[hja]glju­fra­steinn.is fyr­ir 22. mars 2014. Stað­fest­ing mót­töku um­sókn­ar verð­ur send í tölvu­pósti.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00