Safnanótt og Sundlauganótt framundan á Vetrarhátíð 2015
Gljúfrasteinn, hús skáldsins, tekur þátt í Safnanótt sem verður haldin föstudagskvöldið 6. febrúar nk. kl. 19-24.
Aðalfundur FAMOS 16. febrúar
Aðalfundur FAMOS verður haldið í Framhaldsskólanum FMOS, mánudaginn 16. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá er kosning í nefndir að þeim loknum verður boðið upp á örþorrablót þar sem léttar veitingar í anda þorrans verður í boði og Tindatríó mætir og syngur fyrir gesti.
Taktu þátt í að móta Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar!
Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar var samþykkt á 566. fundi bæjarstjórnar þann 12. október 2011. Eins og fram kom í afgreiðslu bæjarstjórnar við samþykkt lýðræðisstefnunnar þá er gert ráð fyrir að stefnan þróist með tímanum og sé í stöðugri endurskoðun.. Ábendingar og tillögur óskast sendar inn á mos@mos.is merkt Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar.
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2015
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2015.
Forskot til framtíðar fyrir 7-16 ára ungmenni
Mosfellsbær er eitt af þeim sveitarfélögum sem verða með forritunar- og tæknikennslu í boði eftirskóla nú á vorönn 2015. Kennslan fer fram í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 16 – 17.15 fyrir aldurinn 7-10 og frá kl. 17.30 – 18.45 fyrir eldri hópinn eða 11-16 ára. Fyrsti kennsludagurinn er miðvikudagurinn 11. febrúar. Hér er um að ræða 10 vikna námskeið og er hægt að nýta frístundastyrki sveitarfélaganna sem greiðslu fyrir námskeiðin.
Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ
Enn eitt árið benda niðurstöður þjónustukönnunar Capacent til þess að íbúar í Mosfellsbæ séu ánægðari en íbúar í öðrum sveitarfélögum.
Sundlauganótt í Lágafellslaug 7. febrúar 2015
Mosfellsbær tekur þátt í Vetrarhátíð og laugardaginn 7. febrúar milli kl. 19:00 – 22:30 verður sundlauganótt í Lágafellslaug.
Til fyrirtækja og stofnana í Mosfellsbæ
Það er hefð fyrir því að kennsla í grunnskólum Mosfellsbæjar standi til klukkan 13:30 á Öskudag.
Íþróttakona og íþróttakarl Mosfellsbæjar 2014
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 22. janúar.
Kjör íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014
Fimmtudaginn 22. janúar nk. kl.19:00 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2014. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands- deildar-, bikar- eða landsmótsmeistarar 2014 veittar viðurkenningar ásamt þeim sem hafa tekið þátt í og/eða æft með landsliði á liðnu ári.
Álafoss - Ull og ævintýri
Nýverið sýndi RÚV Íslenska heimildarmynd sem gerir grein fyrir hluta iðnsögu Íslendinga og fyrstu árum Íslands sem fjölmenningarsamfélags. Ullarvinnsla hófst á Álafossi seint á 19. öld og einstakt verksmiðjuþorp varð til. Sveitastúlkur, erlendir farandverkamenn, íslenskir uppgjafabændur og erlendir sérfræðingar mönnuðu vinnsluna. Ákaflega áhugaverður þáttur um sveitina okkar fögru.
Opið hús hjá Skólaskrifstofu - Kerru og keyrða kynslóðin
Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 28. janúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni fjalla Halla Karen Kristjánsdóttir og Hjalti Kristjánsson um mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi.
Þingvallavegur í Mosfellsdal - deiliskipulag
Opinn kynningarfundur um verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir ofangreint verkefni verður haldinn að Reykjadal í Mosfellsdal (í húsi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra) fimmtudaginn 15. janúar og hefst hann kl. 17:00. Á fundinum verður gerð grein fyrir verkefnislýsingunni, sem liggur frammi á heimasíðu bæjarins
Álagning fasteignagjalda 2015
Álagning fasteignagjalda 2015 hefur farið fram og má sjá forsendur útreikninga á vef Mosfellsbæjar.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteginaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 28. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni.
Jóhanna valin Mosfellingur ársins
Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, fyrsti sigurvegari Biggest Loser á Íslandi, hefur verið valin Mosfellingur ársins 2014.
Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2014
Nú stendur fyrir dyrum kjör um hverjir hljóti sæmdarheitið íþróttamaður og íþróttakona Mosfellsbæjar 2014. Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar ársins 2014. Íbúar Mosfellsbæjar kjósa íþróttafólk ársins inni á íbúagáttinni
Þrettándinn haldinn laugardaginn 10. janúar 2015
Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 10. janúar.
Krakkarnir úr Listaskólanum senda þrettándakveðju
Nokkrir samspilsnemendur Listaskóla Mosfellsbæjar settu saman skemmtilegt myndband þar sem þau leika jólalagið Jólin eru að koma.
Mosfellsbær hirðir jólatré 7. - 9. janúar 2015
Starfsfólk þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða íbúa við að losa sig við jólatré sín eftir jólahátíðina.