Nokkrir samspilsnemendur Listaskóla Mosfellsbæjar settu saman skemmtilegt myndband þar sem þau leika jólalagið Jólin eru að koma.
Nemendurnir eru allir í hljómsveitarsamspili undir stjórn Ólafs Elíassonar, píanókennara. Hópurinn saman stendur af nemendum frá 11 til 13 ára sem hafa lagt stund á tónlistanám síðast liðin ár.
Í myndbandinu má sjá Erlu Dögg Álfheiðardóttur, Dagbjört Láru Bjarkadóttir og Steinunni Hildi Ólafsdóttir sem sáu um söng en Steinunn Hildur spilar einnig á píanó, Dagmar Ýr Eyþórsdóttir spilar á gítar, Eva Dís Sigurðardóttir á bassa, Áróra Hallsdóttir á hljómborð og Þórarinn Þeyr Rúnarsson á trommur. Nú er um að gera að gíra sig upp með þessu hressa lagi fyrir þrettándabrennuna þann 10. janúar.
Tónleikahald er mikilvægur hluti af námi tónlistarskólanema og að koma fram á tónleikum. Á vegum Tónlistardeildarinnar fer fram fjöldi tónleika á hverjum vertri. Allt frá litlum tónleikum, þar sem nemendur hvers kennara koma saman og spila fyrir hvorn annan og uppí stærri tónleika t.d. í Listasal Mosfellsbæjar. Einnig er spilað á ýmsum stöðum við hin ýmsu tækifæri. Árlega er opin vika, þar sem skólastarfið er brotið upp og spilað er víðsvegar um bæinn.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.