Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 22. janúar.
Sjö konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni.
Íþróttakona Mosfellsbæjar var kjörin Brynja Hlíf Hjaltadóttir akstursíþróttakona úr Mótomos.
Íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörin Kristján Þór Einarsson golfíþróttamaður Golfklúbbsins Kjalar Mosfellsbæ.
Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikameistara, deildameistara, landsmótsmeistara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.
Mosfellsbær óskar sínu frábæra íþróttafólki til hamingju og óskar þeim öllum velfarnaðar og gæfu á nýju ári.
Á efstu myndinni eru Hafsteinn Pálsson forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Kristján Þór Einarsson íþróttamaður Mosfellsbæjar 2014, Brynja Hlíf Hjaltadóttir íþróttakona Mosfellbæjar 2014 og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Tengt efni
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember 2024.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 11. janúar
Tilnefningar voru 21 og eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2023. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.