Það er hefð fyrir því að kennsla í grunnskólum Mosfellsbæjar standi til klukkan 13:30 á Öskudag.
Þar af leiðandi eru þau börn sem koma fyrir þann tíma í fyrirtæki eða stofnanir á þessum degi að skrópa úr skóla eða að koma frá öðrum sveitarfélögum. Stjórnendur í grunnskólum Mosfellsbæjar leggja því til og óska vinsamlegast eftir að ekki verði veitt sælgæti eða umbun fyrir söng barna á Öskudaginn fyrr en skóla lýkur eða eftir klukkan 13:30.
Með von um góð viðbrögð og undirtektir frá grenndarsamfélaginu.
Skólastjórnendur og Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði