Hin árlega þrettándabrenna Mosfellsbæjar verður haldin laugardaginn 10. janúar.
Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorginu kl. 18:00 og gengið verður niður Þverholtið að Leirunum. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stormsveitin sjá um tónlistina. Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski verða á svæðinu.
Björgunarsveitin Kyndill sér um glæsileg flugeldasýning. Við viljum biðja alla um að fara gætilega með eld og ekki vera að skjóta upp flugeldum eða öðru nálægt brennustað, því það getur skapað mikla hættu þar sem margt fólk kemur saman.
Athugið að næg bílastæði eru við Kjarna, Þverholti.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos