Álagning fasteignagjalda 2015 hefur farið fram og má sjá forsendur útreikninga á vef Mosfellsbæjar.
Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar.
Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 35.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar.
Fasteignagjöld má greiða með greiðsluseðlum sem jafnframt birtast meðal ógreiddra reikninga í heimabanka, með beingreiðslum, með boðgreiðslum og í þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2, 2. hæð eða með símgreiðslu í síma 525-6700.
Greiðsluseðlar eru ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega á íbúagátt Mosfellsbæjar eða í þjónustuveri.
Þjónustuver Mosfellsbæjar veitir nánari upplýsingar og sendir þeim sem þess óska útprentaða álagningarseðla og greiðsluseðla.