Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. janúar 2015

    Fyrsta opna hús árs­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 28. janú­ar klukk­an 20 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Að þessu sinni fjalla Halla Karen Kristjáns­dótt­ir og Hjalti Kristjáns­son um mik­il­vægi hreyf­ing­ar í dag­legu lífi.

    Keyrða og kerrukynslóðinKerru og keyrða kyn­slóð­in
    Hver þarf að hreyfa sig?

    Fyrsta opna hús árs­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 28. janú­ar klukk­an 20:00 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar.

    Eins fram hef­ur kom­ið, verð­ur í vet­ur lögð áhersla á hag­nýt ráð varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga. Ráð sem for­eldr­ar, systkin, ömm­ur og afar, þjálf­ar­ar, kenn­ar­ar og all­ir þeir sem koma að upp­vexti barna og ung­linga geta nýtt sér.

    Að þessu sinni fjalla Halla Karen Kristjáns­dótt­ir og Hjalti Kristjáns­son um mik­il­vægi hreyf­ing­ar í dag­legu lífi.

    Hvern­ig kom­um við hreyf­ingu og heil­brigð­um lífs­hátt­um inn í dag­legt líf barna og ung­linga sem end­ist þeim út alla æv­ina?

    Hverj­ar eru ykk­ar venj­ur og hvað stýr­ir þeim? 

    Er hreyf­ing og heil­brigð­ir lífs­hætt­ir hluti af dag­leg­um venj­um fjöl­skyld­unn­ar?

    Varp­að verð­ur fram hug­mynd­um að gæða­stund­um fyr­ir fjöl­skyld­una og leið­um til heil­brigð­ari lífs­stíls.

    Halla Karen Kristjáns­dótt­ir hef­ur ver­ið íþrótta­kenn­ari til mar­gra ára. Hún kenn­ir íþrótt­ir og heilsu­áfanga við Borg­ar­holts­skóla og er einn­ig þjálf­ari í lík­ams­rækt­ar­stöð­inni Wor­ld Class hér í Mos­fells­bæ. Hjalti Kristjáns­son er MS í þjálf­un­ar- og líf­eðl­is­fræð­um og starf­ar við end­ur­hæf­ingu á Reykjalundi og HL-Stöð­inni í formi fræðslu og kennslu í tím­um. 

    Á þess­ari vef­slóð get­ur þú skoð­að aug­lýs­ingu og prentað út. (213 kb.pdf)

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00