Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. febrúar 2015

    Mos­fells­bær er eitt af þeim sveit­ar­fé­lög­um sem verða með for­rit­un­ar- og tækni­kennslu í boði eft­ir­skóla nú á vorönn 2015. Kennsl­an fer fram í Lága­fells­skóla á mið­viku­dög­um frá kl. 16 – 17.15 fyr­ir ald­ur­inn 7-10 og frá kl. 17.30 – 18.45 fyr­ir eldri hóp­inn eða 11-16 ára. Fyrsti kennslu­dag­ur­inn er mið­viku­dag­ur­inn 11. fe­brú­ar. Hér er um að ræða 10 vikna nám­skeið og er hægt að nýta frí­stunda­styrki sveit­ar­fé­lag­anna sem greiðslu fyr­ir nám­skeið­in.

    Mos­fells­bær er eitt af þeim sveit­ar­fé­lög­um sem verða með for­rit­un­ar- og tækni­kennslu í boði eft­ir­skóla nú á vorönn 2015. Kennsl­an fer fram í Lága­fells­skóla á mið­viku­dög­um frá kl. 16 – 17.15 fyr­ir ald­ur­inn 7-10 og frá kl. 17.30 – 18.45 fyr­ir eldri hóp­inn eða 11-16 ára. Fyrsti kennslu­dag­ur­inn er mið­viku­dag­ur­inn 11. fe­brú­ar. Hér er um að ræða 10 vikna nám­skeið og er hægt að nýta frí­stunda­styrki sveit­ar­fé­lag­anna sem greiðslu fyr­ir nám­skeið­in.

    Yngri hóp­ur­inn lær­ir und­ir­stöðu­at­riði for­rit­un­ar í gegn­um Kodu Game Lab. Hér er um að ræða skemmti­legt for­rit­un­ar­um­hverfi sem leyf­ir not­end­um að skapa sinn eig­in tölvu­leik með lít­illi fyr­ir­höfn. Um­hverf­ið bygg­ir á sjón­ræn­um skip­un­um, er ein­falt í notk­un og boð­ið er upp á þann mögu­leika að hafa um­hverf­ið á ís­lensku.

    Eldri hóp­ur­inn aft­ur á móti er leidd­ur í gegn­um hönn­un og smíði vef­síðu með áherslu á HTML og CSS for­rit­un. Far­ið er yfir mik­il­væg at­riði sem nauð­syn­legt er að hafa í huga við hönn­un og út­lit vef­síðu og for­rit­un tekin skref fyr­ir skref í litl­um verk­efn­um. Afrakst­ur nem­enda er í formi eig­in vef­síðu sem þeir geta unn­ið áfram.

    All­ir vel­komn­ir sem áhuga hafa 

    Sjá aug­lýs­ingu: Forskot til fram­tíð­ar (pdf)

     Leiðbeinendahópur Skema

    Lífið á námskeiðunum
     
    Hér má sjá hluta af leið­bein­enda­hópi og starfs­mönn­um Skema
    sem kem­ur til með að sjá um tækni­kennslu næstu ann­ar.
    Leið­bein­end­ur Skema eru fimmtán tals­ins og að­stoð­ar-
    kenn­ar­ar á aldr­in­um 7-19 ára í kring­um tutt­ugu
     
    Líf­ið á nám­skeið­un­um snýst ekki bara um tölvurn­ar held­ur
    ekki síð­ur um skap­andi hugs­un, sam­veru með krökk­um
    sem deila sömu áhuga­mál­um og leik.

     


    Frí­stunda­styrk­ir  gilda líka á tækni­nám­skeið Skema 

    Flest sveit­ar­fé­lög á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu styrkja íbúa sína á aldr­in­um 5-18 ára til íþrótta- eða tóm­stunda­ið­kunn­ar af ein­hverju tagi. Mennta- og tæknifyr­ir­tæk­ið Skema er með samn­ing við sveit­ar­fé­lög­in á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu um ráð­stöf­un á frí­stunda­styrk sveit­ar­fé­lag­anna til tækni­nám­skeiða á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. Þann­ig geta for­eldr­ar barna á aldr­in­um 6 – 20 ára nýtt styrk­inn sem stór­an hluta af greiðslu á 10 vikna nám­skeið­um sem hald­in eru í fjöl­mörg­um grunn­skól­um á svæð­inu bæði á vorin og haust­in. Stór hóp­ur for­eldra hef­ur nýtt frí­stunda­styrki sem greiðslu en enn eru þó fjöl­marg­ir sem gera sér ekki grein fyr­ir þess­um mögu­leika. 

    Tækni­kennsla í nýju tækni­setri og fjölda grunn­skóla
    Skema verð­ur með 10 vikna for­rit­un­ar- og tækni­nám­skeið á níu stöð­um á vorönn 2015 og það víðs­veg­ar um stór-höf­uð­borg­ar­svæð­ið auk þess að vera með fjölda styttri og lengri nám­skeiða í boði í nýja tækni­setri Skema að Síðumúla 23. “Með því að færa for­rit­un­ar­kennsl­una líka út í hverfin vilj­um við koma til móts við fleiri for­eldra og börn og gera stærri hópi kleift að sækja nám­skeið­in okk­ar. Áhugi og frá­bært sam­st­arf við grunn­skóla hef­ur gert okk­ur þetta mögu­legt” seg­ir Árdís Ár­manns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Skema. Dæmi um nám­skeið sem í boði verða eru byrj­enda­nám­skeið í for­rit­un og appþró­un (Kodu GameLab, Alice og GameS­alad), tækja­for­rit­un, Minecraft og for­rit­un fyr­ir lengra komna (Unity 3D og vef­smíði). Á nám­skeið­un­um snýst líf­ið hins veg­ar ekki bara um tölvurn­ar held­ur ekki síð­ur um skap­andi hugs­un, sam­veru með öðr­um sem deila sömu áhuga­mál­um og leik. Hjá Skema er jafn­framt mik­ið lagt upp úr netör­yggi og ábyrgri tölvu­notk­un auk þess sem þátt­tak­end­ur læra að skilja tölvurn­ar og skapa með að­stoð tækn­inn­ar. Þann­ig vilja starfs­menn Skema leggja sitt að mörk­um við að skapa kom­andi kyn­slóð­um forskot til fram­tíð­ar á sviði tækn­inn­ar. “Tækni og for­rit­un er stækk­andi fag sem án efa á eft­ir að spila enn stærra hlut­verk inn­an flestra at­vinnu­greina áður en langt um líð­ur. Grunn­þekk­ing í for­rit­un og upp­lýs­inga­tækni verð­ur lág­marks­krafa í störf­um fram­tíð­ar­inn­ar” seg­ir Árdís.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar um nám­skeið Skema er að finna hér á heima­síðu Skema

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00