Gljúfrasteinn, hús skáldsins, tekur þátt í Safnanótt sem verður haldin föstudagskvöldið 6. febrúar nk. kl. 19-24.
Safnanótt er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík og söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu taka þátt í dagskránni. Kvöldið eftir laugardaginn 7. febrúar verður haldin Sundlauganótt sem einnig er hluti af Vetrarhátíð og tekur Lágafellslaug í Mosfellsbæ þátt í þeirri dagskrá annað árið í röð. Ókeypis aðgangur verður í safnið á Safnanótt og í Lágafellslaug á Sundlauganótt.
Safnanótt á Gljúfrasteini
Hljómsveitin Pascal Pinon heldur tónleika á Gljúfrasteini kl. 21 á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Safnanótt er haldin í samstarfi við Vetrarhátíð ár hvert. Safnanæturstrætó gengur í öll söfn sem taka þátt og er Gljúfrasteinn engin undantekning. Strætóinn fer frá Kjarvalsstöðum kl. 20:00 og til baka frá Gljúfrasteini kl. 22:00.
Safnið verður opið um kvöldið frá kl. 19:00 – 24:00 og býðst gestum að skoða það sér að kostnaðarlausu.
Hljómsveitin Pascal Pinon var stofnuð árið 2009 af tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum, þegar þær voru 14 ára gamlar. Þær gáfu út sína fyrstu plötu sjálfar en skrifuðu svo undir samning hjá Morr Music í Berlín ári síðar og hafa unnið með þeim upp frá því. Árið 2013 kom út önnur breiðskífa þeirra, sem ber heitið Twosomeness.
Sundlauganótt í Lágafellslaug
Ókeypis aðgangur verður í Lágafellslaug um kvöldið laugardaginn 7. febrúar. Boðið verður upp á skemmtun frá kl. 19:00, þar sem hægt verður að hlusta á hress lög við sundlaugarbakkann. Hin sívinsæla Wipe-Out braut verður opin, Einar Einstaki sýnir töfrabrögð, Íþróttaálfurinn kemur og skemmtir, hin Mosfellska hljómsveit VIO, koma og spila fyrir gesti og Basic House Effet mun sjá um fjörið til miðnættis með notaleg lýsingu í sundlauginni fyrir sundlaugargesti.
Frábært fyrir fjölskylduna að eiga saman notalega kvöldstund í sundi.
Pylsur og gos á spottprís og ís í boði á leiðinni heim.
Tengt efni
Fyrsti heiti pottur sinnar tegundar á Íslandi fyrir hreyfihamlaða
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Tilmælum aflétt