Aðalfundur FAMOS verður haldið í Framhaldsskólanum FMOS, mánudaginn 16. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá er kosning í nefndir að þeim loknum verður boðið upp á örþorrablót þar sem léttar veitingar í anda þorrans verður í boði og Tindatríó mætir og syngur fyrir gesti.
Aðalfundur FAMOS verður haldið í Framhaldsskólanum FMOS, mánudaginn 16. febrúar kl. 20:00.
Á dagskrá er kosning í nefndir að þeim loknum verður boðið upp á örþorrablót þar sem léttar veitingar í anda þorrans verður í boði og Tindatríó mætir og syngur fyrir gesti.
Fimm manna aðalstjórn er kosin til tveggja ára og tveggja manna varastjórn er kosin til eins árs. Fjögurra ára tímamörk eru á stjórnarsetu en formaður getur setið í fjögur ár til viðbótar, samtals átta ár.
FaMos, Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni var stofnað 1. október árið 2002.
Í lögum félagsins segir meðal annars: Rétt til inngöngu, eiga allir þeir sem eru orðnir 60 ára og eldri. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna eldri borgara í Mosfellsbæ og nágrenni ásamt því að sinna tómstunda-fræðslu- og menningarmálum og vinna að því að skapa félagslegt og efnahagslegt öryggi aldraðra. Félagið er óháð stjórnmálaflokkum og hlutlaust í afstöðu til trúmála.
Reglulega eru gefin út fréttabréf til félagsmanna.
Gegn framvísun félagsskírteinis fá félagar FaMos afslátt hjá mörgum fyrirtækjum og verslunum, auk áskriftar að blaði eldri borgara, Listinni að lifa. Í því blaði hafa birst gagnmerkar greinar um hverskyns hagsmunamál aldraðra og eldri borgara. Einnig hafa ýmsar gagnlegar greinar birst í fjölmiðlum að undirlagi samtakanna eins og greinar Björgvins Guðmundssonar um fjármál og skattalegar álögur á eldri borgara. Nokkuð sem við, sem flest erum horfin af vinnumarkaði, þurfum að fylgjast vel með.
Hægt er fá nánari upplýsingar um félagsstarfið og skrá sig í FaMos hjá stjórnarmönnum, símleiðis eða rafrænt.Netfang FaMos er famos@famos.is. Heimasíða félagsins er www.famos.is
Minnum á að öflugt félagsstarf er haldið að Eirhömrum er alla virka daga undir stjórn Elvu Bjargar Pálsdóttur, Brynju Halldórsdóttur og Stefaníu Bjarnadóttur. Dagskráin er kynnt vikulega í rafpósti. Hana má einnig sjá í Mosfellingi. Nánari upplýsingar fást hjá Elvu í síma:586-8014 / 698-0090
Fjölmennum á fundinn!