Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. febrúar 2015

    Að­al­fund­ur FAMOS verð­ur hald­ið í Fram­halds­skól­an­um FMOS, mánu­dag­inn 16. fe­brú­ar kl. 20:00. Á dagskrá er kosn­ing í nefnd­ir að þeim lokn­um verð­ur boð­ið upp á ör­þorra­blót þar sem létt­ar veit­ing­ar í anda þorr­ans verð­ur í boði og Tindatríó mæt­ir og syng­ur fyr­ir gesti.

    Að­al­fund­ur FAMOS verð­ur hald­ið í Fram­halds­skól­an­um FMOS, mánu­dag­inn 16. fe­brú­ar kl. 20:00.

    Á dagskrá er kosn­ing í nefnd­ir að þeim lokn­um verð­ur boð­ið upp á ör­þorra­blót þar sem létt­ar veit­ing­ar í anda þorr­ans verð­ur í boði og Tindatríó mæt­ir og syng­ur fyr­ir gesti.

    Fimm manna að­al­stjórn er kos­in til tveggja ára og tveggja manna vara­stjórn er kos­in til eins árs. Fjög­urra ára tíma­mörk eru á stjórn­ar­setu en formað­ur get­ur set­ið í fjög­ur ár til við­bót­ar, sam­tals átta ár. 

    FaMos, Fé­lag aldr­aðra í Mos­fells­bæ og ná­grenni var stofn­að 1. októ­ber árið 2002.
    Í lög­um fé­lags­ins seg­ir með­al ann­ars: Rétt til inn­göngu, eiga all­ir þeir sem eru orðn­ir 60 ára og eldri. Til­gang­ur fé­lags­ins er að gæta hags­muna eldri borg­ara í Mos­fells­bæ og ná­grenni ásamt því að sinna tóm­stunda-fræðslu- og menn­ing­ar­mál­um og vinna að því að skapa fé­lags­legt og efna­hags­legt ör­yggi aldr­aðra. Fé­lag­ið er óháð stjórn­mála­flokk­um og hlut­laust í af­stöðu til trú­mála.  

    Reglu­lega eru gef­in út frétta­bréf til fé­lags­manna. 

    Gegn fram­vís­un fé­lags­skír­tein­is fá fé­lag­ar FaMos af­slátt hjá mörg­um fyr­ir­tækj­um og versl­un­um, auk áskrift­ar að blaði eldri borg­ara, List­inni að lifa. Í því blaði hafa birst gagn­merk­ar grein­ar um hverskyns hags­muna­mál aldr­aðra og eldri borg­ara. Einn­ig hafa ýms­ar gagn­leg­ar grein­ar birst í fjöl­miðl­um að und­ir­lagi sam­tak­anna eins og grein­ar Björg­vins Guð­munds­son­ar um fjár­mál og skatta­leg­ar álög­ur á eldri borg­ara. Nokk­uð sem við, sem flest erum horfin af vinnu­mark­aði, þurf­um að fylgjast vel með.

    Hægt er fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um fé­lags­starf­ið og skrá sig í FaMos hjá stjórn­ar­mönn­um, sím­leið­is eða ra­f­rænt.Net­fang FaMos er famos@famos.is. Heima­síða fé­lags­ins er www.famos.is

    Minn­um á að öfl­ugt fé­lags­st­arf er hald­ið að Eir­hömr­um er alla virka daga und­ir stjórn Elvu Bjarg­ar Páls­dótt­ur, Brynju Hall­dórs­dótt­ur og Stef­aníu Bjarna­dótt­ur. Dag­skrá­in er kynnt viku­lega í raf­pósti. Hana má einn­ig sjá í Mos­fell­ingi. Nán­ari upp­lýs­ing­ar fást hjá Elvu í síma:586-8014 / 698-0090

    Fjöl­menn­um á fund­inn!

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00