Jóhanna Elísa Engelhartsdóttir, fyrsti sigurvegari Biggest Loser á Íslandi, hefur verið valin Mosfellingur ársins 2014.
„Það hefur orðið kúvending í mínu lífi og árið 2014 var vægast sagt viðburðaríkt. Ég fór að hugsa um heilsuna og setti sjálfa mig í fyrsta sætið. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég skráði mig í The Biggest Loser og ætlaði mér frá byrjun að vinna þetta,“ segir Jóhanna í viðtali við Mosfelling.
Jóhanna léttist um rúm 52 kg og hafði lést um 12 kg áður en þættirnir hófust. „Næsta skref er að hjálpa öðrum,“ segir Jóhanna sem stefnir að því að útskrifast sem einkaþjálfari í vor.
Bæjarblaðið Mosfellingur stendur fyrir valinu og er Jóhanna sú tíunda í röðinni. Hún tekur við titlinum af hljómsveitinni Kaleo sem bar nafnbótina árið 2013.
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings, afhendir Jóhönnu verðlaunin.
Tengt efni
Magnús Már valinn Mosfellingur ársins 2024 af bæjarblaðinu Mosfellingi
Bæjarblaðið Mosfellingur stendur nú fyrir valinu á Mosfellingi ársins í 20. sinn.
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.