Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. janúar 2015

Jó­hanna Elísa Eng­el­harts­dótt­ir, fyrsti sig­ur­veg­ari Big­gest Loser á Ís­landi, hef­ur ver­ið valin Mos­fell­ing­ur árs­ins 2014.

„Það hef­ur orð­ið kúvend­ing í mínu lífi og árið 2014 var væg­ast sagt við­burða­ríkt. Ég fór að hugsa um heils­una og setti sjálfa mig í fyrsta sæt­ið. Ég hugs­aði mig ekki tvisvar um þeg­ar ég skráði mig í The Big­gest Loser og ætl­aði mér frá byrj­un að vinna þetta,“ seg­ir Jó­hanna í við­tali við Mos­fell­ing.

Jó­hanna létt­ist um rúm 52 kg og hafði lést um 12 kg áður en þætt­irn­ir hóf­ust. „Næsta skref er að hjálpa öðr­um,“ seg­ir Jó­hanna sem stefn­ir að því að út­skrif­ast sem einka­þjálf­ari í vor.

Bæj­ar­blað­ið Mos­fell­ing­ur stend­ur fyr­ir val­inu og er Jó­hanna sú tí­unda í röð­inni. Hún tek­ur við titl­in­um af hljóm­sveit­inni Kal­eo sem bar nafn­bót­ina árið 2013.

Hilm­ar Gunn­ars­son, rit­stjóri Mos­fell­ings, af­hend­ir Jó­hönnu verð­laun­in.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00