Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ - Kynningarfundur
Þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:30-19:00 verða niðurstöður rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ kynntar í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Allir sem láta sig málefni ungs fólks í Mosfellsbæ varða eru hvattir til að mæta á fundinn.
Menningarvor 2014 í Mosfellsbæ
Dagskráin verður þrjú þriðjudagskvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl.
Opið hús - Börn með umframorku
Fjórða opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Eins fram hefur komið, er í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Um uppbyggingu skólamannvirkja í Mosfellsbæ
Að gefnu tilefni vill Mosfellsbær koma því á framfæri til foreldra leik- og grunnskólabarna að haldinn var fundur í Hlégarði miðvikudaginn 19. febrúar. Þangað bauð bæjarstjórn fulltrúum foreldrafélaga, foreldraráða leikskóla, fulltrúum foreldra í skólaráðum grunnskóla, skólastjórnendum og fræðslunefnd til að ræða framkomnar tillögur um uppbyggingu skólamannvirkja í bænum.
Duglegir krakkar á degi stærðfræðinnar
Föstudagurinn 7. febrúar var dagur stærðfræðinnar.
60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins
Laugardaginn 22. febrúar n.k. frá kl. 14:00 til 17:00 verður opið hús í dagþjónustu Skálatúns í tilefni af 60 ára afmæli Skálatúnsheimilisins.
Ákaflega hugljúf og falleg stund á Hömrum í kærleiksvikunni í Mosfellsbæ
Mikinn Kærleik og umhyggju mátti finna í lofti hjá starfsfólki, íbúum og gestum þeirra á Hömrum í dag þegar starfsmenn Ásgarðs komu og færðu íbúum og starfsfólki kærleiksgjöf í kærleiksvikunni. Fallega útskorinn túlipani á hjartalöguðu laufi fullt af kærleik fyllti húsið.
Ljósveitan í Reykjahverfi
Míla áætlar að ljósnetvæða Reykjahverfið núna á vormánuðum. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við tengingu ljósnetsins í Krókabyggð og Lindarbyggð. Þessu mun fylgja nokkuð jarðrask og akstur vinnuvéla og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdunum þolinmæði meðan á þeim stendur.
Sundlauganótt í Lágafellslaug 15. febrúar 2014
Dagskrá Vetrarhátíðar er glæsileg að þessu sinni.
Uppbygging skólamannvirkja í Mosfellsbæ
Húsnæðismál grunnskólanna í Mosfellsbæ hafa verið til umræðu síðustu mánuði. Í umfangsmiklu samráðsferli sem staðið hefur yfir í heilt ár hafa meðal annars verið haldnir fjölmargir fundir með foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum ásamt tveimur opnum skólaþingum.
Helgafellshverfi - miðsvæði. Tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan tekur til lóða nr. 16-22 og 24-26 við Gerplustræti og nr. 15-19 Vefarastræti og nálægra umferðargatna. Athugasemdafrestur er til 26. mars 2014.
Hlaðhamrar í Brúarlandi
Við á Hlaðhömrum vorum svo heppin að fá tímabundin afnot af Brúarlandi, þar sem það þurfti að ráðast í endurbætur á Hlaðhömrum.
Dagur leikskólans 2014
Haldið var upp á Dag leikskólans víða þann 6. febrúar.
Ný umsóknareyðublöð vegna framkvæmda og tímabundinna atburða í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur útbúið umsóknareyðublöð fyrir framkvæmdaraðila vegna tímabundinna framkvæmda og viðburða í landi í eigu Mosfellsbæjar. Markmið með þessu breytta verklagi er að tryggja betur öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila og verkamanna að störfum, auk þess sem Lögregla höfuðborgarsvæðisins gerir nú auknar kröfur um upplýsingar um þá atburði sem geti haft áhrif á umferð.
Leynist fjársjóður í þínum fórum ?
Skjöl Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar eru mikill viskubrunnur um sögu og menningu héraðsins. Héraðsskjalasafnið varðveitir gögn frá stofnunum, félögum, fyrirtækjum og einstaklingum, Safnið óskar eftir að fá gögn afhent í stað þess að þeim sé eytt. Glötuð gögn er glötuð saga
Stefnt að sameiningu golfklúbbanna tveggja - Kjölur og Bakkakot verði Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Á dögunum var skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu golfklúbbanna í Mosfellsbæ, Kjalar og Bakkakots, í nýjan klúbb undir nafninu Golfklúbbur Mosfellsbæjar.
Framhaldsskólinn flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði
Nýtt húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var vígt föstudaginn 24. janúar að viðstöddu fjölmenni.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ býður í heimsókn
Fimmtudaginn 6. febrúar milli kl. 16:00 og 19:00 býður Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ öllum í heimsókn.
Kærleiksvikan nálgast
Kærleiksvika verður nú haldin í fjórða sinn í Mosfellsbæ vikuna 16.- 23. febrúar 2014. Eins og áður verður kærleikurinn ofar öllu.Markmið vikunnar er að hver einasti bæjarbúi finni fyrir kærleik í sinn garð og gefi öðrum kærleik. Þetta gæti falist í hrósi, faðmlagi, brosi, fallegum skilaboðum eða einhverju öðru uppbyggilegu og skemmtilegu.
Snjómokstur í gangi á helstu forgangsleiðum
Enn á ný hefur snjóað í bænum og starfsmenn bæjarins eru í óða önn að moka götur og stíga eftir snjómokstursáætlun.